Frjáls verslun - 01.01.1998, Blaðsíða 5
1 Forsíða: Ágústa Ragnarsdóttir útlitsteiknari
hannaði forsíðu og Geir Olafsson myndaði.
6 Leiðari.
8 Auglýsingakynning: íslandspóstur.
16 Könnun: Skoðanakönnun Frjálsrar verslunar
sýnir að R- og D-listi hafa hníflafnt fylgi í Reykja-
vík. En fleiri telja Ingibjörgu Sólrún hæfari borg-
arstjóra en Árna.
18 Bankar: Verður kjuðanum beint að Landsbank-
anum á biljarð-borði bankanna? Innan Lands-
bankans er aukinn vilji til að hefja samningavið-
ræður við Islandsbanka um sameiningu!
22 Könnun: Bónus nýtur nú fáheyrðra vinsælda á
meðal almennings. í árlegri könnun Fijálsrar
verslunar slær fyrirtækið nýtt vinsældamet.
Aldrei áður hefur fyrirtæki fengið svo mikið
fylgi í könnuninni.
26 Stjórnmál: Nýr þáttur í blaðinu. Þeir Haraldur
Blöndal lögfræðingur og Óskar Guðmundsson
blaðamaður munu skrifa um stjórnmál í Frjálsa
verslun næstu mánuði.
64 SPORT UPP Á 1,1 MILLJARD!
ítarleg fréttaskýring um laxveiðisportið. Ætla má að veiðimenn eyði
um 1,1 milljarði á ári til laxveiða. Tekjur landeigenda eru áætlaðar um
600 milljóniráári!
42
HELDUR UM
KASSANN!
Þáttaskil hata orðið í ríkisrekstrinum í
tíð Friðriks Sophussonar fjármálaráð-
herra. Á síðasta ári var ríkissjóður
rekinn hallalaus - ífyrstasinn frá
árinu 1984.
28 Forsíðugrein: Stríðið milli líkamsræktarstöðv-
anna er í algleymingi. Hart er barist um hylli
kúnnans. í Reykjavík er áætlaður flöldi þeirra
sem sækja stöðvarnar reglulega 18 þúsund
manns. Veltan á þessum markaði er tæpar 800
milljónir.
37 Skrifstofan: Fjögurra síðna auglýsingakálfur
um tæki og búnað á skrifstofur. Hvernig á að
gera góða skrifstofú betri?
42 Nærmynd: Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra er í nærmynd að þessu sinni. Hann er
fyrsti fjármálaráðherrann ffá árinu 1984 sem
skilar hallalausum gárlögum.
46 Þorvaldur: Einn kunnasti maður viðskiptalífs-
ins, Þorvaldur Guðmundsson, er látinn. Hans er
hér minnst í máli og myndum.
48 Merk timamót: Félag viðskiptafræðinga og
hagffæðinga verður 60 ára í mars. Félagsmenn
eru tæplega 2.300 talsins.
52 Markaðsmál: Helstu bakhjarlar Kristins
Björnssonar skiðakappa eru saltfisksalar ffá
Ólafsfirði. Þeir reka fyrirtækið Valeik.
54 Ávöxtun hlutabréfa: Þeir skiluðu hluthöfum
sínum bestri ávöxtun á síðasta ári. Hverjir eru
þeir - og hvaða fyrirtækjum stýra þeir?
18
SAMEINING
BANKA
Lognmolla! Ekkert að gerast! En
dokið við. Það kraumar undir.
Framundan er biljarð bankanna.
Kúlum verður skotið.
60 Skilnaðir forstjóra: Skilnaður Gary Wendt, íor-
stjóra GE Capital, og Lornu Wendt hefúr valdið
úlfaþyt vesú-a. Dómstólar dæmdu starf hennar
sem húsmóður sem hluta af hans starfi.
64 Laxveiði: Eitt vinsælasta forstjórasportið á ís-
landi er laxveiði. Þetta er sport upp á 1,1 millj-
arð. Aldrei hefur áður verið birt jafn viðamikil út-
tekt á laxveiðinni sem atvinnugrein.
72 Myndlist: Aðalsteinn Ingólfsson.
73 Leiklist: Stjörnugjöf Jóns Viðars, þar sem hann
gefur 10 leikritum sem nú eru á fjölum leikhús-
anna stjörnur, er gagnlegt innlegg í umræðuna
um leiklistarlílið.
80 Fólk.
5