Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1998, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.01.1998, Blaðsíða 6
RITSTJÓRNARGREIN FRÁ FRÆÐUM TIL ATHAFNA Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga fagnar 60 ára afinæli sínu um þessar mundir. Það á sér merka sögu þótt það sé hvorki hagsmunafélag né stéttarfé- lag heldur félag fólks með sams konar menntun. Engin ástæða er til að breyta félaginu. Félagið ættí þó að setja sér eitt skýrt markmið í tílefiii afmælisins: Að hvetja félagsmenn tíl meiri athafnasemi; hvetja þá til að fara í auknum mæli út í eigin rekstur. Tæplega 2.300 félagar eru í Félagi viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Síðastiiðin 10 ár hafa um 115 við- skipta- og hagfræðingar útskrifast á ári. Það fjölgar þvi ört í félaginu. Þótt ekki beri á atvinnuleysi á meðal fé- lagsmanna fer launamunur á milli þeirra vaxandi. Þar kemur tvennt tíl. Störf þeirra eru íjölbreytt og hitt er að fyrirtæki ráða oft viðskiptafiræðinga í störf sem ekki þarf beinlínis viðskiptafræðinga í. Langflestir viðskipta- og hagfræðingar vinna hjá öðrum; hjá athafnamönnum, flármálafyrirtækjum og hinu opinbera. Sárafáir eru hins vegar athafna- menn í skilningi þess orðs; í eigin rekstri. Þeir eru flestír sérfræðingar og atvinnustjórnendur. Raunar er þetta ekki séríslenskt fyrirbæri. Hins vegar er það svo að fáir frumkvöðlar og athafnamenn eru með langskólanám að baki. En eiga þessir tveir hópar þá ekki samleið? Vissulega. Ekki stendur tíl að þeir komi í stað hvors annars því þeir bæta hvorn annan upp. Engu að síður er mikilvægt að hvetja fleiri tíl að fara út í eigin rekstur. Þannig verða til fleiri störf! Innan Viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Is- lands - sem og Verslunarskóla Islands - hefur ver- ið vísir að því að ýta undir athafnasemi nemenda; undirbúa þá og hvetja tíl að stoftia fyrirtæki. Þetta ber að virða! Athafhasemi verður þó aldrei kennd til fulls í skólum. Hún er persónubundin. Sumir hafa það einfaldlega í sér að stofna eða kaupa fyrirtæki og standa í eigin rekstri - aðrir ekki. Samt er það at- hyglisvert að þegar lítíl fyrirtæki eru auglýst tíl sölu þá eru það yfirleitt aðr- ir en viðskiptafræðingar sem hringja - og það þótt þeir séu fagmenn í rekstri fyrirtækja! Viðskiptadeild Háskóla Islands var breytt fyrir nokkrum árum. Henni var skipt upp í viðskiptadeild og hagfræði- deild. Þessi skiptíng gerir námið sér- hæft strax á fyrsta ári. Það var á marg- an hátt betra áður þegar sérhæfingin hófst á síðari stígum námsins. Það er góð lexía fyrir nemendur í hagfræði að læra um rekstur fyrirtækja og það sama á við um nemendur á fyrirtækjasviði; nám í hagfiræði er þeim nauðsynlegt. Stóraukin samkeppni er nú á milli skóla sem kenna rekstur fyrirtækja. Auk Háskóla Islands býð- ur Verslunarskóli Islands upp á háskólanám í fag- inu og sömuleiðis er mjög athyglisverð kennsla í rekstrarfræði, í Samvinnuháskólanum á Bifröst og Tækniskóla Islands. Þessi aukna samkeppni er mjög af hinu góða og er líklegri en ella til að leiða námið að þörfum atvinnulífsins. Astæða er tíl að óska Félagi viðskiptafræðinga og hagfræðinga tíl hamingju með hin merku tímamót. Félagsmenn þess eru ein mikilvægasta auðlind ís- lensks atvinnulífs. Engu að síður getur atvinnulífið ekki verið án athafnamanna; manna sem fram- kvæma og taka áhættu. Fáum fleiri athafnamenn fram á sjónarsviðið frá afmælisbarninu! Jón G. Hauksson ISSN 1017-3544 Stofnuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efinahags- og atvinnumál - 59. árgangur RTTSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson - AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir - BLAÐAMAÐUR Páll Ásgeir Ásgeirsson - UÓSMYNDARAR Geir Ólafsson og Kristín Bogadóttir - UMBROT: Ágústa Ragnarsdóttir. - ÚTGEFANDI: Talnakönnun hf. - RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA: Borgartúni 23,105 Reykjavík, sími: 561-7575, fax: 561-8646-ÁSKRIFTARVERÐ: 3.315 kr. fyrir 6.-11. tbl. -10% lægra áskriftarverð efgreitt er með kreditkorti. - LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. nema bókin 100 stærstu sem er á 1.995,- - DREIFING í bókaverslanir og söluturna á Stór-Reykjavíkursvæðinu annast fyrirtækið Sala og dreifing, sími: GSM 89-23334. - FILMUVINNA, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentsmiðjan Grafík hf. - UTGREININGAR Prentmyndastofan hf. - Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.