Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1996, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.10.1996, Blaðsíða 45
undirmannsstöðu. Til þess þarf að gíra sig hratt niður. Almannarómur hefur verið nokkuð duglegur við að finna starf fyrir Jón Baldvin að undanfömu. Hver saga hefur tiltölulega stuttan líftíma. Sagt er að hann sé á leiðinni í Landsbank- ann, í Seðlabankann, eða taki við starfi sendiherra íslands í Bandaríkjunum, verði fulltrúi Norðurland- anna hjá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum eða Al- þjóðabankanum, verði formaður hjá Al- þjóðasambandi jafn- aðarmanna, verði prófessor í erlendum háskóla, verði gesta- fyrirlesari við erlenda háskóla eða kennari við Háskóla Is- lands. Ein nýjasta sagan er sú að hann ætli sér stöðu prófessors í stjóm- málafræði. EKKI „í SKJÓU“ DAVÍÐS í innsta hring Alþýðuflokksins er fullyrt að ekki komi til greina að Jón sækist eftir starfi þar sem hann verði „í skjóli“ Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra, svo notað sé þekkt orðalag Davíðs frá umræðum á Alþingi þar sem hann beindi orðum sínum að þá- verandi þingmanni Alþýðubandalags- ins, Ólafi Rapnari Grímssyni, núver- andi forseta Islands. Ástæðuna segja kratar vera hinn mikla stirðleika sem sé á milli þeirra Jóns og Davíðs þótt auð- vitað sé samtrygg- ingakerfi flokkanna um störf á milli flokka en ekki manna. En setji Jón þetta á odd- inn er auðvitað hægt að útiloka nokkur störf. JÓNÍ LANDSBANKANN? NEI Þessi kenning úti- lokar að hann sé á leiðinni sem banka- stjóri Landsbankans eins og ein al- gengasta sagan gengur út á. Helsti vinur Davíðs, Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks- ins, er formaður bankaráðs Lands- bankans. Ráðning nýs bankastjóra í Landsbankann kæmi því inn á borð formanns Sjálfstæðisflokksins, Da- víðs Oddssonar. En það er nánast allt sem mælir á móti sögunni um að Jón Baldvin verði bankastjóri í Landsbankanum. Til þess þyrfti bankastjóri Alþýðuflokks- ins, Björgvin Vilmundarson, að standa upp fyrir Jóni og fara á eftir- laun. Það stendur hins vegar ekki til. Björgvin Vilmundarson hefur verið ókrýndur konungur bankastjóranna undanfarinn áratug þótt hann hafi far- ið afar dult með það gagnvart fjölmiðl- um. Á undraverðan hátt hefur honum tekist að forðast allt kastljós flestra fjölmiðla. Hann er einn kunnasti bankamaður landsins á erlendri grund. Björgvin er 62 ára að aldri og hefur verið bankastjóri Landsbank- ans hátt í þrjátíu ár. Aldursins vegna getur hann verið til sjötugs í bankan- um, eða í 8 ár til viðbótar. Þótt heilsu- leysi hafi gert vart við sig hjá honum undanfarna mánuði er hann sagður vilja vera áfram í eldlínunni. Þá kynni einhver að spyrja sig hvort sá skemmtilegi og skeleggi bankastjóri, Sverrir Hermannsson, stæði upp úr sæti sínu í einhvers kon- ar fléttu Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- flokks sem gengi þá út á að Alþýðu- flokkurinn fengi stól Sverris og Sjálf- stæðisflokkur fengi stól Björgvins Jón er sagður útiloka starf þar sem hann yrði ráðinn „í skjóli“ Davíðs. HAFA ÞEIR FARIÐ? Fráfarandi formaður, Þorsteinn Páls- son, er sem kunnugt er á fullum krafti í stjómmálum sem ráðherra í núver- andi ríkisstjóm. Af öðmm formönn- um er það að segja að Geir Hallgríms- son varð seðlabankastjóri, Jóhann Hafstein settist í helgan stein en hann átti jafnframt við heilsubrest að stríða, Bjarni Benediktsson, þá for- sætisráðherra, lést í voveiflegu slysi. Ólafur Thors settist í helgan stein. Af öðrum frammámönnum í Sjálf- stæðisflokknum er það að segja að Gunnar Thoroddsen settist í helgan stein. Sverrir Hermannsson varð bankastjóri Landsbankans, Birgir ís- leifur Gunnarsson varð seðlabanka- stjóri, Albert Guðmundsson varð sendiherra, Matthías Á. Mathiesen settist í helgan stein en hefur jafn- framt gegnt starfi formanns Spari- sjóðs Hafnarfjarðar, Ragnhildur Helgadóttir settist í helgan stein og Matthías Bjamason settist í helgan stein. Friðþjón Þórðarson varð sýslu- maður í Dalasýslu. Pálmi Jónsson varð almennur þingmaður og hvarf síðan til síns fyrra starfs sem bóndi. ALÞÝÐUBANDALAGSMENN Alþýðubandalagið hefur sérstöðu. Flestir formenn og frammámenn þess flokks undanfarin tuttugu ár sitja enn á þingi. En svona k'tur landslagið út. Fráfarandi formaður, Ólafur Ragnar Grímsson, varð for- seti Islands, Svavar Gestsson er þingmaður og Ragnar Amalds er þingmaður. Af öðmm frammá- mönnum er það að segja að Hjörleif- ur Guttormsson er þingmaður og sömuleiðis Steingrímur J. Sigfús- son. Og ef við færum okkur aðeins aftur í tímann þá settist Lúðvík Jós- epsson í helgan stein en sat jafn- framt í bankaráði Landsbankans. Magnús Kjartansson settist í helgan stein. 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.