Frjáls verslun - 01.01.1998, Blaðsíða 50
að, sem við mun-
um taka fyrir á
M ráðstefnunni, er
framtíðin og staða Islands
í samfélagi þjóðanna. Yfir-
skriftin verður: „Horft til
framtíðar - Island í samfé-
lagi þjóðanna á nýrri öld.”
Við veljum þetta efni í ljósi
þess að þróun á alþjóða-
vettvangi er bæði hröð um
þessar mundir og hefur
mjög mikilvæga þýðingu
fyrir þróun atvinnu- og
efnahagslífs hér á landi,”
sagði Þórður Friðjónsson,
forstjóri Þjóðhagsstofnun-
ar og formaður afmælis-
nefndar Félags viðskipta-
og hagfræðinga. Félagið
heldur upp á 60 ára afmæli
sitt með veglegri ráð-
stefnu á Grand Hótel í
Reykjavík þann 13. febrú-
ar næstkomandi frá kl. 13-
19.
„Breytingin í átt til al-
þjóðavæðingar er hröð.
Alþjóðasamningar og
efnahagslegur samruni
þjóða eru taldir móta hag-
þróun í heiminum á næstu
árum og færa heimsbú-
skapinn jafnt og þétt nær
því að verða eitt hagkerfi
sem í öllum aðalatriðum
lýtur sömu lögmálum. Þar
eru þær miklu breytingar
sem eru að gerast á vett-
vangi alþjóðasamninga,
alþjóðaljármála og síðast
en ekki síst örar tækni-
framfarir í kjölfar upplýs-
ingatækninnar. Eg held
að þarna verði tekið á
þeim þáttum sem munu í
hvað ríkustum mæli móta
umhverfi okkar í efna-
hags- og atvinnumálum á
næstu árum,” sagði Þórð-
ur um ráðstefnuna.
ÁFRAMHALDANDI ÞRÓUN
Þórður segir alveg ljóst
að á síðustu 5-10 árum
Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofhunar, er formaður
afmælisnefndar Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Fé-
lagið heldur afmælishátið sína á Grand Hótel.
FV-mynd Geir Ólafsson.
Afmæhsraöstefna viöskiþtafrœöinga:
ISLANDI
SAMFELAGI
ÞJOÐANNA
hafi breytingar á vettvangi
alþjóðaefnahagsmála ver-
ið örari en áður. „I raun
þarf ekki annað en að
benda á tvennt í því sam-
bandi. I fyrsta lagi hrun
Sovétríkjanna sem gjör-
breytti efnahags- og at-
vinnuumhverfi og efna-
hagslífi í heiminum og
hratt af stað þeirri eflingu
markaðsbúskapar sem í
raun hefur átt sér stað alls
staðar í heiminum.
I öðru lagi þær öru
tæknibreytingar sem orð-
ið hafa á upplýsingaöld,
notkun internetsins, tölva
og slíkrar tækni sem, gefa
færi á ýmsu sem fyrir
nokkrum árum stóð
mönnum ekki til boða.
Flestir telja að það verði
framhald á þessari þróun.”
HEIMSFRÆGUR
FYRIRLESARI
Jeffrey D. Sachs, pró-
fessor og forstjóri Alþjóða-
stofnunar Harvard háskól-
ans, er sérstakur gestur
ráðstefnunnar. Sachs er
einn virtasti hagfræðing-
urinn í heiminum í dag og
einnig talinn á meðal
þeirra áhrifamestu. Sumir
hafa jafnvel gengið svo
langt að segja að hann sé
einn umsvifamesti og
áhrifamesti efnahagsráð-
gjafi sem sögur fara af.
Sachs hefur sérhæft sig í
alþjóðaefnahagsmálum og
er líklega þekktastur fyrir
þátttöku sína í efnahags-
ráðgjöf við Austur-Evrópu-
ríkin, við að koma þar á
markaðsbúskap, og fyrir
aðstoð sína vegna fjár-
málakreppunnar í Asíu.
Hann er einnig vel þekkt-
ur fyrir skrif sín um efna-
hagslíf í þessum ríkjum.
Þórður segir Jeffrey
Sachs ætla að ljalla um
Einn virtasti kagfræöingur heimsins, Jeffrey D. Sachs, prófessor viö Harvard háskól-
ann, Jjallar um hagvöxt i heiminum og lítur sérstaklega til Islands í þeim efnum.
50