Frjáls verslun - 01.01.1998, Blaðsíða 30
FORSIÐUEFNI
íkams-
r æ k t
snýst
um margt fleira
en að mæta
mörgum sinn-
um í viku og erf-
iða í svitakófi.
Það þarf líka að
dekra við sig og
hugsa um sálina
eins vel og lík-
amann. Þessum
þörfum mætum
við hér í Bað-
húsinu og sníð-
um okkar starf-
semi eftir því,“
segir Linda Pét-
ursdóttir eigandi
Baðhússins.
Baðhúsið hefúr þá sérstöðu á líkamsræktar-
markaðnum, ásamt Mætti í Skipholti að það er ein-
ungis opið konum og allt í rekstrinum sniðið sér-
staklega að þörfum kvenna.
Þessi sérstaða virðist mælast vel fyrir því nýlega
Linda Pétursdóttir rekur
Baðhús Lindu í Brautarholti
sem er aðeins opið konum.
FV mynd: Kristín Bogadóttír.
Linda Pétursdóttir í Baðhúsinu:
GÓÐ ÞJÓNUSTA EKKISELD Á
TOMBÓLUVERDI
flutti Baðhúsið úr 400 fermeta húsnæði við Ármúla
og festi kaup á 900 fermetra húsi við Brautarholt þar
sem einu sinni dunaði dansinn í Þórskaffi.
Þetta er rúmgott húsnæði á tveimur hæðum og
önnur er helguð líkamsræktinni með tækjasal, leik-
fimisal, spinning hjólum og þessháttar en neðri
hæðin er lögð undir slökun, gufuböð, nuddpotta,
snyrtistofúr, nuddstofúr, slökunarsal og áherslan
þar lögð á dekur við líkama og sál í senn. Þar er
meðal annars að finna risavaxinn pott eða setlaug
þar sem 30-40 konur geta látið líða úr sér í einu.
„Við vorum búin að sprengja utan af okkur eldra
húsnæði og eftirspurnin vex jafnt og þétt,“ segir
Linda sem kveðst sækja fyrirmyndir sínar að þessu
heilsuhúsi til útlanda.
Linda segist ekki hafa boðið árskort á afsláttar-
verði líkt og hefðbundnar líkamsræktarstöðvar hafa
keppst við. Þriggja mánaða kort hjá Lindu kostar
13.500 sem er áþekkt verði keppinautanna. Við Bað-
húsið er hinsvegar starfræktur sérstakur klúbbur
sem heitir Klárar konur. Þar gefst kostur á 6 til 36
mánaða mánaða skuldbindingu og ýmsum friðind-
um og við 36 mánaða samning kostar þátttakan
1.890 á mánuði. Að sögn Lindu nýtur klúbburinn
vaxandi vinsælda.
„Það er ekki hægt að selja góða þjónustu á ein-
hverju tombóluverði. Afsláttartilboð til langs tíma
hljóta að bitna á þjónustunni."
amsræktarstöðvanna af hverjum gestí eru að meðaltali 24 þúsund krónur
af hverjum gestí árlega sé fjöldi gesta borinn saman við veltu stærstu stöðv-
anna.
Samkvæmt því er umfang markaðarins á landinu öllu um 770 milljónir
og umfang markaðarins á Reykjavíkursvæðinu um 420-440 milljónir.
VERÐFRUMSKÓGURINN
Erfitt getur verið að átta sig á verðinu því mýgrútur alls kyns tílboða er
í gangi. Arskort í líkamsrækt fást á verðbilinu frá 37 þúsund og niður und-
ir 10 þúsund krónur. Þriggja mánaða kort á bilinu 10 tíl 12 þúsund og mán-
aðarkort eru almennt seld á um 5000 krónur. Vaxandi áhersla virðist vera
lögð á tryggðaklúbba eða bónusklúbba þar sem viðskiptavinir hagnast á
því að binda viðskipti til lengri tíma með föstum mánaðarlegum greiðslum.
Með slíkum samningi tíl þriggja ára er hægt að fá líkamsrækt fýrir tæplega
3000 á mánuði. Til samanburðar mun kosta um 180 þúsund á ári að æfa í
Planet Pulse.
SUNDLAUGASTRÍÐIÐ
Það var hent sprengju inn á þennan markað seint á árinu 1997 þegar
sænskir aðilar gerðu samstarfssamning við Sundlaug Kópavogs og settu
upp fullkomna líkamsræktarstöð þar í kjallaranum. í kjölfarið voru boðin
árskort sem giltu bæði í sund og líkamsrækt og kostuðu aðeins 9.900 krón-
ur á sérstöku opnunartilboði. 1200 kort munu hafa selst fyrsta daginn en
alls eru nú um 1700 kort gild þar. Margir vildu meina að þarna tæki sveit-
arfélagið þátt í atvinnurekstri á ósanngjarnan hátt. Það mun vera staðreynd
að hinir sænsku aðilar vildu gjarnan gera samkomulag af þessu tagi við
miklu fleiri sundlaugar, bæði í Reykjavík, Hafnarfirði og Seltjarnarnesi.
Markaðurinn brást hart við þessari innrás. Aðrar stöðvar reyndu að keppa
við gylliboðin í Kópavogi en framrás Svíanna var heft þannig að Betrunar-
húsið, líkamsræktarstöð í Garðabæ, gerði svipað samkomulag við sund-
laugina þar. World Class samdi við Iþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur
um fritt árskort í sund fyrir þá sem keyptu kort í World Class og samskon-
ar samkomulag var gert í Mosfellsbæ milli Sundlaugarinnar og líkams-
ræktarstöðvarinnar á staðnum. Þannig virðist innrás Svíanna hafa hrint af
stað bylgju sem að hluta til er til að mæta samkeppninni á viðskiptalegum
forsendum en er að hluta til byggð á að stöðva innrás þeirra á þjóðernisleg-
um forsendum: Kaupum íslenskt. Þeir, sem óumdeilt njóta góðs af, eru við-
skiptavinir sem fá nú meira - þ.e. bæði sund og líkamsrækt, - fýrir minna
verð.
Uppsetning stöðvarinnar í Kópavogi hefur verið kærð til Samkeppnis-
ráðs og beðið er úrskurðar þess.
FYRIRTÆKJASTRÍÐIÐ
Þegar Máttur tók til starfa fyrir um níu árum voru nokkur stórfyrirtæki
meðal eigenda, s.s. Vifilfell og Reykjavíkurborg og starfsmenn þeirra gátu
fengið betri kjör en almenningur. Ennfremur gátu félagsmenn í tilteknum
verkalýðsfélögum fengið afslátt í stöðinni og þetta varð tíl þess að Máttur
kom undir sig fótunum með undraverðum hraða og náði tíl sín miklum
ijölda gesta. Keppinautunum þótti þetta ósanngjarnt forskot en fengu
ekkert að gert.
Þegar World Class flutti í nýtt húsnæði fyrir tæpum tveimur árum hóf
stöðin mikla herferð sem fólst í því að bjóða stórum íyrirtækjum afslátt á
árskortum fyrir starfsmenn ef tiltekinn lágmarksfjöldi næðist. Þannig var
hægt að fá um síðustu áramót árskort á 12.000 krónur sem annars kostaði
tæplega 20 þúsund. Mörg íyrirtæki hafa gert slíka samninga við stöðina
sem hefur náð til sín miklum ijölda gesta í kjölfarið og höggvið einhver
skörð í gestahóp keppinautanna. Einnig var verð á árskortum lækkað í kjöl-
farið.
Verðsamkeppnin hefur leitt til þess að stórar stöðvar, eins og Máttur,