Frjáls verslun - 01.10.1996, Blaðsíða 28
FJÁRMÁL
frá sanna einmitt þá þróun. Hægt er
að tilgreina dæmi um þá óheillaþróun
bæði á Ítalíu og í Englandi. í Englandi
eru lið eins og Manchester United,
Liverpool og Arsenal orðin stórveldi
og á Ítalíu er það AC-Milan, Juventus
og nokkur önnur lið. Þau sanka að sér
20-30 mönnum og litlu félögin sitja
uppi með að fá ekkert fyrir þá. Leik-
mennimir bíða sjálfir eftir því að losna
og komast á samninga hjá þeim stóru.
Þetta verður líklega þróunin hér-
lendis og eftir því sem árin k'ða mun
félögunum fækka, því miður. Hér
hafa KR og Skaginn verið að bítast um
stærstu nöfnin undanfarin ár. Þau
hafa einnig getað fjárfest gífurlega á
sínum íþróttasvæðum. Við hjá Fram
ætlum að reyna að varast það að fest-
ast í þessu formi. Við viljum frekar
einbeita okkur að því að búa til góða
leikmenn og fá í mesta lagi 2-3 leik-
menn til að ganga til liðs við okkur á
hverju ári,“ sagði Ólafur.
GUÐMUNDUR BEN.
HJÁKR
Guðmundur Benediktsson leikmaður
í KR segir þetta um Bosmanmálið:
„Segja má að með tilkomu svokall-
aðs Bosmansdóms um sölu á leik-
mönnum, hafi nokkur breyting orðið á
íslandi. Fyrir daga hans gátu félögin
sjálf krafist meirihluta peninganna við
sölu á leikmönnunum. Eftir að dómur
gekk í Bosmanmálinu geta leikmenn
sjálfir fengið stærri hluta peninganna
við sölu leikmanna á milli liða. Bos-
man hefur einnig gert það að verkum
að nú er auðveldara fyrir leikmenn að
komast út. Ég held einnig að menn
geri styttri samninga í einu,“ segir
Guðmundur.
STEINÞÓR HARALDSSON
HJÁ RÍKISSKATTSTJÓRA
Skattamál íslenskrar íþróttahreyfing-
ar, og þá helst knattspymunnar, hafa
undanfarin ár verið töluvert í umræð-
unni og sú skoðun áberandi að ís-
lenskir knattspyrnumenn og þjálfarar
hefðu óhreint mjöl í pokahorninu
varðandi skattgreiðslur á tekjur.
Steinþór Haraldsson, yfirlögfræðing-
ur ríkisskattstjóra segir að þessi mál
hafi verið í ólestri en standi mun betur
í dag.
„Við erum búnir að greina vand-
ann, skipast á skoðunum við íþrótta-
félögin og þannig hreinsað andrúms-
loftið. Aðalvandinn var sá að koma
öllum bókhaldslyklum í lag. Segja má
að skattamál knattspymunnar í dag
séu nú að mestu tæknilegs eðlis,“
segir Steinþór.
„Það er erfitt að fullyrða um það að
aðilar í knattspymunni gefi tekjur sín-
ar fullkomlega upp til skatts. Félög,
sem vönd em að virðingu sinni, eru
með þessi mál í lagi hjá sér. Hins
vegar er það ekki algilt og við höfum
gert rassíur af og til. Það hefur gengið
svo langt að skattrannsóknarstjóri
Eggert Magnússon, formaður KSÍ.
hefur gert kannanir meðal aðila um
skil þeirra og þurft hefur að tukta
menn til. Okkur hefur ef til vill ekki
gengið of vel að greina tekjur manna
niður í smáatriði en höfum reynt að
bæta úr því, meðal annars með fund-
um okkar við KSÍ.
Það er eilíft deilumál um hvað eigi
að vera skattskylt í íþróttarekstri og
hvað eigi að vera undanþegið skatt-
greiðslum. Umræða hefur verið í
gangi um að skattafrádráttur fáist
fyrir alla þjálfun í yngri flokkunum.
Bent hefur verið á það hve gagnlegt
starf það sé fyrir ungu kynslóðina,
forvamarstarf sem ekki megi íþyngja
um of. Grunnur íslensku skatta-
löggjafarinnar er byggður á danskri
fyrirmynd og við höfum notast við
dönsku regluna í sambandi við íþrótt-
imar. Hún miðast við að skattafrá-
dráttur fæst fýrir skóm, fatnaði og
öðrum útbúnaði eða fyrir dagpeninga.
Mín skoðun er hins vegar sú að
skattleggja eigi alla þessa starfsemi
en styrkja hins vegar íþróttahreyfing-
una alveg í botn því í henni fer fram
afskaplega gott forvamarstarf. Við
viljum samt ekki að hin dauða hönd
kerfisins leggist á knattspymuna sem
gæti dregið úr þeim jákvæðu hliðum
sem íþróttimar hafa á unga fólkið,“
segir Steinþór.
EGGERT MAGNÚSSON,
FORMAÐUR KSÍ
Eggert Magnússon, forseti KSÍ, tel-
ur að íslensk knattspyrna standi á
traustum gmnni. Allir íslenskir knatt-
spymumenn í 1. deild em á samningi
og hann hafi það á tilfinningunni að
greiðslur, þar með taldar bónus-
greiðslur, séu byggðar á raunhæfum
tölum. Skattamál hreyfingarinnar hafi
verið nokkuð í umræðunni fyrir
nokkrum árum en nú sé mun minna
um þau rætt, enda séu félögin allflest
ef ekki öll búin að gera hreint fyrir
sínum dyrum í þeim efnum.
LÚKAS KOSTIC,
WÁLFARI KR
Lúkas Kostic, þjálfari KR í knatt-
spyrnu, hefur töluverða þekkingu á
íslenskri knattspyrnu og hann hefur
einnig samanburð erlendis frá. „Við
höfum þann háttinn á hjá KR að leik-
menn þurfa ekki að hafa neinar
áhyggjur af fatnaði fyrir æfingar og
leiki, það er allt kostað af félaginu og
við sjáum einnig um að þvott á fatn-
aði,“ segir Lúkas.
„Ég held að atvinnumennska kom-
ist seint á hérna á íslandi, til þess er
allt of smátt í sniðum. En við kom-
umst nær hálfatvinnumennskunni ef
við stöndum okkur vel í Evrópu-
keppninni. Við erum ekkert svo langt
frá því, til dæmis munaði ekki miklu
að KR kæmist áfram í þriðju umferð í
Evrópukeppni bikarhafa því sænska
28