Frjáls verslun - 01.01.1998, Blaðsíða 48
Kristján Jóhannsson, formaður Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga og forstöðumaður markaðsdeildar hjá Eimskip.
„Tíundi hver viðskiptafræðingur hefur farið í meistaranám tíl útlanda.” FV-mynd: Kristín Bogadóttír.
Félag viðskiptafrœðinga og hagfræðinga verður 60 ára í mars nk. Félagsmenn eru
tæplega 2.300 talsins. Fjórðungur félagsmanna er konur. Atvinnuleysi er ekkert!
að er mikil eftirspurn eftir viðskipta- og hagfræðingum á
vinnumarkaðnum og ekki útlit fyrir neitt atvinnuleysi.
Langflestir fá vinnu áður en þeir útskrifast. Ég held að
áfram verði þörf fyrir viðskipta- og hagfræðimenntað fólk í at-
vinnulífinu en jafnframt mun eftirspurn aukast eftir fólki með sér-
hæfða framhaldsmenntun. Fyrirtækjarekstur verður sífellt flókn-
ari og hraðari sem gerir kröfu um mjög hæft fólk í rekstri fyrir-
tækja,” sagði Kristján Jóhannsson, formaður Félags viðskipta-
fræðinga og hagfræðinga, í tilefni af 60 ára afmæli félagsins.
HÖRGULL Á SÉRHÆFÐU FÓLKI
Aðspurður sagði hann mestan hörgul vera á viðskiptafræði-
menntuðu fólki í dag með þekkingu á upplýsingatækni. „Fjármála-
nám hefur líka notið mikilla vinsælda og allt sem tengist verð-
bréfamarkaði. Það hefur verið talsverð spenna á þeim markaði og
hörgull á fólki með góða þekkingu á þeim fræðum.
Síðastliðin 10 ár hafa í kringum 115 viðskipta- og hagfræðingar
TEXTI: INGIBJÖRG ÓÐINSDÓTTIR
útskrifast á hverju ári, það er því mikil fjölgun í stéttinni. Út frá
þeirri þekkingu sem ég hef af íslensku atvinnulííi get ég þó ekki
fundið að það sé nein hætta á atvinnuleysi hjá þessu fólki en u.þ.b.
2/3 þess starfar nú í þjónustugeiranum. Starfssviðið hefur líka al-
mennt breikkað og þar með þörfin og eftirspurnin.”
Kristján sagði þó hugsanlegt að með tímanum myndi launa-
munur milli þeirra, sem ekki hafa lokið framhaldsnámi á háskóla-
stigi, og hinna, sem hafa sérhæft sig með framhaldsnámi, aukast.
Þeir síðarnefndu verði alltaf eftirsóttir og með vel viðunandi laun.
KONUM FJÖLGAR
Hagfræðingafélag íslands var stofnað árið 1938 og fyrstí for-
maður þess var Þorsteinn Þorsteinsson frá Brú í Biskupstungna-
hreppi. Atta árum síðar, eða árið 1946, var Félag viðskiptafræðinga
síðan stofnað. Þessi tvö félög sameinuðust í Hagfræðafélag ís-
lands árið 1959 sem svo breyttist í Félag viðskiptafræðinga og
hagfræðinga með nýjum lögum árið 1972.
48