Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1996, Blaðsíða 54

Frjáls verslun - 01.10.1996, Blaðsíða 54
HVERS VEGNA Sala á hlutabréfum tekurjafnan mikinn fjörkipþ síóustu daga ársins. Hér koma pamaður í hlutabréfum er til- tölulega ungur hér á landi. Það eru ekki nema rúmlega 10 ár frá því að Eimskipafélagið bauð hluta- bréf til hluthafa á genginu 1 og það seldist ekki allt. Gengið á hlutabréf- um Eimskipafélagsins er, þegar þessi greiner skrifuð, 7,05ogþarfyrirutan hafa hluthafar fengið arðgreiðslur og jöfnunarhlutabréf á þessu tímabili. Sagan er því ekki löng hér á landi. HLUTABRÉF HAFA HÆKKAÐ MEIRA Reynslan af erlendum verðbréfa- mörkuðum er dálítið á einn veg. Ef tekið er fyrir 10 ára tfrnabil í Bretlandi og Bandaríkjunum eftir stríðslok, hvaða tönabil sem er, jafnvel að með- töldu hruninu 1987, þá hafa hlutabréf ávaxtast meira en ríkisskuldabréf á sama tönabili. Þetta gefur það til kynna að þegar til lengri tfrna er litið þá ávaxtast fé, sem sett er í hluta- bréf, betur en fé sem sett er í ríkis- skuldabréf. Ef styttri túnabil em skoðuð þá er það ýmist hvort hluta- bréf eða ríkisskuldabréf hafa ávaxtast betur. Á tfrnabilinu frá 1919 til 1987 í Bretlandi, en leiðin þar lá fremur nið- ur á við á þessu tönabili, þá gáfu hluta- bréf að meðaltali 14,4% ávöxtun á ári en skuldabréf að meðaltali 6,1%. Verðbólga á þessu tönabili var 4,4% að meðaltali á ári. Sveiflumar á hluta- bréfamörkuðum voru þó yfirleitt helmingi meiri en á skuldabréfamörk- uðum á sama tönabili. En allt bendir þó til þess að hlutabréf séu betri kost- ur en skuldabréf þegar til lengri töna er litið. SKATTAAFSLÁTTURINN Skattaafslátturinn hefur freistað margra. Við kaup á hlutabréfum að upphæð 129.900 krónur koma TEXTI: TÓMAS ÖRN KRISTINSSON MYNDIR: 103.920 krónur til frádráttar tekjum hjá einstaklingi en tvöfalt meira hjá hjónum. Þó að þetta sé auðvitað hið besta mál þá bendir ýmislegt til þess að þessi tíð sé að líða undir lok. Fjár- málaráðherra lagði til á þingi nýverið að skattaafslátturiim yrði afnuminn frá og með næsta ári. Þegar þetta er skrifað er ekki fyllilega ljóst hvort af- nám skattaafsláttarins nær til þeirra sem keypt hafa hlutabréf vegna fram- tíðar skattaafsláttar, eins og heimilt var samkvæmt lögum. Þótt skattaaf- slátturinn verði afnuminn eru hluta- bréf þó eftir sem áður með betri íjár- festingarkostum á verðbréfamark- aðnum. Hækkunin á þessu ári er þó líkust ævintýri og ekki er hægt að álykta sem svo að hún haldi áfram til lengri töna með þessum hætti. MARKMIBIN MEÐ KAUPUM Þegar þú ákveður að kaupa verð- bréf þarftu að huga að nokkrum atrið- um. 1. Settu þér markmið um hve mikið á að kaupa, hvaða ávöxtun þú vilt fá af fjárfestingunni og hversu lengi þú hyggst eiga verðbréfin. 2. Hlutabréf eru áhættuíjárfesting; verð hlutabréfa sveiflast eftir markaðsaðstæðum og getur þess vegna farið lægra en það verð sem þú borgaðir fyrir bréf- in. Eöinig er hugsanlegt að hluta- félag verði gjaldþrota og þú tapfr öllu sem þú lagðir í þau. 3. Hlutabréf ætti að skoða sem langtímafjárfestingu; ekki horfa til skamms töna, ætlaðu þér a.m.k. 5 ár til að hagnast - helst lengri tfrna. Það geta komið tækifæri þar sem það borgar sig að selja bréfin og hægt er að GEIR ÓLAFSS0N hagnast verulega en ekki gefa þér fyrirfram að svo verði. 4. Ef þú ætlar að spara fyrir bíl sem þú ætlar að eignast eftfr hálft ár, ekki kaupa hlutabréf, kauptu frekar skuldabréf eða bréf verð- bréfasjóða. Verð hlutabréfs get- ur auðveldlega lækkað á hálfu ári. 5. Fylgstu með því sem er að ger- ast á markaðnum. Ef þú hefur ekki gaman af því að fylgjast með hvemig þöiu hlutafélagi gengur þá ættfrðu líklega að fjárfesta í einhverju öðru. 6. Gríptu tækifærin þegar þau gef- ast. Ef hlutabréf hefur hækkað í verði og þú telur þig geta hagnast vel á sölu, seldu þá endilega. Það er hugsanlegt að verðið eigi eftir að hækka enn frekar en það er ekki ólíklegt að það eigi eftir að lækka. Ef þú er ánægð/ur með hagnaðinn vertu þá ekki að gráta það þótt þau hafi hækkað eitt- hvað eftir að þú seldir, vertu bara ánægð/ur. Það hefur enginn farið á höfuðið af því að losa um hluta- bréf með hagnaði. 7. Vertu þolinmóð/ur. Ekki taka það nærri þér þótt verðið falli ef fyrirtækið er traust þá mun það snúast þér í hag á ný. 8. Skattur á fjármagnstekjur er 10% og hann þarf að borga af sölu- hagnaði hlutabréfa. Efþúkeyptir hlutabréf á genginu 2 og seldir á genginu 4 þá borgar þú 20 aura í skatt af söluhagnaði af hverri krónu nafnverðs. 9. Ef þú ætlar að spara lágar upp- hæðir, kauptu þá frekar í hluta- bréfasjóði því hann dreifir fjár- festingunni. Þú verður lítið var við að verð í einu félagi lækki 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.