Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1996, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.10.1996, Blaðsíða 21
KYNSLÓÐIN ’66 TIL 70 í VERSLÓ Segja má að fyrir um 20 til 25 árum hafi fyrsta kynslóð viðskiptafræðinga komið fram sem haslaði sér völl í stjórnunarstörfum í fyrirtækjum. Petta eru þeir sem útskrifuðust úr Verslunarskólanum á árunum ’66 til ’70 og síðar úr viðskiptafræðinni á árunum ’70 til ’75. Obbinn af þessum viðskiptafræðingum fór nánast beint í stjórnunarstörf. Þeir eru núna 45 til 50 ára. Þessi kynslóð hefur í nokkru mæli haldið öðrum kynslóðum viðskiptafræðinga frá stjórnunarstörfum - og mun væntanlega gera áfram um sinn. eru margir frammámenn í tónlistarútgáfu og kvikmynda- gerð vestanhafs tiltölulega ungir. En raunar eru þeir á öllum aldri. Skemmtanir eru jú fyrir alla. ER ÞRÍTUGUR MAÐUR OF UNGUR TIL AÐ VERÐA FORSTJÓRI? En er liðlega þrítugt fólk of ungt til að verða forstjórar, leiða fyrirtæki? Svarið er að ráðning í starf forstjóra fer meira eftir mönnunum sjálfum en menntun og aldri. Sumir hafa þá eiginleika að geta verið í forystu fyrir fyrirtæki og félög. Hafa forystuhæfileika. Aðrir hafa þá ekki - og þá er alveg sama hvað þeir verða gamlir eða læra mikið. Þeir hafa ekki hæfileikann til að stjóma í sér. Reynsluleysi er það sem mælir mest á móti því að ráða fólk um þrítugt í starf forstjóra. Reynsla í að reka fyrirtæki er mikilvæg, ekki síst ef fyrirtækið lendir í andstreymi. En einu sinni er allt fyrst. Einhvem tím- ann verða menn að byrja. Mest reynir á stjómendur í mótbyr. Þá þurfa þeir að þrauka í gegnum erfiðleika - hafa úthald til að finna réttu lausnimar. Sú kenning er núna vinsæl í stjóm- un að þeim mun örar sem fyrirtæki og viðskiptaumhverfi þeirra breytast því minni not séu fyrir reynslu stjórn- enda. Reynsla manna nýtist síður lendi fyrirtæki í aðstæðum sem þau þekkja ekki. í slíkum tilvikum reyni fyrst og fremst á dómgreind, frum- kvæði og hugmyndaauðgi stjómenda. Ört breytilegt viðskiptaumhverfi, þar sem reynsla kemur að minni notum við stjómun, gefur því ungum, reynslulitlum stjórnendum tækifæri. Ef til vill er það hluti skýringarinnar á því að stórfyrirtækin sex hafi ráðið svo ungt fólk í forstjórastóla sína. AÐ FÁ „SIGG Á SÁLINA“ Það að öðlast reynslu er stundum nefnt sem svo „að fá sigg á sálina" og slíkt „sigg“ þurfi menn að hafa til að vera forstjórar. Með „siggi á sálinni“ er átt við að allir þuríi ákveðinn tíma til að losa sig við viðkvæmni til að geta tekið erfiðar ákvarðanir og að það takist ekki nema með reynslu í að reka fyrirtæki. Sumir gefa lítið fyrir tal um „sigg á sálina“ við ráðningu forstjóra. Ekki þurfi neina skel til að stjóma og það eigi ekki að vera „kalt á toppnum". For- stjórar eigi að vera opnir í mannlegum samskiptum en ákveðnir og duglegir. Og einstaklingar, sem hafi á annað borð hæfileika til að stjóma, leysi öll mál jafnóðum, hvort sem þau eru erfið eða auðveld. Þeir geri einfaldlega það sem gera þurfi hverju sinni! Bingó! Erlendis er oftast leitað til fólks á aldrinum frá 45 til 60 ára þegar ráðið er í starf forstjóra. Litið er svo á að fyrir utan heilbrigða skynsemi, góða dómgreind, hafi þroski og lífsreynsla mest að segja í stjómun - ráði bókstaflega úrslitum. Jafnframt er það metið sem svo að á þessum aldri hafi menn ríkari eiginleika til að miðla af reynslu sinni til sér yngri manna og sömuleiðis til að miðla ábyrgðinni. Kostir þess að ráða ungt fólk í starf forstjóra felast í því Kláraðu dæmið með SP-Fjármögnun SP- FJARMOGNUN HF Vegmúla 3 • 108 Reykjavík Sími 588-7200 • Fax 588-7201 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.