Frjáls verslun - 01.11.1997, Side 66
I
I
I
I
1
]
I
iðskipta- og tölvuskólinn er einkaskóli í nýjum og glæsi- j
legum húsakynnum í Faxafeni 10, í húsi Framtíðar. Skólinn j
hefur þann sveigjanleika sem þarf til þess að geta boðið (
upp á gott starfsnám í takt við þarfir fólksins og vinnumarkaðarins. |
Kannanir hafa verið gerðar á högum nemenda að námi loknu og ^
sýna þær ótvírætt að nám við skólann skilar nemendum stóraukn-
um möguleikum á skrifstofustörfum. 60% nemenda úr sama ár-
gangi hafa fengið störf við hæfi að námi loknu. Þetta vilja forráða-
menn skólans þakka metnaðarfullu starfi kennara og annars starfs-
fólks skólans.
Starfsnám í Viðskipta- og tölvuskólanum er hnitmiðað og nú-
tímalegt og skilar eftirsóttum starfskröftum út á vinnumarkaðinn. j
Skólinn býður upp á fjórar mismunandi námsbrautir auk fjölda sér- (
hæfðra tölvunámskeiða. Námsbrautirnar eru: Almennt skrif- ,
stofunám, Fjármála- og rekstrarnám, Markaðs- og sölunám
og Alhliða tölvunám. Námið á brautunum fjórum stendur í 28 vik- ,
ur og hægt er að velja á milli morguntíma, síðdegis- og kvöldtíma.
NÁM ER FJÁ
Inntökuskilyrði eru mismunandi eftir námsbrautum, allt frá því að
nemendur þurfi einungis að vera 18 ára og hafa lokið grunnskóla-
prófi upp í að þeir séu með stúdentspróf, verslunarpróf eða sam-
bærilegt nám að baki. Vegna mikillar aðsóknar hefur verið ákveðið
að fara af stað með nám á vorönn í febrúar og stendur það fram í
október, þó með eins og hálfs mánaðar sumarleyfi.
Á öllum brautunum er lögð áhersla á tölvunám en síðan er
námsefnið sniðið að þörfum hverrar brautar. Enskuskólinn, sem er
í sömu húsakynnum og Viðskipta- og tölvuskólinn, starfar í sam-
vinnu við hann og sér um alla enskukennslu. í hverjum námshópi
eru 15-18 nemendur. í námslok vinna nemendur á Fjármála- og
rekstrarbraut og Markaðs- og sölubraut lokaverkefni. Verkefnin eru
unnin fyrir fyrirtæki og í lokin eru niðurstöður kynntar fyrir forráða-
mönnum fyrirtækjanna. Síðustu tvær vikurnar fyrir útskrift fara
nemendur í starfsþjálfun þar sem þeir samnýta kunnáttu og leikni
9AK'ivn\ii*íYA-ti\i\\ii'a
66