Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1996, Blaðsíða 56

Frjáls verslun - 01.10.1996, Blaðsíða 56
HVERNIG fl AÐ META VERB HLUTflBRÉFA? at á verðgildi hlutabréfa er blanda vísinda og innsæis. Grunnreglan er „kauptu á lágu verði og seldu á háu verði“. Vandinn er sá að vita hvenær verðið er lágt og hvenær það er hátt. Til að meta þetta hafa menn sfðustu ár- hundruðin (viðskipti í kauphöllinni í New York hafa farið ffam í rúmlega 200 ár) reynt að finna út einhverjar leiðir að þessu marki. Leiðimar eru orðnar ansi margar og reynd- in er sú að það virðist ekki vera nein ein leið sem stenst öll próf. Aðferðarfræðunum hefur verið skipt í tvennt, sk. tæknilega greiningu og grunngreiningu. TÆKNILEG GREINING Lengi vel voru línurit og lestur þeirra álitinn besti kosturinn. Þá voru menn búnir að liggja lengi yfir sögu- legum gögnum og reyndu að lesa úr gröfuniun einhverjar reglur um það hvemig hlutabréfamarkaðurinn hegð- aði sér. Hér fyrir neðan em nokkur dæmi um slíkar reglur. í gröfum em sk. toppar og botnar. Ef verð á hlutabréfi hefur almennt farið hækkandi á að selja þegar farið er neðar en næsti botn á undan (B). Verð er talið hafa náð lágmarki ef næsti botn er hærri en sá sem fyrir var og þegar farið er yfir toppinn á milli (C) ætti að kaupa (D). Ef verð hefur sveiflast á þröngu bili í langan tíma á að selja þegar verðið fer niður fyrir þetta bil en kaupa ef verð fer upp fyrir bilið, sbr.mynd. Reglumar em miklu fleiri en þær sem hér em sýndar. Reynslan af þessari tækni er umdeild. Sumir trúa á þetta og haga sér samkvæmt því. TEXTI: TÓMAS ÖRN KRISTINSSON En almennt hefur þessi tækni verið á undanhaldi. GRUNNGREINING Hin leiðin felst í skoðun á reikning- um hlutafélaganna, mati á stjómend- um og hagstærðum. Grundvallarhug- takið í þessum kenningum er það að verðið, sem á að greiða fyrir hluta- bréf, sé núvirði framtíðar arð- greiðslna. Þá setur fjárfestirinn sér einhverja ávöxtunarkröfu og núvirðir arðgreiðslur sem væntanlegar em í framtíðinni. Gallinn við þessa aðferð er aðaUega sá að erfitt er að sjá fyrir hveijar arðgreiðslumar verða í fram- tíðinni. Það veldur vandræðum, sér- staklega hér á landi að skattaleg áhrif valda því að arðgreiðslur em ekki endilega réttlætanlegur mælikvarði á arðsemi fyrirtækisins. Því er rétt að nota hagnað í stað arðgreiðslna. Það, sem aðallega er horft á í verð- mati, er: Eigið fé, upplausnarvirði, hlutfall skulda á móti eigin fé, lausa- íjárhlutfall, handbært fé frá rekstri og síðan ýmis hlutföll tengd markaðs- verði svo sem A/V hlutfallið, L/I hlut- fallið (Q hlufall) og V/H hlutfallið. Hér verður farið lauslega yfir hlutföllin sem tengjast markaðsverði. Þessi hlutföll em reiknuð út daglega af Verðbréfaþingi íslands og birt opin- berlega, t.d. í Morgunblaðinu. A/V HLUTFALLIÐ (ARÐUR/VERÐ) Þetta hlutfall er stundum kallað raunarður því það sýnir hver arð- greiðslan var í hlutfalli af markaðs- verði en ekki nafnverði. 10% arður í fyrirtæki, sem hefur verðið 1, er 10% arðsemi fyrir eigandann. En 10% arður í fyrirtæki, sem hefur verð- ið 2, er einungis 5% arðsemi fyrir eigandann. A/V hlutfallið segir tii um það hvemig eigandi hlutabréf- anna fær greidda vexti af því fjár- magni sem hann lagði í fyrirtækið. En þar sem hagnaður er yfirleitt ekki allur greiddur út sem arður þarf einn- ig að skoða fleiri hluti. Þar er L/I efst á blaði. L/l HLUTFALLIÐ (LOKAVIRÐI/INNRA VIRÐI, „Q-HLUTFALLIÐ") Þetta hlutfall segir til um mat mark- aðarins á fyrirtækinu sem hlutfall af reiknuðu virði þess samkvæmt bók- haldi. Ef hlutfallið er 1 þá álítur mark- aðurinn að fyrirtækið sé einungis þess virði sem eignir að frátöldum skuldum segja til um. Þar með er markaðurinn að segja að framtíð- artekjur fyrirtækisins séu það litl- ar að þær skipti engu máli. En ef L/I hlutfallið er 2 þá segir markað- urinn að framtíðartekjur geri fyrirtækið helmingi verðmeira en bókfært verð þess segir til um. V/H HLUTFALLIÐ (VERÐ/HAGNAÐI) V/H hlutfallið getur sagt til um hvað langan tíma það tekur fyrirtækið mið- að við hagnað að greiða upp það verð sem er á hlutabréfunum. 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.