Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1998, Blaðsíða 75

Frjáls verslun - 01.01.1998, Blaðsíða 75
Þórhildur skákar þjóðleikhússtjóra Feður og synir eíitir Ivan Turgenjev í leikgerð Alexei Borodins * * • Leikstjórn: Alexei Borodin Leikmynd og búningar: Stanislav Benediktov Þýðing: Ingibjörg Haraldsdóttír órhildur Þorleifsdóttir ætlar ekki að láta Stefán Baldursson einan um að flytja inn útlenda leikstjórnarsnilld í íslenskt leikhús. Nú hefur hún einnig brugðið sér í austurveg, en aðdrátturinn er gerólíkur: Alexei nokkur Borodín, sem á sér að baki langan feril í heimalandi sínu, státar að fornum sov- éskum hætti af ýmsum heiðurstitlum og er fulltrúi allt annars skóla en spámaðurinn Rimas Tuminas, sem hefur ruglað suma í ríminu með tiltektum sínum á sviði Þjóðleikhússins. Hvað sem mönnum kann að þykja um leikfærslu hans á skáldsögu Tur- genévs, er gestkoma hans hingað einhver skemmtilegasti leikur Þórhildar eftir að hún tók við stjórn Borgarleikhússins, og árang- urinn lætur ekki á sér standa: Leikflokkur L.R. kemur kemur nú í fyrsta sinn um langt skeið fram sem verðugur keppinautur Þjóð- leikhússins. Til þess var sannarlega tími kominn. Borodín gengur ekki með neinar grillur um hlutverk sitt sem leikstjóra. Hann lítur á sig sem þjón höfundarins, hjálparmann leikendanna á sviðinu. Hann óttast ekki textann, það hvarflar ekki að honum að þröngva upp á hann persónulegum hugdettum sínum. Hér eru fornar dyggðir hvivetna í heiðri haldnar: Sögu- þræði fylgt í öllum meginatriðum, persónum lýst í anda höfund- ar, umhverfi og andrúmsloft málað upp af trúleik. Leikmyndin er að vísu fjarri því að vera natúralísk, heldur með léttu, symbólsku ívafi, og einstöku sinnum brugðið á stílfærslu í leik til að varpa ljósi á hugarástand persóna. En allt er það mjög í hófi; leikstjóri og leikendur standa báðum fótum á þeim grunni leikræns raun- sæis, sem oftast er kenndur við Stanislavský. Það hefur mátt heyra á sumum áhorfenda, að þeim þættí þessi sýning full daufgerð. Eg ætla að leyfa mér að vera ósammála; einn meginstyrkur hennar er einmitt hin hljóðláta aðferð, það traust sem leikstjórinn sýnir leikendum með þvi að láta þá leika löng atriði á mjög hægferðugan hátt. Þó að leikendur séu ekki allir jafn vel skapaðir fyrir hlutverk sín, er frammistaða þeirra með ágætum og svo jöfii, að naumast er ástæða tíl að fara út í ein- kunnagjöf; þó báru Þorsteinn Gunnarsson, Björn Ingi Hilm- arsson, Eggert Þorleifsson og Sóley Elíasdóttir af öðrum. Hitt er svo annað mál, að sitthvað sýnist orka tvímælis frá hendi Borodíns. I leikgerðina vantar þannig talsvert mikil- væg atí'iði úr skáldsögunni, einkum í seinni hluta henn- ar. Þá var sérkennilegt við sviðsetninguna, hversu mik- ið leikendum var beint inn á mitt sviðið og jafhvel lengra aftur, svo að stundum var engu líkara en leik- stjórinn hefði ekki áttað sig fullkomlega á eðli rýmisins. I jafh stórum sal og aðalsal Borgarleikhússins hent- ar for- eða framsviðið augljóslega best til að koma textanum sem skýrast til skila. Sjálfur máttí ég stundum hafa mig allan við á frumsýningunni að nema orð leikenda og sat þó á ágætum stað á 6. bekk. Kristján Franklín Magnús leikur hinn BORGARLEIKHÚSIÐ. Úr leikritinu Feður og synir. Frá vinstri: Kristján Franklín Magn- ús, Halldóra Geirharðsdóttir og Björn Ingi Hilmarsson. Mynd: Guðmundur lngólfsson. unga níhílista Basarov, aðalpersónu verksins, og hvílir mikið á herðum hans. Kristján er sennilega ekki alveg rétt manngerð fyr- ir hlutverkið; a.m.k. gekk honum illa að samlagast persónunni, það skorti á eftírfylgni, vantaði einhvern herslumun á að hann hyrfi undir skinn hennar. Maður saknaði hins demónska yfir- bragðs Basarovs, fann ekki fýrir ástríðuhitanum undir skel kald- rana og ófyrirleitni, skynjaði ekki til neinnar hlítar þær tílfinninga- sveiflur sem leiða tíl sviplegs andláts hans í leikslok. Þegar þar var komið sögu, virtust þó vafasamar úrfellingar leikgerðarinnar gera leikaranum erfitt fyrir, og naumast er hann heldur öfúnds- verður af því að þurfa að leika dauðastríð aðalpersónunnar, sitj- andi á bakháum stól allan tímann. Enn svolítið P.S. Hvers vegna var þýðandinn, Ingibjörg Har- aldsdóttir, ekki meðal aðstandenda sýningarinnar, þegar þeir voru kallaðir fram í lok frumsýningar? Hún áttí þó örugglega ekki minni þátt í árangri kvöldsins en t.d. Þórhildur Þorleifs- dóttir, sem lagði sýningunni til fáein dansspor og mættí í fram- kallið. Ekki svo að skilja, að Þórhildur hafi ekki átt klapp skilið, en það var þá fyrir annað en dansinn. Segir það e.t.v. sína sögu um tíðarandann í íslensku leikhúsi, að meiri ástæða er þar talin tíl að klappa fyrir ljósa- og búningameisturunum en þeim sem blása lífi í hið talaða orð? 33 Atlanta á Akureyri Á ferð með frú Daisy eftír Alfred Uhry hjá Leikfélagi Akureyrar * * • Þýðing: Elísabet Snorradóttir Leikmynd og búningar: Hlín Gunnarsdóttír Leikstjórn: Ásdís Skúladóttír A. þarf að hugsa um kassann á þessum vetri, og þá kemur bandarískt leikrit, sem þegar hef- ur sannað vinsældir sínar í frægri bíómynd, í góðar þarfir. A ferð með frú Daisy er hugljúft verk um mannleg vandamál, sem flestir þekkja af eigin raun eða geta auðveldlega lifað sig inn í. Frú- in vill ekki horfast í augu við aldurinn, að hún get- ur ekki lengur stjórnað lífi sínu sjálf, en sættíst að lokum við hið óumflýjanlega eftír nokkur átök við Leikhúsannáll í ársbyrjun 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.