Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1997, Side 22

Frjáls verslun - 01.05.1997, Side 22
Forystumenn ungra sjálfstæbismanna og framsóknarmanna taka ráðherra - hverjirséu kostir þeirra oggallar. I raun Qijáls verslun hefur fengið þá Guðlaug Þór Þórðar- son, formann Sambands ungra sjálfstæðismanna, SUS, og Árna Gunnarsson, formann Sambands ungra framsóknarmanna, SUF, til að gefa ráðherrunum í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, ríkis- stjórnar Davíðs Oddssonar, einkunn í tilefni 2 ára afinælis ríkisstjórnarinnar um þessar mundir. Til að fá skarpari lín- ur og skemmtilegri dóma er sá háttur hafður á að þeir fé- lagar dæma eingöngu ráðherra samstarfs- flokksins en ekki eigin flokks. Þannig dæm- ir Guðlaugur Þór eingöngu ráðherra Fram- sóknarflokksins og Arni ráðherra Sjálfstæð- isflokks. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar var mynd- uð í apríl 1995 og tók aðeins nokkra daga að slípa hana saman. Eftir að hafa stigið í vænginn við Alþýðuflokkinn í upphafi kúventi Sjálfstæðisflokkurinn skyndilega og hóf viðræður við Framsóknarflokkinn. MYNDIR: KRISTÍN BOGADÓTTIR Bæði Guðlaugur Þór og Árni telja þessa ríkisstjórn vera góða og gefa henni ijórar stjörnur af fimm möguleg- um. Það vekur athygli að þeir gefa stjórninni hærri ein- kunn en flestum ráðherrunum. Þetta þýðir að þeir líta svo á að ráðherrarnir vinni vel saman og vegi á vissan hátt hver annan upp. Báðir telja að helsta afrek þessarar stjórnar sé að hafa haldið uppi stöðugleika í atvinnulífinu sem sé forsenda bættra lífskjara. Jafnframt telja þeir það afar ánægjulegt að markmiðið um hallalaus íjárlög sé að nást - í fýrsta skipti í tólf ár. Báð- ir eru tiltölulega sáttir við kvótakerfið í sjáv- arútvegi þótt Árni telji skorta á umræður um einhverjar breytingar á kerfinu. Þeir eru sammála um að þessi ríkisstjórn hafi þann stíl að vinna hægt og hljótt - sem ekki verði sagt um síðustu ríkisstjórn. Af einstökum verkum ríkisstjórnar- innar er Guðlaugur Þór meðal annars óánægður með hinn nýja búvörusamning. Þar átti að ganga lengra í að auka TEXTI Jón G. Hauksson 22

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.