Frjáls verslun - 01.01.1998, Blaðsíða 61
FJÁRMÁL
Uorsíðugreinin í febrúarhefti
bandaríska viðskiptatímaritsins
Fortune er að mörgu leyti athygl-
isverð. Hún fjallar um Lornu Wendt sem
íyrir tveimur árum skildi við eiginmann
sinn til 32 ára og krafðist þess að fá helm-
ing þeirra 100 milljóna dollara sem hún
mat verðmætí hans á. Eiginmaðurinn fyrr-
þeirra
Ina, en
þykir
góður árangur
þar sem það hef-
ur hingað tíl oltíð á mati dómarans hve
miklu ríkar eiginkonur „þurfi á að halda”
við skilnað. Auk þess úrskurðaði dómarinn
að sá kaupréttur hlutabréfa (hluta-
bréfavilnun), sem eiginmanninum hafði
hlotnast í hjónabandinu væri sameign þeir-
ra og að hún ætti því tílkall tíl hluta af verð-
mætunum.
Málið hefur valdið miklum úlfaþyt í
Bandaríkjunum og skotíð forstjórum skelk
í bringu. Konur hafa hins vegar fagnað úr-
Þegar
h j ó n
s k i 1 j a
hefst oft harður
slagur um skiptingu eigna.
Eigi hjón fyrirtæki - og ætli annað
þeirra að kaupa hitt út við skilnaðinn
- getur gamanið kárnað. Nógu erfitt
getur verið að meta markaðsverð fyrir-
tækja í venjulegum viðskiptum - en
hvað þá þegar tilfinningasemi skilnaðar
hjóna blandast inn í málið.
RÉTTUR ÍSLENSKRA FORSTJÓRAFRÚA!
Heimavinnandi forstjórafrú á íslandi, sem skilur viö eiginmann sinn skömmu áöur en hann
fer á eftirlaun, á ekki rétt á hluta af lífeyrisréttindum hans þótt þau réttindi hafi orðiö til í
hjúskapartíö þeirra. Það breytir engu þótt peningarnir hefðu ella runnið til heimilisins og
aukiö þannig eignir þeirra - sem kæmu síöan jafnt til skiptanna viö skilnaö.
verandi er Gary Wendt, forstjóri GE
Capital, en allt líf Lornu hafði snúist um
starfsframa hans.
Hún haíði m.ö.o. verið eiginkona í fullu
starfi. Auk þess að koma börnunum tíl
manns og státa af fallegu heimili var það í
hennar verkahring að undirbúa og halda
veislur, fara í opinberar móttökur, fylgja
eiginmanninum á ferðalögum, taka þátt í
góðgerðarstarfsemi o.s.frv. Þetta var
hreinlega krafa af hálfu eiginmannsins og
fýrirtækisins sem hann starfaði hjá.
Það, sem þykir fréttnæmt við skilnað-
inn, er að dómstóll í Connecticut mat starf
hennar í þágu eiginmannsins sem hlutverk
og úrskurðaði á þann veg að hún skyldi fá
20 milljónir bandaríkjadala í sinn hlut eða
um 1,4 milljarð króna, reyndar mun minna
en hún hafði farið fram á en mun meira en
þær 8 milljónir dollara auk framfærslueyr-
is sem Gary hafði upphaflega boðið henni.
Hún fékk einnig helming allra fastra eigna
skurðinum og fannst tími til kominn að eig-
inkonuhlutverkið væri metíð að verðleik-
um. En hvernig er staðan hér á landi? Eiga
íslenskar konur rétt á hlutdeild í t.d. lífeyr-
issjóðsgreiðslum eiginmanna sinna við
skilnað?
EKKIFARIÐ FYRIR DÓMSTÓL
Engin ákvæði eru um það í reglugerð-
um helstu lífeyrissjóðanna hér á landi að
maki eigi rétt á hlutdeild í lífeyrissjóðs-
greiðslum eiginmannsins eða eiginkon-
unnar við skilnað. Þetta þýðir m.ö.o. að
hafi íslensk kona verið eiginkona í fullu
starfi og aldrei verið útí á vinnumarkaðn-
um á hún engan rétt á greiðslum úr þeirn
lífeyrissjóði sem eiginmaður hennar
greiddi í alla þeirra hjúskapartíð. Þá breyt-
ir engu að peningarnir hafi verið teknir úr
heimilissjóðnum og að sterkar líkur séu á
að þeir hefðu annars runnið til heimilisins
og hugsanlega aukið eignir þeirra hjóna
sem venjulega koma til skiptanna við skiln-
að.
Mál sem þetta hefur þó aldrei farið fyr-
ir íslenskan dómstól því venjan hér virðist
vera sú að fólk semji áður en til þess kem-
ur. Við skilnað geta hjón auðvitað gert
samkomulag sín á milli um að konan skuli
eiga hlutdeild í hans lífeyrissjóði og fái
greiðslur í samræmi við þann tíma sem
hún var gift manninum. Sé hins vegar
ágreiningur er þetta réttaratriði sem ekki
hefur reynt á.
BÆTT STAÐA EN ÓFULLNÆGJANDI
„Staða íslenskra kvenna hefur í raun
ekki verið mjög spennandi við skilnað en
Gæðahirslur á góðu verði.
Fagleg ráðgjöf og þjónusta.
®?Oínasmiöjan
Verslun Háteigsvegi 7 • Sími 511 1100
Verksmiðja Flatahrauni 13 • Sími 555 6100
61