Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1998, Blaðsíða 32

Frjáls verslun - 01.01.1998, Blaðsíða 32
Björn Leifsson rekur World Class sem er stærsta líkams- ræktarstöð landsins. HÉLDU AÐ VIÐ FÆRUM Á HAUSINN „Við vorum fyrstir og erum orðnir langstærstir og bestir. World Class hefur alltaf kappkostað að vera fyrst með nýj- ungar og veita góða þjónustu. Við fluttum hingað fyrir rúmum tveimur árum og þá lækkuðum við verðið. Þannig varð þessi mikla samkeppni, sem nú ríkir, að okkar frumkvæði. Keppinaut- arnir fylgdu okkur ekki í lækkuninni, þeir hafa sjálfsagt haldið að við færum á hausinn strax en það varð ekki,” segir Björn. World Class er í rúmgóðu húsnæði og þar geta æft tæplega 400 manns í einu þegar tækjasalur, leikfimisalir, ljós, gufuböð, pottar og öll aðstaða er gjörnýtt. Slíkir toppar eru sjaldgæfir en þegar aðsóknin er hvað mest koma rúmlega 1500 gestir í stöð- ina á hvetjum degi. Björn hefur bryddað upp á þeim nýmælum að stöðin er opin allan sólarhringinn og hefur verið frá því í októ- ber sl. Hlutir eins og körfubolta- og skvass aðstaða og barnagæsla sýna að reynt er að mæta þörfum sem flestra. „Það hefur mælst vel fyrir. Hér er talsvert af fólki að æfa al- veg fram að miðnætti og svo fjölgar aftur um fimmleytið á morgnana. Þetta hentar auðvitað vel vaktavinnufólki, lögreglu- mönnum og mörgum fleirum sem vinna á óreglulegum tímum en þurfa að vera í góðu formi.” Sjúkraþjálfarar, sem vinna í World Class eða hafa aðstöðu þar, njóta vaxandi vinsælda og unnið er að stækkun á þeirri aðstöðu, að sögn Björns. Einnig stendur til að íjölga hlaupabrettum sem eru nú 23 en verða 32 eftír fjölgun. „Það verða sex stöðugildi hjá sjúkraþjálfurum sem hér vinna. Einkaþjálfun hefur líka notið vinsælda en við höfum ekki ver- ið með slíka þjálfun á okkar vegum en hér vinna margir einka- þjálfarar á eigin vegum.” hægt og rólega og hópurinn sem stundar þetta verður breiðari með hverju ári sem líður. Erlendis stækkar hópur gestanna hraðast í aldursflokknum sem er að komast á eftírlaun eða 55-60 ára.” Hefur markaðshlutdeild einstakra líkamsræktarstöðva breyst mikið síðustu ár? „Það eru alltaf einhveijar tilfærslur. Ég tel að World Class hafi verið stærst um tíma en síðan þegar Máttur opnaði með sína samninga við lífeyrissjóÖi og verkalýðsfélag og með stór fyrirtæki og Reykjavíkurborg sem eignaraðila þá tók hann mik- ið til sín. Ég tel að Máttur hafi á sínum tíma fengið mikið og ósanngjarnt forskot sem hann er mikið tíl búinn að missa á ný. Ég áttí frumkvæðið að því sl. ár að bjóða stórum fyrirtækjum samning og það hefur kippt fótunum undan sérsamningum t.d. verkalýðsfélaga við Mátt.” Björn telur að verðlækkunin, sem orðið hefur á markaðnum, hafi ekki haft nein áhrif á þjónustuna. „Verðlækkunin varð tíl þess að stækka markaðinn en þjón- ustan er enn betri en áður.” I World Class kostar árskort nú 19.990 krónur en fyrir tveim- ur árum var árskortið komið í 34 þúsund krónur. Algengt verð á þriggja mánaða kortí eru á bilinu 10-12 þúsund meðan mánað- arkort kostar um 5 þúsund krónur. Svo virðist sem allar líkamsræktarstöðvar keppi að því að gera sem lengsta samninga við fastagestí. Samningar til árs eða allt að þriggja ára eru að verða æ algengari. Stofnaðir eru sér- stakir klúbbar fyrir fastagestí og reynt að verðlauna þá með betri kjörum til þess að halda þeim á staðnum. HEFTUMINNRÁS SVÍANNA Segja má að hent hafi verið sprengju inn á líkamsræktar- markaðinn sl. haust þegar Sundlaug Kópavogs settí upp líkams- rækt í kjallara sundlaugarinnar í samvinnu við sænska fyrirtæk- ið Medic. Arskort í líkamsrækt og sundi voru þá boðin á lægra verði en áður hafði sést eða á 9.900 krónur á opnunartílboði. Björn Leifsson í World Class svaraði með því að gera samn- ing við Iþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur sem kveður á um að hægt sé að kaupa árskort í World Class með aðgangi að sund- laugum í Reykjavík fyrir 24 þúsund. „Þetta var fyrst og fremst gert til að svara þessu og einnig til að hefta framrás Svíanna sem vildu helst gera svona samning um 7-8 stöðvar á Reykjavíkursvæðinu. Ég hef lengi haft áhuga á að tengja líkamsrækt og sund og sóttí um að fá Laugardalslaug- ina leigða fyrir nokkrum árum en fékk ekki. Þannig er ég í sjálfu sér hrifinn af þessu fyrirtæki í Kópavog- inum og tel að í tengingunni við sundlaugina felist sóknarfæri fyrir báða aðila. Að öðru leyti er ég rólegur yfir þessu. Þeir, sem eru þarna, eru að stærstum hluta fólk sem hefði ekki keypt sér kort ann- ars.” MEÐALALDURINN HÆKKAR En hefur þessi markaður breyst mikið frá því að World Class tók tíl starfa? „Þegar ég byijaði í þessu þá stunduðu þetta fáir sem voru yfir þrítugu. Síðan eru tæp 13 ár og þeir, sem kynnast þessum lífsstíl, halda honum áfram. Þannig hækk- ar meðalaldurinn í þessu bransa HVER FER Á HÖFUÐIÐ? Þannig varð þessi mikla samkeppni, sem nú ríkir, að okkar frumkvæði. Keppinautarnir fylgdu okkur ekki í iækkuninni, þeir hafa sjálfsagt haldið að við færum á hausinn strax en það varð ekki. Þessi innrás Svíanna hefur leitt til svipaðs samkomulags í Garðabæ og Mosfellssveit þar sem sundlaugin á staðnum gerir samning við líkamsræktarstöð. .Auðvitað finnst mönnum þetta ekkert réttlátt. Hér er ég búinn að beijast á eigin vegum í 13 ár og aldrei beðið um eða fengið styrk frá einum eða neinum. Svo koma einhverjir Svíar og sveitarfélagið 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.