Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1997, Page 16

Frjáls verslun - 01.11.1997, Page 16
Talið frá vinstri: Ólafur Hannibalsson höfundur, Jón Ingvarsson, stjórnarformaður SH, Friðrik Pálsson, forstjóri SH, Hjalti Einarsson höfundur og Jón Hjaltason höfundur. FV-myndir: Geir Ólafsson. Helgi Helgason, fréttamaður hjá RÚV, og Jón Ingvarsson, stjórnarformaður SH, Iesa á milli línanna. SHIÞREMUR BINDUM ölumiðstöð hrað- íirystihúsanna hef- ur látið skrá sögu fyrirtældsins og var því fagnað fyrir skömmu að útgáfu verksins er nú lokið og það komið út í þremur bindum. Höfund- arnir eru þrír, Hjaltí Ein- arsson, Ólafúr Hannibals- son og Jón Hjaltason. Samtals er verkið tæplega 1200 blaðsíður og prýtt fjölda mynda. Hið íslenska bókmenntafélag annaðist útgáfuna. Birgir Ómar Haraldsson, starfsmaður íslandsbanka, fýrrum stjorn- andi Jökla, og Sverrir Kristinsson, formaður Hins íslenska bókmennta- félags sem annaðist ut- gáfu sögu SH. Hrönn Greipsdóttír mun taka við starfi framkvæmda- stjóra Bændahallarinnar 1. mars 1998. í ELDLÍNUNNI rönn Greipsdóttir hefur verið ráðin fram- kvæmdastjóri Bændahallarinnar sem stýrir tveimur stórum hótelum í Reykjavík, bæði Hótel Sögu og Hótel íslandi. Hún tekur við stjórnar- taumunum af Konráð Guðmundssyni sem hefur verið í framlínu hótelrekstrar á Melunum í um 30 ár. Hrönn er alin upp við að taka á móti gestum en hún óx úr grasi austur á Geysi í Haukadal en þangað koma flestir ferðamenn sem leggja leið sína til íslands. For- eldrar hennar eru: Greipur Sigurðsson og Kristín Sig- urðardóttir frá Úthlíð. Sigurður Greipsson, bóndi, glímukappi og frumkvöðull á Geysi, var föðurafi Hrannar. Hrönn varð stúdent frá MH árið 1986 og hóf störf hjá ferðaskrifstofunni Úrval-Útsýn. Hrönn lærði síðan viðskiptafræði og stjórnmálafræði við Háskóla íslands og útskrifaðist þaðan vorið 1992. Hún vann öll sumur með náminu hjá Úrval-Útsýn og skrifaði kandídatsrit- gerð í viðskiptafræði um svokallaðar hvataferðir. Eftir námið varð hún deildarstjóri hjá Úrval-Útsýn og ann- aðist m.a. hvataferðir. Hún settist síðar aftur á skóla- bekk og lærði stjórnun og rekstrarfræði við City Uni- versity Business School í London og lauk MBA prófi þaðan í haust með tjármál sem sérsvið. Hrönn er gift Sigurði Skagtjörð Sigurðssyni, svæð- isstjóra Flugleiða í London. Hún hefur starfað töluvert að félagsmálum með námi og starfi og setið t.d. í stjórn ímarks - íslenska markaðsklúbbsins og í stjórn Mágusar, félags viðskiptafræðinema, og auk þess starfað íýrir íslendingafélagið í London þar sem hún hefur verið búsett. Hrönn og Sigurður eiga tvær dætur. Hrönn sagði í viðtali við Fijálsa verslun 1993 að ferðalög og göngu- ferðir væru áhugamál hennar en þegar hún þyrfti að slaka á og fyllast orku á ný þá væri best að leita heim í sveitina austur í Biskupstungum og njóta þar kyrrðar náttúrunnar. SO 16

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.