Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1997, Side 63

Frjáls verslun - 01.11.1997, Side 63
( MAT SIGMARS Holtlð, Grllllð og Perlan; þau bestu. Vlð TJörnlna og Þrír Frakkar hjá Úlfari; framúrskarandi fiskveitingastaöir. La Prlmavera; góður, ítalskur staður. Jómfrúln; eitt besta smurbrauð í Evrópu. Hótel Borg; sterk áhrif frá Kaliforníu. Óðlnsvé; mjög traustur staður. Asíuveltlngahúsln; mikil stöðnun. áfram iðju sinni. Erlendir ferðamenn forðast veitingahúsin, m.a. vegna þess að það er að verða þekkt í þeim löndum, sem flestir ferðamenn koma frá til Is- lands, að á íslandi séu veitingar dýrar og hér sé dýrasti bjór í heirni. 1997 - MINNIGÆÐI, LÆGRAVERÐ Veitingahúsarekstur á Islandi er nú að taka á sig nokkuð fastmótaða mynd. Yfir sumartímann eru það erlendu ferðamennirnir sem skipta mestu máli fýrir greinina. Á haustin eru villibráðar- vikurnar orðnar fastur liður og að þeim liðnum taka jólahlaðborðin við. Yfir sumartímann bjóða veitingamenn gjarn- an rétti dagsins á mjög lágu verði, jafn- vel lægra en gerist í nágrannalöndun- um. Sömu sögu má segja um jólahlað- borðin, samkeppnin eykst og verðið lækkar. Laun og verð hráefnis og ann- arra aðfanga hafa hins vegar ekki lækk- að. Þess vegna reyna veitingamennirnir að spara eftir föngum. Þetta heíur haft það í för með sér að gæði hinna svokölluðu sumarmatseðla hafa minnkað og gæði jólahlaðborðanna hafa snarminnkað. Jólahlaðborðin eru sem sagt mun fátæklegri og rninna í þau lagt en áður var, fyrir já svona þremur árum síðan. Það skal þó tekið fram það þetta á ekki við um öll veitingahús en ör- ugglega meirihluta þeirra. Undantekn- ingarnar eru hinsvegar villibráðarvik- urnar. Þar haía gæðin aukist, enda mat- reiðslumenn æ betur að komast upp á lagið með að matreiða villibráð, og þá Sigmar B. Haaksson skrifar reglulega um íslensk veitingahús í Frjálsa verslun. Perlan. t A Hótel Saga. ÞAU ÞRJÚ BESTU Eins og undanfarin ár eru Hótel Holt og Grilliö á Hótel Sögu bestu veitingahús landsins. Nú hefur hins vegar sú breyting oröiö á að Perlan er komin að hlið þessara veitingahúsa. getur villibráð aldrei verið ódýr. Eftir áramótin taka svo við árshátíðir en þeim hefur þó verulega fækkað frá því sem áður var. Æ fleiri fyrirtæki og félög halda nú árshátíðir sínar erlendis. Ferðaskrifstofur geta nú boðið sérlega hagstæðar pakkaferðir eða á bilinu 25- 30.000 krónur á manninn, þ.e.a.s. flug og gistingu á góðum hótelum. Þar sem verð á veitingum, einkum áfengi, er gott víða erlendis þá kjósa stöðugt fleiri starfsmannafélög að halda árshátíðir sínar í útlöndum. Fólkinu gefst svo kost- ur á að versla og fara í leikhús, svo eitt- hvað sé nefnt. Þarna missa íslensku veitingahúsin vænan spón úr aski sín- um, og ekki síður íslensk verslun og svo auðvitað ríkið. Tíminn frá janúar og fram í mars er því íslenskum veitinga- húsum afar erfiður. ÍSLENSKIR MATREIÐSLUMENN í STÖÐUGRISÓKN Ekki var hægt að greina neinar stærri breytingar eða nýjungar í íslensk- um veitingahúsarekstri á árinu. Mikil- vægasta breytingin er þó sú að íslenskir mafreiðslumenn eru stöðugt að verða betri fagmenn. Það má m.a. þakka þátt- töku þeirra í matreiðslukeppnum hér 63

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.