Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1998, Blaðsíða 74

Frjáls verslun - 01.01.1998, Blaðsíða 74
Lhtircsmennin? Leikhúwnnáll í ááfjun Póstmódernískur Ödipus í Borgarleikhúsinu Feitír menn í pilsum eítír Nicky Silver i Borgarleikhúsinu. * * Þýðing: Anton Helgi Jónsson. Leikmynd og búningar: Stígur Steindórsson. Leikstjóri: Þór Túlinius. Hið lifum á tímum fjölhyggjunnar. Og leikhúsið endurspegl- ar þá tíma. A.m.k. Borgarleikhúsið sem hefur tekið Ijörkipp nú eftir áramótin. Fyrst með háraunsærri sýningu eftir einn af lærisveinum Stanislavskýs (sjá dóm bls. 75). í kjölfarið fylgir svo póstmódernískur leikur - sem líklega er bann- að að flokka eftir hefðbundnum flokkunarkerfum - um sjúkleg samskipti ungs manns við foreldra sína og umhverfi. Hann snýst m.a. um sifjaspell, innanfjölskyldumorð og geðveiki, allt kryddað og bragðbætt með mannáti. Það er ekki ólíklegt, að skoðanir verði skiptar á þessu leikriti Bandaríkjamannsins Nicky Silvers, sem ku vera á góðri leið með að leggja undir sig heiminn. Þó er fremur ósennilegt, að menn- ingarheimurinn muni skiptast í and- stæðar fylkingar svipað og gerst hef- ur í umræðunni um Hamlet Baltasars síðustu vikur. Ekki þarf að spyrja um undirtektir hjá hin- um póstmóderníska söfnuði og fulltrú- um hans á fjölmiðl- unum. Aðrir munu hrylla sig yfir við- bjóðnum, jafnvel ganga út í hléi, eins og gerðist á aðalæf- ingu. Fáir munu hafa í frammi há- væra gagnrýni, því að hver vill fá á sig stimpil afturhalds- mannsins? Trygg- ast að slá úr og í, vera hvorki með né á móti. Þetta er saga um ungan pilt sem verður að ófreskju, þegar hann lendir utan við bönd siðmenningarinnar. Hann á í holdlegu ástarsambandi við móður sína - sem er eini kvenmaðurinn innan seilingar þegar hann verður kynþroska - og endar með því að myrða föður sinn, ástkonu hans og að lokum móðurina, ástkonu sina. Það er eins og maður hafi heyrt eitthvað svipað áður. Mik- ið er snætt af mannakjöti í leikritinu, enda gerist það í heimi holdsins en ekki andans (aðalpersónan tekur skýrt fram, að hann sé ekki kirkjunnar þjónn, þó að hann heiti Bishop) og lýkur á geðveikrahæli. Persónurnar eru hver annarri ógeðfelldari og höfundur skopast óspart að þeim flestum. Þær eru allar á klisju- stiginu og vekja aldrei minnstu samúð sem manneskjur, hvað sem stendur i leikskrá sýningarinnar. Eitt finnst mér svolítíð sérkennilegt við þetta allt saman. I at- hugasemd höfundar í leikskránni lalar hann um „endurlausn" unga mannsins (þar er „redemption“ raunar þýtt sem frelsun, mér finnst „endurlausn" betra). Hann vill, að hann sé gerður sem villimann- legastur til þess að „endurlausn“ hans verði sem áhrifamest. Og nú er mér spurn: Er höfundur ekki kominn hér út fyrir póstmódern- isma sinn? Að því er mér hefúr skilist telja þeir, sem aðhyllast þessa lífsvisku, ekki að manneskjan hafi neinn tilvistarkjarna. En er þá nokkuð til þess að endurleysa? Og eru þær siðareglur, sem hér eru brotnar hver af annarri, nokkuð annað en gamlar ímyndanir sem okkur hafa verið innrættar með valdboði og hefð? Sé svo, hlýtur „endurlausnin“ að vera fólgin í því að hrista þær af sér upp á gam- alkunnan nietzscheanskan máta. Það segir skáldið þó hvergi og kemur sér í raun og veru hjá því að binda endahnútinn á sögu Bishops. Við fáum aldrei að vita, hvort hann „læknast" eða ekki. En kannski skiptir það engu máli samkvæmt hinni póst- módernu kenningu. Um sýninguna er fljótsagt, að hún er ágætlega unnin og leikendur standa sig hver öðrum betur. Hanna María Karls- dóttír og Eggert Þor- leifsson skila sínu með prýði, án þess að gera nokkuð nýtt. Halldóra Geirharðs- dóttír leikur af meira öryggi en nokkru sinni fyrr; hún hefur hina kaldhæðnu kómík verksins fullkomlega á valdi sínu og er óborganleg, þegar henni tekst best upp. Jóhann G. Jóhannson hefur áður sýnt, að hann er efnilegur leikari; nú kemur hann, sér og sigrar sem Bishop. Hann leikur sér að því að sýna, hvernig misþroska stráklingur breytist í villidýr. Umgerð sýningarinnar er óaðfinnanleg og leikstjórn Þórs Túliníusar hin vandaðasta. S5 BORGARLEIKHÚSIÐ. Úr leikritinu Feitir menn í þilsum. Frá vinstri Hanna María Karlsdóttir og Jóhann G. Jóhannsson. Jóhann sýnir afar góðan leik í þessu verki. FV-mynd: Geir Ólafsson. 74 Leikhúsannáll í ársbyrjun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.