Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1998, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.01.1998, Blaðsíða 45
NÆRMYND Friðrik og Sigríður búa á Bjarkargötu 10. Margir segja að Friðrik hafi að sumu leyti gengið í endurnýjun lifdaganna þeg- ar yngsta dóttir hans fæddist. í nútíman- um eru gerðar aðrar kröfur til feðra og föðurhlutverksins en tíðkaðist fyrir 30 árum þegar Friðrik var að ala upp sín elstu börn. Þá sögðu menn stundum sjálfum sér til hróss að þeir hefðu aldrei séð börnin sín nema á náttkjól sem átti að vera staðfesting þess hve duglegir þeir væru að vinna og sköffuðu vel. Þetta hefur breyst mikið og Friðrik hefur lagað sig að þessum veruleika og hefúr, að sögn kunnugra, t.d. hætt að mestu að vinna um helgar síðan sú litla fæddist. HVAÐA FÉLAGAR? Helstu áhugamál Friðriks utan vinnu og stjórnmála eru knattspyrna. Hann er mikill og eldheitur stuðningsmaður knattspyrnufélagsins Vals og hefur tekið að sér ýmis trúnaðarstörf fýrir félagið og hefur verið sæmdur gullmerki þess. Hann mætir að sjálfsögðu oft á völlinn þegar Valsmenn leika og er ávallt í fýlgd sama manns sem er Pétur Sveinbjarnar- son, starfsmaður Þróunarfélags Reykja- víkur og mikill vinur Friðriks. Friðrik er sjálfur virkur spilari og leik- ur reglulega innanhússknattspyrnu með félögum sínum til að halda sér í formi og sér til skemmtunar. Fótboltahóparnir eru í raun tveir og hittast reglulega í KR- heimilinu. Sumir eru í báðum hópunum en aðrir eru með að nafninu til. Þannig er annar hópurinn enn kenndur við Vil- hjálm Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúa þótt hann hafi ekki mætt í 10 ár. Meðal þekktra manna, sem Friðrik spilar fót- bolta með, má nefna Ellert og Olaf Schram, Arna endurskoðanda og Tómas Tómassyni (Arnasonar), Magnús Torfa- son tannlækni, Sigurð Einarsson hjáTM, Gunnar Guðmundsson og Guðjón Hilm- arsson KR-inga, Omar Ragnarsson frétta- mann, Birgi Guðjónsson skrifstofustjóra í fjármálaráðuneytinu, Jón Zoéga, Leó Löve, Jón Magnússon, Einar Halldórs- son, framkvæmdastjóra Kringlunnar, Gest og Gunnar Jónssyni lögfræðinga, Pál Arnór Pálsson og marga fleiri. Friðrik er duglegur og áhugasamur stangveiðimaður og fer til veiða í Laxá í Kjós og árnar í Borgarfirði, t.d. Grímsá og Norðurá. Friðrik grípur í að spila bridge og meðal fastra spilafélaga hans má nefna Þórarinn Sveinsson lækni, Júlfus Olafs- son, forstjóra Rikiskaupa, Karl F. Garð- arsson hjá Ríkistollstjóra og Vilhjálm Eg- ilsson þingmann. Friðrik sest stöku sinn- um við spilaborðið með forsætisráð- herra, Davíð Oddssyni, en við það borð eru aðrir fastagestir, s.s. Jón Steinar Gunnlaugsson, Halldór Blöndal, Tómas Ingi Olrich eða aðrir úr þingflokknum. HVAÐA MIÐVIKUDAGUR? Eins og títt er um stjórnmálamenn á Friðrik mjög stóran hóp kunningja sem eru þó ef til vill ekki svo nánir vinir hans. Meðal hans bestu vina eru nefndir Valur Valsson, bankastjóri íslandsbanka og Sveinn Skúlason í Islandsbanka en einnig menn eins og Pétur Sveinbjarnar- son og Ragnar Kjartansson sem oft er kenndur við Hafskip. Miðvikudagsklúbb- urinn er merkilegur félagsskapur sem einu sinni hittist á miðvikudögum en fundar nú mánaðarlega á föstudögum á Borginni. Þar koma þeir saman sem eiga sameiginlega fortíð í SUS. Þar er Friðrik eðlilega fastagestur með mönnum eins og Olafi B. Thors forstjóra, Birgi Isleifi Gunnarssyni bankastjóra, Ellert B. Schram, forseta ISI, Jóni Magnússyni hrl., Sigurði Hafstein bankastjóri, Björgólfi Guðmundssyni, Gylfa Þór Magnússyni, frkstj. SH, Eggert Hauks- syni, forstjóri Áburðarverksmiðjunnar, Ragnari Tómassyni hrl. og fleiri góðum hægrijöxlum. Það má segja að Friðrik Klemenz standi að ýmsu leyti á tímamótum. Hvort hann er á leið út úr pólitík eftir 20 ára fer- il skal ósagt látið en nærmyndin, sem við höfum dregið hér upp, sýnir prúðan stjórnmálamann, glaðlyndan lífsnautna- mann og farsælan stjórnanda. S3 Öryggisskáparnir frá Rosengrens eru traust geymsla fyrir peninga, skjöl, tölvugögn og önnur verð- mæti. Skáparnir sem em í hæsta gæðaflokki fást í ýmsum stærðum og gerðum. Kynnið ykkur úrvalið. Bedco & Mathiesen Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði Sími 565 1000 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.