Frjáls verslun - 01.10.1996, Blaðsíða 19
33 ára. Frosti Sigurjónsson, forstjóri Nýherja. Það er
78. stærsta fyrirtæki landsins.
33 ára. Þorsteinn M. Jónsson, framkvæmdastjóri Vífil-
fells, Coca-Cola. Það er 61. stærsta fyrirtæki landsins.
undanfömum mánuðum hafa sex stórfyrirtæki ráð-
ið fólk í kringum þrítugt í starf forstjóra. Þetta eru
ísal, ÚA á Akureyri, Vffilfell, Nýherji, DV og
Kaupþing. Flestir þeirra, sem standa upp úr stólunum,
teljast ekki aldraðir - þeir eru á sextugsaldrinum. Hvað er
að gerast? Eru ungir forstjórar að komast í tísku og eru
stjórnendur að setjast í helgan stein fyrr en áður?
Hinir sex ungu forstjórar, sem valdir hafa verið til að
leiða fyrrnefnd fyrirtæki inn í 21. öldina, eru: Rannveig
Rist, 35 ára, hjá ísal, Guðbrandur Sig-
urðsson, 35 ára, hjá ÚA, Þorsteinn M.
Jónsson, 33 ára, hjá Vífilfelli, Coca-Cola,
(titlaður framkvæmdastjóri), Frosti Sig-
urjónsson, 33 ára, hjá Nýherja, Eyjólfur Sveinsson, 32
ára, hjá Frjálsri fjölmiðlun, DV, (titlaður framkvæmda-
stjóri), og Bjami Ármannsson, 28 ára, hjá Kaupþingi.
Öll eru fyrirtækin í mismunandi atvinnugreinum. ísal
framleiðir ál og er stærsta iðnfyrirtæki landsins. ÚA veiðir
og vinnur fisk og er stærsta fiskvinnslufyrirtæki landsins.
Vífilfell framleiðir og selur Coca-Cola og er stærsti fram-
leiðandi gosdrykkja hérlendis. Frjáls fjölmiðlun, DV, er í
fjölmiðlun og prentun. DV er annað stærsta dagblað lands-
ins. Nýherji selur tölvur, tækni og tækniþjónustu og er
stærsta tölvufyrirtæki landsins. Kaupþing er stærsta
verðbréfafyrirtæki landsins.
Tvö þessara fyrirtækja eru mjög lokuð einkafyrirtæki,
Vífilfell og DV. Eitt er alþjóðlegt, ísal. Það er í eigu
Alusuisse. Tvö eru svonefnd almenningshlutafélög, ÚA
FORSÍÐUGREIN
28 ára. Bjarni Ármannsson, verðandi forstjóri Kaup-
þings. Það er 325. stærsta fyrirtæki landsins en stærsta
verðbréfafyrirtækið.
19