Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1998, Blaðsíða 66

Frjáls verslun - 01.01.1998, Blaðsíða 66
LAXVEIÐI Björn Snær Guðbrandsson viðskipta- fræðingur. Allir útreikningar hér í greininni eru byggðir á lokaritgerð hans í viðskiptadeild fyrir nokkrum árum. Ekki hefur verið ráðist i jafn viðamikla úttekt á laxveiðinni sem at- vinnugrein og gert er í ritgerð Björns. FV-mynd: Kristín Bogadóttir. UTLENDINGAR EYÐA UM 340 MILLJÓNUM Erlendir laxveiðimenn eyða um 240 milljónum í veiðileyfi, fæði og gistingu en þeir kaupa yfirleitt allan þennan pakka í einu. Ætla má að til viðbótar eyði þeir svo um 100 milljónum í leið- sögumenn, flug (margir koma í einkaþotum), hót- elgistingu, kaup á veiðibún- aði hérlendis, reykingu á laxi, þjórfé og annað. „Þeir útlendingar, sem koma á einkaþotum, fara yf- irleitt beint upp í bílaleigu- bíla og á veiðistað. Þegar veiðinni er lokið fara þeir yf- irleitt, án viðkomu annars staðar, af landi brott. Þeir eyða því ekki svo miklu í hótelgistingu hérlendis,” segir Björn. B-ÁRNAR LÁGT METNAR Varðandi nýtingu á stangveiðidögum kom fram í ritgerðinni að nýting í ám í A-flokki (þ.e. veiði 500 laxar og meira) var um 97.6% og nýting á B-ám (þ.e. veiði frá 100-500 laxar) var um 92%. „Það er mjög góð nýting í þessum báðum ílokkum og hafi laxveiðimönn- um ijölgað hlýtur það að hafa leitt til enn betri nýtingar í þessum flokkum og aukinnar ásóknar í ár þar sem veiðast færri en 100 Iaxar á ári. Það kom mér á óvart hvað verð á veiðileyfum í B-ám var tiltölulega lágt miðað við dýrari árn- ar. Samkvæmt nýjustu tölum Landssambands veiðifélaga sýnist verðið enn vera það miklu lægra að B-ár séu hagkvæmari kostur fyrir hinn almenna veiði- mann sem kemur fýrst og fremst til að veiða en gerir minni kröfur til aðstöðu á veiðisvæðinu. Ef eigendur sumra B-áa leggðu meira í aðbúnað veiðimanna gætu þeir selt leyfin dýrar og aukið þar með tekjur sínar. Þetta er mögulegt ef áin býður upp á fallegt umhverfi og góða veiðistaði. Þarna er vannýttur tekjumöguleiki, sýnist mér.“ Björn Snær segir að framangreindar tölur segi ekki allt um umfang lax- veiðinnar. Af þeim séu ýmsar afleiddar tekjur til samfélagsins. Tekjur bænda, sem eiga veiðirétt, skili sér í sköttum. Þar má líka nefna að þessar tekjur styðji við áframhaldandi byggð á sumum svæðum. Fjöldi fólks hefúr atvinnu í tengslum við veiðina og henni fylgja einnig töluverð kaup á aðföngum eins og áður hefur verið nefnt. AUÐVELT AÐ SÆKJA Á MARKHÓPINN Þegar Björn Snær var að vinna að ritgerð sinni sá hann að markaðsstarf var nánast ekkert í þessum atvinnuvegi. Það hefur þó breyst frá því sem áður var. „Það kom mér á óvart að það var nánast engin skipulögð markaðssetning fslenskra laxveiðiáa erlendis. Veiðileyfasalan byggðist á sömu mönnunum ár eftir ár sem tóku með sér félaga og vini. Hins vegar þarf að viðhalda áhuga út- lendinganna því nýir taka við og það er töluverð samkeppni um þessa veiði- menn. I raun er markhópurinn frekar þröngur og auðvelt að sækja á hann. Þetta eru gæði sem höfða til fremur fámennra hópa erlendis sem eru í veiði- klúbbum og því auðvelt að ná til þeirra. Erlendu veiðimennirnir eru geysi verðmætir því þeir koma á dýrasta tímanum og tappa af framboðinu sem þýð- ir að það er hægt að bjóða jaðartímana, þegar veiðivon er minni, á hærra verði,“ segir Björn Snær. SD Uriðrik Stefánsson, forstöðumaður markaðs- sviðs Skeljungs og fyrrum formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, segir að staða laxveiðinnar sem atvinnugreinar á Islandi sé sterk og að aukin eftirspurn sé eftir veiðileyfum. Hann segir að útlendir veiðimenn, sem meðal ann- ars hafi sótt í veiði til Kólaskaga í Rússlandi undan- farin ár, sæki núna í auknum mæli til Islands. Sömu- leiðis hafi laxveiði í Noregi og Skotlandi brugðist og þaðan sé að vænta margra veiðimanna á komandi sumri. Friðrik hefur setið í stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur undanfarin tólf ár, fyrst sem varafor- maður en undanfarin fimm ár sem formaður. Hann lét af formennskunni á síðasta ári. SAMKEPPNIFRÁ ÚTLÖNDUM Fyrir nokkrum árum fengu íslensku veiðiárnar harða samkeppni frá Kólaskaga í Rússlandi. Þar var boðin ódýrari veiði og gnægð fiskjar. Þá fór saman dalandi veiði hér, ásamt því að verðlag haföi farið stígandi jafnt og þétt. ,Á Kólaskaga var og er gífurlegt magn af fiski í ánum, mun meira en hér og er þó Island í sérflokki í Evrópu. Evrópubúum, og ekki síður Ameríkönum, 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.