Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1997, Page 75

Frjáls verslun - 01.11.1997, Page 75
ListirC^mennin? vísandi auglýsingu. í útgáfu Guðjóns á Börnum sólarinnar, sem Nemendaleikhúsið frumsýndi íýrir fáeinum vikum, vottaði ekki fyrir hófstilltu og blæbrigðariku raunsæinu í skáldskaparveröld Gorkís; þarna var allt keyrt upp í fáránlegan ýkju-farsa, silalegt tempóið þó nánast hið sama frá upphafi til enda að undanskildum fáeinum stórfurðulegum „hraðaupphlaupum", búningar sitt úr hverri áttinni, lætin í leikendum stundum blátt áfram óþolandi. Brothætt tragík leiksins var auðvit- að í tætlum, en leikendur fengu þó alltaf stöku hlát- ur frá hinum lítilþægari meðal áhorfenda. I sýningu Listaverksins eftir Yasmina Reza, sem var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í vor og gengur enn við vinsældir í Loftkastalanum, „skreytti“ Guðjón svo tiltölulega hefðbundinn kammerleik fyrir þijá leikendur með „slap-sticki“ og alls kyns uppátækj- um sem voru með öllu óviðkomandi verkinu (kassaveggurinn á baksviðinu sem hrundi með fyrirgangi, byltur og fettur einstakra leikenda o.s.frv.) og tókst þannig að gera sýninguna sennilega þriðjungi lengri en nauðsyn var. Hilm- ir Snær brilljéraði að vísu eina ferðina enn, en Baltasar og Ingvar E. voru oftast að leika skrípó. Þó efast ég ekki eitt andartak um, að þeir hefðu allir staðið sig með sóma undir almennilegri leikstjórn. Þór Rögnvaldsson, höfundur Bualeiks sem hlaut -L verðlaun í sanikeþpni L.R. Viðburðir ársins Þetta yfirlit hefur að miklu leyti snúist um leikstjórana af ástæðum, sem ég vona að lesandinn skilji. Leikstjórinn er mikil- vægur hlekkur í keðju leikhússins, en hann getur aldrei orðið sama uppspretta skapandi listar og skáldið og leikarinn. Ekki ætla ég að ganga svo langt að fullyrða, að þeir atvinnuleikstjórar, sem nú halda um stjórnvölinn í tveimur aðalleikhúsum þjóðarinn- ar, sitji beinlínis ofan á helstu leikurum og leikskáldum vorum. Þó finnst mér naumast einleikið, hversu fá leikafrek koma upp í hugann, þegar horft er um öxl aftur til síðustu áramóta. Vissulega væri hægt að nefna fáein nöfn, en þau yrðu ekki fleiri en svo, að ég sleppi því hér. Það vefst hins vegar ekki fyrir mér að tilnefna leikara ársins: Eggert Þorleifsson, sem hefur lengi verið í góðri sókn og sýndi prýðisleik í tveimur af fyrstu leiksýningum haustsins: sem fjölmiölaljónið Jón Logi í Beinni útsendingu og samkynhneigður barþjónn í Hinu ljúfa lífi. Eggert ræður yfir feikilegri tækni jafnt í lík- amsbeitingu sem framsögn - það var t.d. aðdáunarvert hvað t tUefni af aldarafmœli félagsins. hann gat talað hratt í hlutverki Logans án þess það kæmi nokkru sinni niður á skýrleik - en hann er líka næmur skapgerðarleikari, eins og hann sýndi með lýsingu barþjónsins, sterkum karakter sem ber leyndan harm í hljóði. Þegar kemur að leikriti ársins, er ég aftur á móti lens. Mér dettur helst í hug, að það sé verk sem við höfum ekki fengið að sjá, þ.e.a.s. leikrit Þórs Rögnvaldssonar, Búaleikur, sem hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni þeirri, sem L.R. efndi til í tilefni af aldarafmæli sínu. Þar klifu þrír höfundar verðlaunapallinn; auk Þórs, Benóný Ægisson með Hörpuslætti daufra, sem var víst vinnuheiti Hins ljúfa lífs, og Jón- ína Leósdóttir, sem hlaut 3. verðlaun fyrir Sælustundir. I blaðafréttum kom fram, að dómnefnd mælti með þvi, að Búaleikur yrði frumsýndur í Borgarleikhúsinu að ári liðnu, 11. janúar 1998. Það vakti því meira en litla furðu, að ekki sást haus né sporður af verkinu á verkefnaskrá L.R. nú í vetur. Var leikhússtjór- inn eða -ráðið svona ósammála dómnefndinni? Eða tókust ekki samningar með höfundi og leikhúsi? Hver sem skýringin er, hljóta menn eftir þetta að spyrja, til hvers sé yfirleitt verið að efna til slíkra kappleikja, ef úrslitin eru svo huns- uð. A.m.k. er ekki ólíklegt, að höfundar hugsi sig um tvisvar, áður en þeir þekkjast næsta boð um að keppa til verðlauna. Leiksýning ársins verður hér sviðsetning Hilmars Jónssonar á Að eilífu eftir Arna Ibsen. Sýningin var samstarfsverkefni Hermóðs og Háðvarar og Nemendaleikhúss- ins og tókst sú blanda útskriftarnemenda og reyndari leikara í alla staði prýðisvel. Verkið var út af fyrir sig ekki veigamikið og dálítið þunglamalegt framan af, en engu að síður miklu betur unnið en sumt af því, sem Arni hefur sent frá sér upp á síðkastið, húmor þess ágætur og það skrifað af þeirri sviðskennd sem er einn helsti styrkur höf- undar. Eg má til með að nefna, að sýningin endaði í einhverjum skemmtileg- asta „fínal“ sem hér hefur lengi sést í leikhúsi og bar styrkri hönd leik- stjórans fag u r t vitni. BS Úr Börnum sólarinnar: Helga Vala Helgadóttir (Skúlasonar og Helgu Bachmann) og Agnar Jón Egilsson. Úttekt Jóns Viðars á leikhúsárinu 1997 75

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.