Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1996, Blaðsíða 71

Frjáls verslun - 01.10.1996, Blaðsíða 71
FÓLK Qann 22. október sl. átti Garnbúðin Tinna 15 ára starfsafmæli. Stofnandi og eigandi versl- unarinnar er Auður Krist- insdóttir. Auður er fædd á Patreks- firði árið 1946, dóttir hjón- anna Kristins Jónssonar og Magndísar Magnúsdóttur. Hún bjó á Patreksfirði öll sín uppvaxtarár en fór svo í Núpsskóla í Dýrafirði á unglingsárunum. Þaðan lá leiðin í lýðháskóla í Noregi þar sem hún dvaldi einn vet- ur. Þegar hún kom heim hóf hún nám í Kennaraskólan- um og útskrifaðist þaðan með handmenntakennslu sem sérgrein árið 1969. Að námi loknu tók hún við starfi skólastjóra í Flatey á Breiðafirði í eitt ár en kenndi svo bæði almenna kennslu og handmennt við Víðistaðaskóla í Hafnarfirði næstu 10 árin. PRJÓNAÐ 0G HEKLAÐ Árið 1981 stofnaði Auður Garnbúðina Tinnu. Fyrstu árin starfaði hún að mestu leyti ein í smásöluverslun. Auður Kristinsdóttir, 50 ára, eigandi Garnabúðarinnar Tinnu í Hafnarfirði. Auður er fædd og uppalin á Patreks- firði. Hún kenndi handmennt í 10 ár við Víðistaðaskóla en hætti í kennslunni og stofnaði sitt eigið fyrirtæki. FV-mynd: Kristín Bogadóttir Samhfiða Prjónablaðinu Ýr eru gefin út tvö önnur, „Ungbarnablaðið Tinna“ og „NÚ PRJÓNUM VIГ. Sem kennari hefur Auður brennandi áhuga á kennslu og fræðslumálum. Sá áhugi varð til þess að hún stofnaði Pijónaskólann Tinnu sl. vetur. Skólinn býður upp á námskeið í prjóni bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Einnig er hægt að læra sér- staklega myndprjón, sokka- prjón, dúkaprjón og hekl. Aðsóknin hefur verið fá- dæma góð og milli tvö og þrjú hundruð konur munu sækja námskeið í prjóna- skólanum á þessu hausti. Aðspurð segir Auður að aðeins einn karlmaður hafi sótt námskeið hjá skólanum í fyrra en fleiri hafi sýnt áhuga og hún vonist til að þeir láti sjá sig í haust. GAMAN AÐ FERÐAST Ferðalög eru ofarlega á blaði hjá Auði þegar spurt er um áhugamál og þá bæði innanlands og utan. Það kemur sér vel því að tals- verð ferðalög fylgja starfi AUÐUR KRISTINSDÓTTIR Á GARNBÚÐINNITINNU En fyrirtækið hefur vaxið og dafnað jafnt og þétt og í dag er starfrækt heildsala með prjónagarn, blaðaútgáfa og Prjónaskólinn Tinna. Heildsalan selur gam í verslanir, bæði á höfuð- borgarsvæðinu og á flestum þéttbýfisstöðum út um land. Auk þess rekur Auður sér- verslun í Hafnarfirði því eins og hún segir sjálf er nauð- synlegt að vera í tengslum við viðskiptavinina til að vita hvar eftirspurnin liggur. Að jafnaði starfa um átta manns hjá fyrirtækinu í 5-6 stöðu- gildum. Auður og samstarfsfólk hennar ráku sig fljótt á að það vantaði prjónauppskrift- ir á íslensku og réðust því í það vandasama verk fyrir átta árum að gefa út blað sem innihéldi slíkar upp- skriftir. Hlaut það nafiiið „Prjónablaðið Ýr“ og í því er að finna bæði íslenska hönn- un og erlenda. „Blaðið er nú gefið út í um fimm þúsund eintökum, þar af fara yfir tvö þúsund til áskrifenda. Restin selst svo upp á 2-3 mánuðum sem sýnir hvað þörfin er gífurleg fyrir blað af þessu tagi,“ segir Auður. hennar. Eiginmaður Auðar er Leiknir Jónsson en hann hefur staríað með henni í búðinni sl. 5 ár, aðallega við bókhald og á lager. Börnin eru þrjú, Hugi, 27 ára, sem er markaðsstjóri fyrirtækis- ins í hlutastarfi meðfram námi sínu, Bogi, 22 ára iðn- skólanemi, og Auður Magn- dís, 14 ára grunnskólanemi. TEXTI: BRYNDÍS JÓNSDÓTTIR MYNDIR: KRISTÍN BOGADÓTTIR 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.