Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1998, Blaðsíða 72

Frjáls verslun - 01.01.1998, Blaðsíða 72
Kjartan Ólason við verk sitt Saga. Verkið er myndtvenna þar sem skeytt er saman málaðri mynd afSnorralaug í Reykholti og mynd af Hótel Sögu. FV-mynd: Kristín Bogadóttir. Sneiðar úr minni Lisíir menninv Ungir listamenn hafa langt því frá snúið baki við náttúru landsins. Satt að segja held ég að þeir hafi aldrei verið eins áhuga- samir um hana en einmitt nú, jafnvel ekki á öðrum og þriðja ára- tug aldarinnar, þegar íslensk landslagsheíð stóð í mestum blóma. Ungu listamennirnir takast hins vegar á við náttúruna - og landslagshefðina - með allt öðrum hætti en forverar þeirra, enda er veraldarsýn þeirra öllu flóknari. I þeirra augum er landslag ekki lengur „saklaust”, heldur gegnsýrt af þeim atburðum, góð- um sem illum, sem átt hafa sér stað í skauti þess, það er ekki lengur flekklaust heldur kirfilega mengað af völdum okkar mannanna og síðast - og kannski eðlilega - er náttúran ekki leng- ur hliðholl okkur, heldur gerir hún hvað hún getur til að ganga af okkur dauðum, sjá regluleg fárviðri og jarðhræringar. Sumir íslenskir listamenn ganga meira að segja út frá því að ógerningur sé að gera náttúrunni skil í formi myndlistar með þeim aðferðum sem notaðar hafa verið til þessa. Islenski mynd- bandasnillingurinn Steina Vasulka - Steinunn Bjarnadóttir - dreg- ur okkur til dæmis inn í myrkvuð herbergi og lætur dynja á okk- ur í síbylju myndbrotaf íslenskri náttúru og ýmis hljóð sem þeim fylgja, meðal annars til að árétta að allar tilraunir okkar til að skynja náttúruna í heild sinni séu dæmdar til að mistakast. A end- anum hljótum við að sitja uppi með samhengislaus hughrif af ýmsu tagi. I seinni tíð hafa hugleiðingar um menningarlegt gildi bæði landslagsins og landslagsmálverksins birst í verkum margra ungra listamanna. Sjálfsagt er einhverjum í fersku minni dáldið frökk sýning Vignis Jóhannessonar fyrir tveimur árum, þar sem listamaðurinn slengdi framan í okkur vandlega máluðum eftir- myndum frægra íslenskra landslagsmálverka í fúllri stærð, en framan á þær hafði hann fest ljósaperur. Þessi verk voru ein spurn; við vorum krafin svara um þýðingu þessara verka fyrir okkur í dag - hvort þau væru sömu „ljósberarnir” og fyrrum - og um það hvort flokkaðist undir „helgispjöll” að endurgera þau með þessum hætti. Víst er að mörgum þótti uppátækið óþægi- legt Orð og myndir Undanfarnar vikur hafa þrjár sýningar á höfuðborgarsvæðinu velt upp ýmsum flötum á því hvernig við skynjum landslagið og landslagshefðina. I kjallara Gerðarsafns fjallaði Steinunn Helga- dóttir um tengslin milli orða og upplifunar, það er milli örnefna og íslenskrar náttúru. A einum vegg stóð letrað stórum stöfum VIÐ SUNDIN og á öðrum stóð FRÁ ÞINGVÖLLUM. Annað var ekki á veggjunum, nema hvað um þá lék litað ljós sem með góð- um vilja hefði mátt tengja við þessa tvo staði. Hér var ein- faldlega - einum of einfaldlega fyrir minn smekk - verið að segja að ímyndir ákveðinna staða á Islandi væru svo kirfilega greyptar í vitund okkar Islendinga að aðeins þyrfti að nefna staðina til þess að kalla þá upp í hugann. Eða eins og Jón Proppé segir i aðfaraorðum þessar- ar sýningar, að ekki þurfi að sýna okkur myndir til að við skynjum merkingu þeirra. Gott og vel. I Nýlistasafninu sýndi Einar Garibaldi Ei- ríksson mjög svo óvenjulega myndröð þar sem hann reifaði hugmyndina um þá „staði” sem með tíð og tíma og af ýmsum orsökum, aðallega menningarsögulegum, hafa verið út- Dslenskir listunnendur af gamla skólanum kvarta stund- um yfir skeytingarleysi ungra listamanna um náttúru landsins. Hvað hefur orðið af gamla góða lands- lagsmálverkinu?, spyrja þeir. Eðlilega mála menn ekki lengur eins og Asgrímur Jónsson eða Kjarval, enda ekki ástæða til þess. Landslagsmyndir þeirra urðu til við sérstakar aðstæður sem ekki eru lengur fyrir hendi. í dag er sennilega öllu meiri ástæða til að vernda landið en fegra það og upphefja, eins og frumherjarnir gerðu. Þrjár sýningar um skynjun á landslagi og landslagshefð 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.