Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1997, Page 40

Frjáls verslun - 01.11.1997, Page 40
fiVki TMHttl '/<90* tlr«.rt DUIXIMAINE ^NNAY CALIf CAOWK rj»ouiu*y ' Kor/£ C0WS0U£: '^ondc ger .«'3*1 Dr. vOOvSEK blis-Les Clos GRAND CRU ’ Sj 1995 'Æ Ikrnkaslclcr Lo>' " Ricsliny Kaliinctt trockcn Áhugaverðustu hvítvínin á sérlistanum, að mati Sigmars. drekka strax. Næst eru þar risarnir frá Bordeaux sem koma frá sama fyrirtæk- inu, Baron Philippe De Rotschild. Þessi vín eru Chateau Clerc Milon 1992 á kr. 4360,-, Chateau d’Armaihac 1992 á kr. 4.200,- og loks Chateau Mouton Rothschild 1987 á kr. 14.840,-. Öll eru vínin úr Pauilac hreppi. Vitaskuld eru öll þessi vín frábær á sinn hátt. Eg geri þó varla ráð fyrir því að margir vínáhugamenn kaupi sér kassa af Chateau Mouton Rotschild á 178.000 krónur, en hins vegar vil ég svo sannarlega mæla með Chateau d’Armaihac 1992 á 4.200 krónur. Þetta er mikið vín og sannur fulltrúi Pauilac, hefur til að bera alla kosti góðs Bordeaux víns. Þetta verð er allt í lagi — vínið er tilbúið til drykkjar en mun stöðugt batna næstu árin — það verður frábært aldamóta- árið 2000. Þá vil ég sérstaklega benda á vínin frá Chapoutier bræðrunum sem koma úr Rónardalnum. Upp úr 1970 og fram undir 1990 var einhver lægð í Chapuotier vínunum. Það hefur breyst síðan bræðurnir Marc og Michel tóku við fyrirtækinu af föður sínum. Vín þeirra bræðra hafa orðið feikna vinsæl á síðari árum, enda eru gæði vína þeir- ra eins og best verður á kosið. Þetta eru sólbrennd vín, mögnuð - þeim er einhver óskiljanlegur kraftur. I þeim má finna fjólu- eða blómaangan og kryddað bláberjabragð með keim af svörtum pipar. Þetta eru vín sem á einhvern hátt passa Islandi svo vel. Cote-Rotie 1994 kost- ar 3.400,-. Þetta vín á einstaklega vel með lambakjöti og hvítlauk, en einnig hreindýri. Það á þó eftir að þroskast og verða enn betra. Hermita- ge 1993 er á kr. 2.640,-. Það er úr- vals vín með villi- bráð, rjúpum og gæs — já, hvers vegna ekki með kalkún sem er borinn fram með kryddaðri fyll- ingu? Það er gaman að bera þetta vín sam- an við annað Hermitage vín sem einn- :onT*o Cote-Rotie 1994 kostar 3.400 krónur flaskan. Þetta rauðvin á einstaklega vel við með lambakjöti og hvítlauk - og einnig hreindýri. ig er á sérpöntunarlistanum. Hermit- age La Chapelle 1992 firá Paul Jaboulet, þetta vín er fínlegra og við- kvæmra en það frá Chapoutier; sem sagt tvö öndvegis vín en þó ólík. Þá vil ég benda á afar fínlegt — hreint ynd- islegt vín frá Joseph Drouhin í Burgund, Gevrey-Chambertin Champeaux 1991 á kr. 3.980,- sem verður að segjast eins og er að er fínt verð miðað við gæði. Þetta er kvenlegt vín, fínt og milt - unaðslegt að drekka eitt og sér, tilfinningin min- nir á sumar og sól. Þá vil ég nota tækifærið og mæla með risa frá Ástralíu, risa í tvöfaldri merkingu þess orðs. Þetta er vín sem kemur frá öflugu fyrirtæki og er ein- nig stórt vín. Hér á ég við Pen- folds Bin 707 Cabernet Sauvignon 1994 á kr. 6.260,-. Já, þetta er ekki ódýrt vín en það er þó vel þess virði, hver dropi. Þetta er frábært Cabernet vín en þó með öllum sérein- kennum áströlsku vín- anna. Það er svo sannar- lega hægt að mæla með þessu víni með kvöld- verðinum á nýárskvöld árið 2000. Breskur vín- sérfræðingur sagði fyr- ir skömmu að þetta vín væri kóróna ástral- skrar víngerðar. Síð- asta vínið sem ég mæli með, er svo sannarlega vel varðveitt leyndar- mál á sérpöntunarlistan- um, en það er Torres Gran Coronas Mas La Plana 1989 á kr. 3.680,- sem er hreint út sagt frábært verð. Þetta vín er frá hinni frægu Torres fjölskyldu í Pene- des, Barcelona á Spáni. Höfundur þess er mesti vín- gerðarmaður Spánar um þessar mundir, Miguel Torros. Mas La Plana er gert úr Cabernet Sauvignon þrúg- um. Vínið er dimmrautt að lit og einkar ljúft á bragðið. Af því er kirsuberja- og bláberjabragð og svo fínlegt eikarbragð. Mér 40

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.