Frjáls verslun - 01.11.1997, Qupperneq 72
Viðburðir leikhúsársins - o? týnt verðlaunaleikrit
Hramótin eru hefðbundinn tími endurlits og uppgjörs og rit-
stjórinn stingur upp á því, að gagnrýnandinn tilnefni leikrit
ársins, leiksýningu ársins, leikara ársins. Þá verður strax
að játa, að það daufa og heldur drungalega leikhúsár, sem
er senn á enda, býður í því efni ekki upp á rnarga kosti. Þó er í
sjálfu sér engin ástæða til að víkjast undan, enda hafa vikurnar
fyrir jól að venju verið fremur dauður tími í leikhúsunum og það-
an ekki margt frásagnarvert um sinn.
Hvorki Þjóðleikhúsið né Borgarleikhúsið hafa risið hátt á ár-
inu. Hið „íslenska leikár" Þórhildar Þorleifsdóttur varð því
miður að mestu leyti „liaskó“ nema hvað Dómínó Jökuls tókst
ágætlega í sviðsetningu Kristínar Jóhannesdóttur. Báðir söng-
leikirnir - Fagra veröld Karls Ágústs Ulfssonar og Hið ljúfa líf
Benónýs Ægissonar -
voru svo fátæklegir frá
hendi höfunda, að þeir
voru vart á vetur setjandi
og urðu hvorugur sá
áhorfendasegull sem L.R.
þurfti sárlega á að halda.
Völundarhús Sigurðar
Pálssonar og Astarsaga
3 Kristínar Ómarsdótt-
ur voru tilraunir, sem
leikhúsið heíði getað ráð-
ist í til hliðar við vinsælla
efni, en vonandi hafa sýn-
ingarnar skilað gáfuðum
höfundum reynslu sem
þeir eiga eftir að nýta sér
til stærri afreka.
Ef litið er út fyrir stóru
leikhúsin tvö, þá hefur
starfsemi sjálfstæðra at-
vinnuleikhópa oft verið
kröftugri og efnisval
þeirra áhugaverðara en á
árinu 1997. Leikfélag Ak-
ureyrar hefur undir stjórn
nýs leikhússtjóra,
Trausta Ólafssonar,
ekki náð sama flugi og á
tíma Viðars Eggertsson-
ar. Þó sýndi það talsverð-
an metnað í verkefnavali á
fyrra leikári, en hafði ekki
alltaf erindi sem erfiði.
Djarfasta fyrirtækið var
leikfærsla Halldórs E.
Laxness á Vefaranum
mikla frá Kasmír, sem var að ýmsu leyti ágætlega unnin sýning,
þó að leikgerðin sjálf gerði skáldverkinu ekki fullnægjandi skil. A
þessu leikári hættir L.A. hins vegar á fátt og veðjar einkum á
gömul kassastykki eða verk líkleg til vinsælda og væri betur ef
því tækist þannig að rétta sig af eftir síðasta ár.
Hvað varð af ungu leikstjórunum?
Þegar ég leit yfir árið 1996 í sjónvarpsþætti um síðustu ára-
mót, var mér ofarlega í huga sú endurnýjun sem hafði þá átt sér
stað í hópi leikstjóra. Að vísu höfðu ýmsir yngri leikstjórar verið
að sanna sig um alllangt skeið, án þess að hinar rótgrónari stofn-
anir hefðu þar fyrir sýnt kröftum þeirra mikinn áhuga. Þá um
haustið gerðist það svo, að tveir ungir leikstjórar, þeir Baltasar
Kormákur og Hilmar
Jónsson, vöktu verulega
eftirtekt með ágætum sýn-
ingum (Baltasar með Leitt
hún skyldi vera skækja og
Latabæ og Hilmar með
Birtingi i Hafnarfjarðar-
leikhúsinu). Sigrar þeirra
voru til marks um athyglis-
verð kynslóðaskipti innan
leikhússins.
Eg benti á það í um-
ræddum þætti, þar sem
leikhússtjórarnir Stefán
Baldursson og Þórhildur
Þorleifsdóttir voru til and-
svara, að hvorki Þjóðleik-
húsið né Borgarleikhúsið
heíðu brugðist með eðli-
legum hætti við breyting-
unni. Svaraði þjóðleikhús-
stjóri því þá til, að hann
hefði að jafnaði reynt að
taka inn einn nýjan leik-
stjóra á hveiju ári. Það má
svo sem vel vera, að hann
hafi einhverja slíka þumal-
fingursreglu á bak við
eyrað, en hitt er annað mál,
að hún er fráleit, þegar þeir
leikstjórar, sem eru nú á
miðjum aldri, skila ekki
betri verkum en þeir hafa
lengi gert og utan múr-
anna er álitlegur hópur
efnilegs fólks, sem ekki að-
eins það sjálft, heldur um-
Leikari ársins: Eggert Þorleifsson sem Jón Logi í Beinni útsendingu.
72