Frjáls verslun - 01.01.1998, Blaðsíða 78
LOFTKASTALINN.
Ur leikritinu Fjögur hjörtu eftir Olafjóhann Olafsson. Frá vinstri:
Arni Tryggvason og Bessi Bjarnason í hlutverkum sínum
hér, fjarstaddur máttarvaldur sem aldrei birtist í eigin persónu,
en alltaf er von á tíl að bjarga við málunum.
Ólafur Jóhann Olafsson nær ekki að gera þessa blöndu
raunsæisdrama og absúrdleiks, ef það er þá rétta orðið - Beckett
vildi víst aldrei láta kenna sig við við absúrdisma fremur en aðra
skóla - ýkja sannfærandi. Til þess eru innviðir verks hans of veik-
ir. Þannig verða hinar sálfræðilegu forsendur fyrir því ofurvaldi,
sem hinn fjarstaddi skólabróðir á að hafa yfir hugum spilafélag-
anna, aldrei skýrar og skiljanlegar. Hafi höfundur í alvöru hugs-
að sér, að fjarvist skólabróðurins væri tengd trúarkreppu nútíma-
mannsins, hinum margumrædda dauða Guðs, eins og Pétur
Már Ólafsson ýjar að í leikskrárgrein, er erfitt að verjast þeirri
hugsun, að hann hafi lent í skakkri jarðarför.
Það er ástæðulaust að setja á langar tölur um sviðsetningu,
leik eða ytri frágang; þar var allt var unnið af snyrtimennsku, sem
sjaldan kom að neinu leyti á óvart. Arni og Rúrik voru óaðfinn-
anlegir, Bessi og Gunnar að mestu leyti líka. Bessi má þó alltaf
gæta sín svolítíð í meðferð textans, og sem leikstjóri hefði ég á
stöku stað beðið hann um að draga frekar úr væmni prestsins en
hnykkja á henni. Sömuleiðis hefði ég beðið Gunnar um að losa
ekki um bindishnútínn á svona tilþrifamikinn hátt, þegar hið ljóta
leyndarmál doktors Snorra er dregið fram í dagsljósið. Það varð
einhvern veginn tíl að minna á, hvað dramað stendur allt á veik-
um grunni.
Þó að Ólafur Jóhann hafi hér ekki sannað sig sem mikið leik-
skáldsefni, er þessi sýning dágóð kvöldskemmtun. Höfundur
hefur kynnt sér vel formkröfur þeirra leikrita, sem voru mest í
tísku á seinni hluta síðustu aldar og nokkuð ffarn eftír þessari,
samtölin renna lipurlega áfram og talsvert er um glens, sem tekst
stundum allvel, stundum miður. En á sviði Lxiftkastalans nýtur
verkið þess umfram allt að vera í höndum leikenda, sem kunna
að notfæra sér þá kostí, sem í boði eru, svo vel, að á öllu betra
verður tæpast kosið.
Að lokum dálítið P.S. Að einu leyti markar þessi sýning tíma-
mót, sem e.t.v. er við hæíi að vekja athygli á hér í Frjálsri verslun.
Það mun sem sé ekki hafa gerst áður, svo að vitað sé, að íslenskur
höfundur hafi kostað sjálfur sýningu á leikriti eftir sig, eins og kom
fram í sjónvarpsþættí nýlega, að Ólafur Jóhann hefði gert hér.
Fróðlegt verður að fýlgjast með því, hvort hann heldur áfram á
þessari braut, jafnvel með því að styðja við bakið á öðrum lista-
mönnum, sem hann hefur trú á. Það yrði þá ekki í fyrsta sinn, sem
framsýnir og góðviljaðir Sáraflamenn leggja listunum lið. S5
...........Iisiir inpiiiiiii?......................
Barnaipip' í
þorrabyrjun
Leikfélag Reykjavíkur: Galdrakarlinn í Oz. * * •
Leikgerð byggð á kvikmyndahandriti John Kanes eftir sögu
Frank Baum
Leikstjóri og dansahöfundur: Ken Oldfield.
Hermóður og Háðvör í Haftiarflarðarleikhúsinu:
Síðasti bærinn í dalnum. * * *
Leikstjóri: Hilmar Jónsson
Þjóðleikhúsið: Yndisíríð og ófreskjan eftir
Laurence Boswell. * * *
Leikstjóri: Kolbrún Halldórsdóttír
Loftkastalinn: Bugsy Malone eítír Alan Parker
Leikstjóri: Baltasar Kormákur
0arnafólk þarf ekki að kvarta undan því, að leikhúsin geri
ekki vel við yngstu kynslóðina nú í þorrabyrjun. Það er
mikið framboð á barnasýningum á höfuðborgarsvæðinu
um þessar mundir og hvergi kastað tíl höndum. Hins veg-
ar kann það að vera nokkurt tímanna tákn, að öll eru verkin
áður kunn af hvíta tjaldinu. Bugsy Malone í Loftkastalanum er
þannig endurgerð frægrar kvikmyndar og Galdrakarlinn í Oz er
byggður á Hollywood-myndinni eftír hinni upphaflegu sögu.
Flestír af eldri kynslóð muna víst myndina eftír Síðasta bænum
í dalnum og ekki er langt síðan ævintýrið um þá fögru og skrim-
slið var endurvakið í vinsælli Disney-mynd. Mikið hljómaði
annars hið íslenska heiti þeirrar myndar, Fríða og dýrið, betur
en hið óþjála Yndisfrið og ófreskjan. En kannski hefur Þjóðleik-
húsið ekki mátt nota það heiti vegna einhverrar reglna um flutn-
ingsrétt.
Hér skal nú stuttlega vikið að þessum sýningum og rétt að
byrja hjá L.R., sem reið á vaðið með Galdrakarlinum í Oz í
haust. Sýningin er stór í sniðum, leikmynd ábúðamikil, búning-
ar glæsilegir og mikið lagt í ýmis áhrifabrögð, sem orkuðu þó
sum heldur þyngslalega. Af leikendum stóð Margrét Helga
Jóhannsdóttir sig best, hún fór létt með að gera vondu norn-
ina ógnvekjandi. Annars var leikur ekki nema rétt í meðallagi,
svo að jafhvel flögraði að manni, að leikstjórinn, sem einnig
samdi og æfði dansana, hefði lagt mun meiri rækt við dansara
en leikendur. En það hefur þá skilað sér í dansatriðunum, því
að þau eru einhver hin glæsilegustu sem sést hafa í íslenskri
barnasýningu. Sagan sjálf hélt hug barnanna föngnum í bæði
skiptin sem leikdómari sá sýninguna.
I Þjóðleikhúsinu ræður einfaldleikinn ríkjum í sviðsetningu
Kolbrúnar Halldórsdóttur á bresku leikriti eftír fyrrnefndu æv-
Leikhúsannáll í árshyrjun