Frjáls verslun - 01.10.1996, Side 71
FÓLK
Qann 22. október sl.
átti Garnbúðin Tinna
15 ára starfsafmæli.
Stofnandi og eigandi versl-
unarinnar er Auður Krist-
insdóttir.
Auður er fædd á Patreks-
firði árið 1946, dóttir hjón-
anna Kristins Jónssonar og
Magndísar Magnúsdóttur.
Hún bjó á Patreksfirði öll sín
uppvaxtarár en fór svo í
Núpsskóla í Dýrafirði á
unglingsárunum. Þaðan lá
leiðin í lýðháskóla í Noregi
þar sem hún dvaldi einn vet-
ur. Þegar hún kom heim hóf
hún nám í Kennaraskólan-
um og útskrifaðist þaðan
með handmenntakennslu
sem sérgrein árið 1969. Að
námi loknu tók hún við starfi
skólastjóra í Flatey á
Breiðafirði í eitt ár en
kenndi svo bæði almenna
kennslu og handmennt við
Víðistaðaskóla í Hafnarfirði
næstu 10 árin.
PRJÓNAÐ 0G HEKLAÐ
Árið 1981 stofnaði Auður
Garnbúðina Tinnu. Fyrstu
árin starfaði hún að mestu
leyti ein í smásöluverslun.
Auður Kristinsdóttir, 50 ára, eigandi Garnabúðarinnar
Tinnu í Hafnarfirði. Auður er fædd og uppalin á Patreks-
firði. Hún kenndi handmennt í 10 ár við Víðistaðaskóla
en hætti í kennslunni og stofnaði sitt eigið fyrirtæki.
FV-mynd: Kristín Bogadóttir
Samhfiða Prjónablaðinu Ýr
eru gefin út tvö önnur,
„Ungbarnablaðið Tinna“ og
„NÚ PRJÓNUM VIГ.
Sem kennari hefur Auður
brennandi áhuga á kennslu
og fræðslumálum. Sá áhugi
varð til þess að hún stofnaði
Pijónaskólann Tinnu sl.
vetur. Skólinn býður upp á
námskeið í prjóni bæði fyrir
byrjendur og lengra komna.
Einnig er hægt að læra sér-
staklega myndprjón, sokka-
prjón, dúkaprjón og hekl.
Aðsóknin hefur verið fá-
dæma góð og milli tvö og
þrjú hundruð konur munu
sækja námskeið í prjóna-
skólanum á þessu hausti.
Aðspurð segir Auður að
aðeins einn karlmaður hafi
sótt námskeið hjá skólanum
í fyrra en fleiri hafi sýnt
áhuga og hún vonist til að
þeir láti sjá sig í haust.
GAMAN AÐ FERÐAST
Ferðalög eru ofarlega á
blaði hjá Auði þegar spurt er
um áhugamál og þá bæði
innanlands og utan. Það
kemur sér vel því að tals-
verð ferðalög fylgja starfi
AUÐUR KRISTINSDÓTTIR
Á
GARNBÚÐINNITINNU
En fyrirtækið hefur vaxið og
dafnað jafnt og þétt og í dag
er starfrækt heildsala með
prjónagarn, blaðaútgáfa og
Prjónaskólinn Tinna.
Heildsalan selur gam í
verslanir, bæði á höfuð-
borgarsvæðinu og á flestum
þéttbýfisstöðum út um land.
Auk þess rekur Auður sér-
verslun í Hafnarfirði því eins
og hún segir sjálf er nauð-
synlegt að vera í tengslum
við viðskiptavinina til að vita
hvar eftirspurnin liggur. Að
jafnaði starfa um átta manns
hjá fyrirtækinu í 5-6 stöðu-
gildum.
Auður og samstarfsfólk
hennar ráku sig fljótt á að
það vantaði prjónauppskrift-
ir á íslensku og réðust því í
það vandasama verk fyrir
átta árum að gefa út blað
sem innihéldi slíkar upp-
skriftir. Hlaut það nafiiið
„Prjónablaðið Ýr“ og í því er
að finna bæði íslenska hönn-
un og erlenda. „Blaðið er nú
gefið út í um fimm þúsund
eintökum, þar af fara yfir
tvö þúsund til áskrifenda.
Restin selst svo upp á 2-3
mánuðum sem sýnir hvað
þörfin er gífurleg fyrir blað
af þessu tagi,“ segir Auður.
hennar. Eiginmaður Auðar
er Leiknir Jónsson en hann
hefur staríað með henni í
búðinni sl. 5 ár, aðallega við
bókhald og á lager. Börnin
eru þrjú, Hugi, 27 ára, sem
er markaðsstjóri fyrirtækis-
ins í hlutastarfi meðfram
námi sínu, Bogi, 22 ára iðn-
skólanemi, og Auður Magn-
dís, 14 ára grunnskólanemi.
TEXTI: BRYNDÍS JÓNSDÓTTIR MYNDIR: KRISTÍN BOGADÓTTIR
71