Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1996, Blaðsíða 41

Frjáls verslun - 01.10.1996, Blaðsíða 41
NAMSKEIÐ SEUA? því? Erþað einhver sem þylur uþþ munur á sölutækni eftirþví hvort því að nota sálfræðina □ agvangur, í samvinnu við breska fyrirtækið Huthwaite Intemational, býður nú at- hyglisvert námskeið í sölutækni. Námskeiðið byggir á svonefndri SPIN tækni sem rannsóknir sýna að stórauki líkur á sölu. Þessi tækni mið- ast frekar við sölu á dýrum vörum. Eymundi Matthíassyni, markaðsstjóra Talna- könnunar, útgáfufélags Frjálsrar verslunar, var nýlega boðið að sækja námskeiðið. SPIN líkanið snýst um tækni í sam- skiptum. Á námskeiðinu eru lagt upp úr því að virkja þátt- takendur. Þeir eru látnir selja hver öðmm vöru eða þjónustu. Samtölin er tekin upp á segulband. Þau eru síðan metin eftir því hve vel tókst til við að fylgja að- ferðum SPIN líkansins. SPIN tæknin er í raun miklu meira en sölumennska, hún er tækni í að tjá sig með árangri. Aðferðin gefst vel í almennri stjórnun. Þegar hrinda á stóru verkefiii í framkvæmd er auð- vitað hægt að skipa mönnum fyrir. En það er til önnur leið. Hún er að „skipa fyrir" með því að selja hugmyndina. Sannfæra viðkomandi um gildi þess sem á að gera. Það sem vinnst er að sá, sem tekur við „skipun“ með þeim hætti, hefur þá ekki síðri áhuga en stjórnandinn á að hrinda málinu í framkvæmd. Þess vegna gildir í raun sama tækni við að stjóma og selja. Góður stjórnandi er fær í að „selja“ hugmyndir sín- ar, hvort heldur til yfir- eða undirmanna. Það sama á við um góðan sölumann. Hann þarf „að selja hugmynd". Vissu- lega getur hann reynt að nota einfaldar og harðar aðferðir - ýtni og þrýst- ing - til að koma sölunni á. Reynslan sýnir hins vegar að slík aðferð vinn- ur gegnum honum þegar mikið er í húfi, um dýra vöru er að ræða. í slíkum tilvikum reynist best að Bretinn Paul Staf- ford kenndi á nám- skeiðinu. finna þarfir og áhuga viðskiptavinar- ins og sýna honum fram á hve vel varan fullnægi þörfum hans. Það er á þessum nótum sem nám- skeið Hagvangs er byggt upp. SPIN líkanið hefur verið þróað af Huthwaite með því að rannsaka hvaða hegðun hafi skilað mestum árangri í sölu. Margir sölumenn halda að vænlegt sé að þylja upp alla kosti sem vara hafi upp á að bjóða. Þetta er rangt! Mun vænlegra er að spyrja spuminga, þótt það sé tímafrekt, til að komast að því hvaða þarf- ir séu fyrir hendi. Þá er stórt skref stigið - og mik- ið fundið! Þá hefst mikil vinna hjá góðum sölu- manni. Hann þarf að gera þörfina kröftuga, koma kaupandanum í skilning um að hann sé raunverulega að missa af einhverju miklu kaupi hann ekki vöruna. Góður sölumaður veit nefni- lega sem er að það er þörf kaupa- ndans og löngun hans sem að lokum ráða úrslitum - sem selja vöruna. ÞÁTTTAKENDUR LÁTNIR LEIKA OG LIFASIGINN í HLUTVERK Á námskeiðinu er miklum tíma var- ið í að láta þátttakendur leika hlutverk seljenda og kaupenda á víxl. Þeir, sem leika seljendur, fá dálitlar upplýs- ingar um fyrirtækið sem á að kaupa vöruna. Það er svo þeirra að komast að því hve þörfin, getan og áhuginn á að kaupa eru mikil hjá fyrirtækinu. Þeir, sem leika stjómendur þess fyrirtækis, kaupendurna, fá hins veg- ar ítarlegar upplýsingar um rekstur- inn, fjárhagsstöðuna og hvaða áhyggj- ur hrjái þá helst varðandi reksturinn. TEKUR TIMA AÐ ÞJALFAST Ljóst er að SPIN tæknin lærist ekki af sjálfu sér. Til þess er nám- skeiðið. Hins vegar hefur það sýnt sig að þeir, sem taka þátt í námskeiðum hjá Huthwaite, ná venjulega ekki há- marksárangri fyrr en tveimur til þremur vikum eftir námskeiðið. Þeir hafa þá öðlast reynslu og þjálfun í að tileinka sér þessa tækni. 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.