Frjáls verslun - 01.01.1998, Blaðsíða 62
HÉR ÁLANDI
Þórarinn V. Þórarinsson, formaður
VSI: „Það er mín skoðun að endur-
skoða eigi íslensku hjúskaparlögin
þannig að verðmæti lífeyrisréttinda,
sem myndast í hjúskapnum, eigi að
koma að fúllu til skipta við skilnað.
Þetta er verkefni sem bíður.”
með nýjum lífeyrislögum, sem taka gildi í
sumar, batnar hún þó eitthvað. Þar er hert
á því að sjóðirnir þurfi að sætta sig við að
það sé hægt að kveða á um skiptingu líf-
eyrisréttinda í skilnaðarsamningi, þ.e. að
konan eigi ákveðin réttindi í hans lífeyris-
sjóði og öfugt, svo framarlega sem þau
samþykkja bæði,” sagði Þórarinn V. Þórar-
insson, framkvæmdastjóri VSI, sem hefur
kynnt sér málið.
Lögin breyta þeirri stöðu þó ekki að ef
maðurinn neitar að gefa fyrrum eiginkonu
hlutdeild í sínum lífeyrisrétti á hún enga
kröfu á hann. „Hennar staða, eða staða
hjóna við búskipti, er eingöngu ákvörðuð
af hjúskaparlögunum og það þótti ekki
eðlilegt að breyta því í lífeyrislögunum. Eg
hygg hins vegar að óbeinu áhrifin af lögun-
um verði þau, hvað sem öllum skyldum líð-
ur, að við skilnað verði það býsna almennt
að fólk nýti sér þennan möguleika. Það ein-
faldar fjárskiptin.”
Þórarinn segir að það sé heppilegra og
einfaldara fyrir báða aðila að skipta réttind-
unum. „Flestir skilja á fyrstu tíu árum hjú-
skapar og þá er í sorglega stórum hluta
hjónabanda mjög lítið af eignum umfiram
skuldir. Aðaleignin er því kannski í lífeyris-
sjóðnum, þ.e. lífeyrisréttindin. Ef annar að-
ilinn á að fara að greiða út þau réttindi við
skilnað fær hann e.t.v. lítið sem ekkert út
úr búinu.”
ÞYRFTIAÐ ENDURSKOÐA
HJÚSKAPARLÖGIN
Þórarinn sagði að staða þess aðila, sem
sé tekjulægri, verði eftir sem áður veik í
þessum samskiptum þannig að eftir standi
að endurskoða hjúskaparlögin í þessu
sambandi. „Það er mín skoðun að sú end-
urskoðun eigi að fara fram þannig að það
komi fram skýrt ákvæði í lögum að verð-
mæti lífeyrisréttinda, sem myndast í hjú-
skapnum, eigi að fullu að koma tíl skipta.
Það verkefni bíður.”
Hann bentí þó á að með nýju hjúskapar-
lögunum frá 1993 hafi verið opnuð heimild
sem gefi maka möguleika á að gera kröfu
um hlutdeild í þeim verðmætum sem felist
í inneign í lífeyrissjóði þannig að það sé
tekið fjárhagslega tillit tíl þess við uppgjör
á öðrum eignum. „Það er hins vegar ekki
skylda og makinn á ekki rétt á því að þessi
fjárhagslegu verðmæti séu dregin að fullu
inn í skiptín. Það er í raun og veru alls ekki
ásættanlegt. I þessari umræðu er það ekki
bara launamunurinn sem skiptír máli held-
ur líka atvinnuþátttakan. Þegar hvoru
tveggja kemur til eru réttindi kvenna
miklu lakari.”
RÉTTURTIL HELMINGS EIGNA
Hér á landi er í gildi svokallað hjúskap-
areignakerfi og helmingaskiptaregla sem
tryggir maka, segj-
um eiginkon-
unni, helm-
ing allra
skuldlausra
hjúskapar-
eigna eigin-
mannsins
við skilnað,
svo framarlega
sem þau hafi ekki
gert kaupmála um
einhverjar séreignir
hans eða hennar
sem ekki koma til
skiptanna. Sam-
kvæmt því á konan
t.d. líka rétt á helm-
ingi þeirra hluta-
bréfa sem maðurinn hefur hugsanlega fest
kaup á um ævina.
Konan getur einnig óskað eftir fram-
færslueyri fram að skilnaði á borði og
sæng og síðan lífeyri á meðan sá skilnaður
varir, mest í 12 mánuði. Yfirleitt er þá gerð
krafa um ákveðna fjárhæð. Þetta byggist á
því að gagnkvæm framfærsluskylda hjóna
helst eftír skilnað að borði og sæng fram
að lögskilnaði.
Konunni, eða makanum, er einnig gert
auðveldara fyrir með upplýsingaskyldu
banka og sparisjóða um inneign ef bú fer í
opinber skiptí. Þá getur t.d. skiptastjóri
óskað eftir því í fyrirspurn til bankanna
hvort viðkomandi aðili sé skráður fyrir ein-
hverjum bankareikningum sem hann hef-
ur ekki upplýst konu sína um.
I hjúskaparlögunum er skýrt kveðið á
um að lífeyrisréttindi skuli standa utan
skipta. Þar segir ennfremur að eftir að lög-
skilnaður er veittur sé öðru hjónanna ekki
gert að greiða lífeyri með hinu nema alveg
sérstaklega standi á.
MIKIL SKEKKJA
„Þegar lögskilnaður á sér stað eiga lög-
menn að skipta búinu. Segjum að annar að-
ilinn í hjónabandinu hafi unnið í 20 ár fyrir
háu kaupi og 10% af laununum hans hafi
farið í lífeyrissjóð. Það eru miklir fjármun-
ir sem auðvitað þyrfti að skipta, hvernig
sem það væri gert. Þessu hefur hins vegar
ekki verið framfylgt og hvað framkvæmd-
ina varðar á sér því stað mjög mikil skekkja
þar sem uppgjörið fer ekki fram. Menn at-
huga þetta hins vegar ekki, á tæpum fjór-
um árum hef ég einungis fengið 1-2 fyrir-
spurnir varðandi inneign í lífeyrissjóði við
skilnað," sagði Jón Tryggvi Jóhannsson,
lögfræðingur Lífeyrissjóðs Verkfræðinga-
félags Islands.
I þeim sjóði á fyrrverandi maki
ekkert tilkall tíl lífeyrisréttínda
hins aðilans. „Því er, að
rnínu matí, ekki
hægt að
breyta, við
gætum ekki
haldið utan
urn það. Það er
bara ein persóna
sem greiðir og hún
verður að fá réttinn.
Hitt verður bara
hliðarréttur. Það er
hins vegar ákveðin
lausn ef fólk gerir
samkomulag, þeg-
ar greiðslurnar renna inn, um að það ætli
t.d. að skipta fjárhæðinni til helminga
þegar kemur að lífeyristöku. Þá er upp-
hæðinni einfaldlega skipt og hún greidd
inn á tvo reikninga.” 139
og bíll og hús-
næði, skiptast jaftit á milli þeirra við
skilnað. En áunnin lífeyrisréttindi -
þar sem um mun hærri íjárhæðir
getur verið að ræða - koma hins veg-
ar ekki til skiptanna.
62