Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1997, Page 58

Frjáls verslun - 01.11.1997, Page 58
' Skemmtileg viðskiptafrétt á árinu var um að súkkulaði- markaðurinn í Evrópu velti tæpum 2 þúsund milljörðum íslenskra króna. Fréttinni fylgdi að kannanir sýndu að þrjár af hverjum fjórum konum í Bandaríkjunum tækju súkkulaði firam yfir kynlíf - þótt þær óskuðu helst eftir hvoru tveggja. Sjá Frjálsa verslun (7. tbl.) gert var ráð fyrir miklum fórnarkostnaði á meðan stöðin væri að hasla sér völl á markaðnum. Stöð 3 brast hins veg- ar kjark til að keppa við Stöð 2. Ein af skemmtílegustu viðskiptafréttum ársins var um „peningaþvott”. The Economist sagði að þvo mættí ástr- alska seðla. Frjáls verslun sannreyndi málið og fékk þennan fimm dollara ástralska seðil í Landsbankanum - og hann stóðst prófið; reyndist vatnsheldur. Sjá Frjálsa verslun (4. tbl.) KAUP MARELS Á CARNITECH Kaup Marels á danska fyrirtækinu Carnitech um miðj- an mars - en kaupin voru staðfest í apríl - verður að teljast með gleðilegri viðskiptafréttum á árinu. Hlutabréf í Marel ruku upp eftir að kaupin voru staðfest. Kaupin hafa þegar sannað gildi sitt. Velta Marels-samsteypunnar hefur tvö- faldast og stór hluti af 101 milljóna króna hagnaði Marels fyrstu sex mánuðina stafaði af hagnaði Carnitech. KAUP ÍS Á GELMER Kaup Islenskra sjávarafurða á franska fyrirtækinu Gelmer um miðjan október hljóta að teljast með helstu tíðindum í viðskiptalífinu á árinu - enda fengu þau mikla umfjöllun. Mest hefur verið Ijallað um aðdraganda kaup- anna en IS keypti Gelmer eftir að keppinauturinn, Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna, haiði átt í kaupviðræðum við franska fyrirtækið um nokkurra mánaða skeið - ekki síst að frumkvæði aðaleigenda Gelmer - og talið sig vera með óyggjandi kaupsamning. En eigendur Gelmer riftu sam- komulaginu og seldu Islenskum sjávarafurðum fyrirtæk- ið. Núna logar allt í málaferlum á milli SH og fyrrum aðal- eigenda Gelmer. Þess má geta að þetta franska fyrirtæki hefur verið rekið með tapi um nokkurt skeið. I því eru þó taldir búa kraftar. Gæóin eru lykillinn MoAal nntonrio f? n lí I IJ I GoldStar GDK sfmstöðvarnar eru stafrænar [digital) ISDN síma- og samskiptastöövar sem henta litlum, meðalstórum og stórum fyrirtækjum. Rúmlega 500 fyrirtæki á Islandi hafa kosið GoldStar símkerfin frá LG Electronics. Eigendur eldri GoldStar símkerfa geta nýtt áfram eldri símtæki og þannig stigið skrefið í ISDN umhverfið með lágmarks tilkostnaði. e Meðal notenda GDK ISDN símstöðva frá 'G Electronics eru: 0 ® LG 51 ístel Síðumúla 37 - 108 Reykjavik S. 588-2800 - Fax. 568-7447 ISDN Umboðsmenn okkar; Eylaradló - Vestmanneeylum, Fjöltæknl-Mureyr/, Hótlðni-Hðfrj, Rafelndatækni-KeHaWk 58

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.