Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1997, Qupperneq 40

Frjáls verslun - 01.11.1997, Qupperneq 40
fiVki TMHttl '/<90* tlr«.rt DUIXIMAINE ^NNAY CALIf CAOWK rj»ouiu*y ' Kor/£ C0WS0U£: '^ondc ger .«'3*1 Dr. vOOvSEK blis-Les Clos GRAND CRU ’ Sj 1995 'Æ Ikrnkaslclcr Lo>' " Ricsliny Kaliinctt trockcn Áhugaverðustu hvítvínin á sérlistanum, að mati Sigmars. drekka strax. Næst eru þar risarnir frá Bordeaux sem koma frá sama fyrirtæk- inu, Baron Philippe De Rotschild. Þessi vín eru Chateau Clerc Milon 1992 á kr. 4360,-, Chateau d’Armaihac 1992 á kr. 4.200,- og loks Chateau Mouton Rothschild 1987 á kr. 14.840,-. Öll eru vínin úr Pauilac hreppi. Vitaskuld eru öll þessi vín frábær á sinn hátt. Eg geri þó varla ráð fyrir því að margir vínáhugamenn kaupi sér kassa af Chateau Mouton Rotschild á 178.000 krónur, en hins vegar vil ég svo sannarlega mæla með Chateau d’Armaihac 1992 á 4.200 krónur. Þetta er mikið vín og sannur fulltrúi Pauilac, hefur til að bera alla kosti góðs Bordeaux víns. Þetta verð er allt í lagi — vínið er tilbúið til drykkjar en mun stöðugt batna næstu árin — það verður frábært aldamóta- árið 2000. Þá vil ég sérstaklega benda á vínin frá Chapoutier bræðrunum sem koma úr Rónardalnum. Upp úr 1970 og fram undir 1990 var einhver lægð í Chapuotier vínunum. Það hefur breyst síðan bræðurnir Marc og Michel tóku við fyrirtækinu af föður sínum. Vín þeirra bræðra hafa orðið feikna vinsæl á síðari árum, enda eru gæði vína þeir- ra eins og best verður á kosið. Þetta eru sólbrennd vín, mögnuð - þeim er einhver óskiljanlegur kraftur. I þeim má finna fjólu- eða blómaangan og kryddað bláberjabragð með keim af svörtum pipar. Þetta eru vín sem á einhvern hátt passa Islandi svo vel. Cote-Rotie 1994 kost- ar 3.400,-. Þetta vín á einstaklega vel með lambakjöti og hvítlauk, en einnig hreindýri. Það á þó eftir að þroskast og verða enn betra. Hermita- ge 1993 er á kr. 2.640,-. Það er úr- vals vín með villi- bráð, rjúpum og gæs — já, hvers vegna ekki með kalkún sem er borinn fram með kryddaðri fyll- ingu? Það er gaman að bera þetta vín sam- an við annað Hermitage vín sem einn- :onT*o Cote-Rotie 1994 kostar 3.400 krónur flaskan. Þetta rauðvin á einstaklega vel við með lambakjöti og hvítlauk - og einnig hreindýri. ig er á sérpöntunarlistanum. Hermit- age La Chapelle 1992 firá Paul Jaboulet, þetta vín er fínlegra og við- kvæmra en það frá Chapoutier; sem sagt tvö öndvegis vín en þó ólík. Þá vil ég benda á afar fínlegt — hreint ynd- islegt vín frá Joseph Drouhin í Burgund, Gevrey-Chambertin Champeaux 1991 á kr. 3.980,- sem verður að segjast eins og er að er fínt verð miðað við gæði. Þetta er kvenlegt vín, fínt og milt - unaðslegt að drekka eitt og sér, tilfinningin min- nir á sumar og sól. Þá vil ég nota tækifærið og mæla með risa frá Ástralíu, risa í tvöfaldri merkingu þess orðs. Þetta er vín sem kemur frá öflugu fyrirtæki og er ein- nig stórt vín. Hér á ég við Pen- folds Bin 707 Cabernet Sauvignon 1994 á kr. 6.260,-. Já, þetta er ekki ódýrt vín en það er þó vel þess virði, hver dropi. Þetta er frábært Cabernet vín en þó með öllum sérein- kennum áströlsku vín- anna. Það er svo sannar- lega hægt að mæla með þessu víni með kvöld- verðinum á nýárskvöld árið 2000. Breskur vín- sérfræðingur sagði fyr- ir skömmu að þetta vín væri kóróna ástral- skrar víngerðar. Síð- asta vínið sem ég mæli með, er svo sannarlega vel varðveitt leyndar- mál á sérpöntunarlistan- um, en það er Torres Gran Coronas Mas La Plana 1989 á kr. 3.680,- sem er hreint út sagt frábært verð. Þetta vín er frá hinni frægu Torres fjölskyldu í Pene- des, Barcelona á Spáni. Höfundur þess er mesti vín- gerðarmaður Spánar um þessar mundir, Miguel Torros. Mas La Plana er gert úr Cabernet Sauvignon þrúg- um. Vínið er dimmrautt að lit og einkar ljúft á bragðið. Af því er kirsuberja- og bláberjabragð og svo fínlegt eikarbragð. Mér 40
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.