Frjáls verslun - 01.10.1996, Blaðsíða 63
Guðbjöm Maronsson, yfimiaður Eignavörslu Búnaðarbankans
Verðbréfa, standandi fyrir niiðju, asamt þeim Amari Guðmundssyni
(til vinstri) og Valdimar Pálssyni, starfsmönnum Búnaðarbankans
Verðsbréfa.
Skipurit Búnaðarbankans Verðbréfa.
Verðbref
aðnum
eyrisverslun, framvirkum samningum, skammtímaávöxt-
un í krónum og erlendum gjaldeyri, ráðgjöf og jafnvel
skammtímalánveitingum til stærri fyrirtækja,” segir Þor-
steinn.
Starfsemin er þegar í fullum gangi og verður um stund-
arsakir til húsa á 2. hæð í Austurstræti 7, en flytur í byrjun
næsta árs í Hafnarstræti 5. Einstaklingsþjónustan verður
þó áfram á götuhæð í Austurstræti.
„í bytjun hefur höfuðáhersla verið lögð á að byggja upp
verðbréfasjóðina en síðan eru Markaðsviðskiptin næst á
dagskrá," segir Þorsteinn. Árni Oddur kemur til starfa 1.
febrúar nk. en þar þarf að bæta við fleiri starfsmönnum.
Þegar líða fer á árið 1997 fær Fjárstýringin óskipta at-
hygli.”
Fjánmál
einstaklinga
Krval sparnaðarforma hefur verið aukið hjá Búnaðar-
bankanum með stofnun verðbréfasjóða. Sjóðirnir
einfalda aðgöngu einstaklinga að verðbréfamarkaðnum.
„í stuttu máli hafa ráðleggingar bankans til einstaklinga
verið að byrja á því að nýta sér möguleika til skattaafslátt-
ar vegna hlutabréfakaupa að fullu. Vegna mikilla hækkana
hlutabréfa á undanförnum misserum og lækkana á allra
síðustu vikum höfum við frekar ráðlagt kaup í Hluta-
bréfasjóði Búnaðarbankans hf. en kaup bréfa í einstök-
um félögum,” segir Guðbjörn Maronsson, yfirmaður
Eignavörslu hjá Búnaðarbankanum. „Eins og markaður-
inn er núna erum við með varkára stefnu hjá sjóðnum og
varðveitum hluta af hans fé í skuldabréfum um stundar-
sakir.“
Búnaðarbankinn hefur ákveðið að veita hagstæð lán til
kaupa á hlutabréfum í sjóðnum til að gera sem flestum
kleift að nýta sér skattaafsláttinn.
„Hvað skuldabréfin varðar telur bankinn meiri líkur á
vaxtalækkun á Islandi en víðast hvar annars staðar og því
meiri líkur á gengishagnaði af skuldabréfum hér. Það er
staðreynd að vextir eru orðnir mjög lágir bæði í Evrópu og
Bandaríkjunum. Við höfum því frekar ráðlagt fjárfestingu
í íslenskum skuldabréfum og þeim skuldabréfasjóðum
sem tjárfesta svo til eingöngu í íslenskum skuldabréfum,“
bætir Guðbjörn við.
Bankinn hefur stofnað deildarskiptan verðbréfasjóð -
Verðbréfasjóð Búnaðarbankans hf. Hlutdeildarskír-
teini Verðbréfasjóðs Búnaðarbankans hf. eru :
Skammtímabréf VB: Þau henta einkum þeim sem
ávaxta vilja fé sitt í skamman tíma en jafnframt njóta góðr-
ar ávöxtunar
Lanefímabréf: Markmið með útgáfu þeirra er að ná
góðri ávöxtun og áhættudreifingu með fjárfestingum í
blönduðu safni verðbréfa, aðallega skuldabréfa.
Eignaskattsfriáls-bréf: Deildin íjárfestir í ríkistryggðum
verðbréfum (s.s. ríkisvíxlum, spariskírteinum og húsbréf-
um) sem veita eigendum hlutdeildarskirteina skattfríðindi
í samræmi við skattalög á hverjum tíma.
Sérstakt tilboð
Sérstakt tilboð gildir fyrir þá sem kaupa ofangreind hlutdeildar-
skirteini fyrir áramótin. Þeim býðst að kaupa skírteini á kaup-
gengi og sleppa við söluþóknun sem annars væri innheimt.
BÚNAÐARBANKINN
VERÐBRÉF
63
I