Frjáls verslun - 01.01.1998, Blaðsíða 49
Olafur
Kind-
, Frs vinstn:
G" '
Hubert, ^tetion Internatt _.n,;tc/,(tasemian.
son ]
„Þetta er gróskumikið félag og félagsmenn þess eru um 2.250
talsins. Flestir þeirra hafa hlotið sína menntun í Háskóla Islands.
Meira en tíundi hver viðskipta- eða hagfræðingur hefur farið í
meistaranám erlendis og þannig fengið nýja vídd í námið, bæði
reynslu af því að búa erlendis og dýpri þekkingu á sjálfu náminu.
Það er mikill styrkur að slíku fólki í stéttinni en viðskiptaffæðinga
og hagfræðinga er að finna mjög víða í atvinnulífinu. Hlutfall
kvenna fer hækkandi eftir því sem árin líða. í dag eru 25% af við-
skipta- og haglfæðingum konur en útskriftarhlutfallið er nú að
meðaltali 40% konur og 60% karlar. Konum fer því íjölgandi.”
BREYTTAR ÁHERSLUR - BREYTT NÁM
í upphafi var námið við HÍ, að sögn Kristjáns, almennt um við-
skipti og rekstur og viðskiptafræðingar voru yfirleitt það sem við
köllum nú almennir stjórnendur í fyrirtækjum og stofnunum.
Mikil áhersla var áður lögð á bókhald en það hefurgjörbreyst með
upplýsingatækninni. Hin síðari ár hafa viðskiptafræði- og hag-
fræðigreinarnar þróast mikið og áherslurnar hafa breyst. Fyrir-
tækjarekstur, hagkerfin og samspil þeirra hafa verið greind meira
í sundur og einstakir þættir skoðaðir betur. Viðskipta- og hagfræð-
ingar eru þannig komnir meira í ýmis sérfræðistörf.
„Viðskiptafræði er margslungin ffæðigrein og felur í sér marg-
ar sérgreinar eins og t.d. markaðsmál, fjármál, framleiðslumál,
gæðamál, endurskoðun og stjórnun. I framtíðinni verður í vaxandi
mæli þörf fyrir að tengja saman sérhæfingu á mismunandi svið-
um, t.d. á sviði upplýsingamála, fjármála og markaðsmála. Námið
við HÍ hefur einnig breyst töluvert og tekið meira mið af þörfum
atvinnulífsins en áður var. Nú er búið að skipta viðskiptaíræðinám-
inu í sex svið þar sem boðið er upp á talsverða sérhæfingu. Til
margra ára hefur viðskiptafræðin verið fjögurra ára nám en nú
getur fólk einnig farið í BS-nám og útskrifast eftir þijú ár. Frá og
með síðasta hausti er síðan einnig hægt að fara í meistaranám.
Nemendur í hagfræði geta nú valið á milli tveggja námsbrauta til
BS eða BA prófs
og tekur námið
þrjú ár. Þar er
einnig boðið upp
á nám til meist-
araprófs í hagfræði.”
Fra raöstefnu á Hótel Sögu í tilefhi 50
™ífTl,s Féla«s viðskiptafræðinga og
gfneðntga. Þrír af fiórum heiðursf >
logum felagsins sitja ffemst til hægri á
myndinm. Talið frá hægri: Dr. Oddur
Ouðjonsson, prófessor Ólafur Björns-
f°n °? Kletnenz Tryggvason, fyrrum
Gyffa Þ Sr°nf' FjÓrða he*ðursfélagann,
fjylta P. Gislason prófessor, vantar á
myndina.
HLUTVERK FELAGSINS ENDURSKOÐAÐ
Undanfarin tvö ár segir Kristján félagsmenn hafa verið að end-
urskoða hlutverk sitt og framtíðarsýn. Á síðasta aðalfundi voru t.d.
samdar nýjar siðareglur fýrir félagið þar sem tíundað er hvernig
félagsmönnum beri að haga sínum störfum í þjóðfélaginu með
sem heiðarlegustum hætti. Þar er m.a. að finna leiðbeiningar um
siðferði í viðskiptum.
„Við erum einnig að endurskoða lögin okkar og breyta áhersl-
um varðandi tilgang félagsins. Við viljum að félagið beiti sér fyrir
því að efla menntun og rannsóknir í viðskipta- og hagfræði og efli
kynningu á menntun félagsmanna og ímynd viðskiptafræðinga og
hagfræðinga.
Við erum líka að vinna heimasíðu á Veraldarvefnum fyrir fé-
lagið sem opnuð verður á aímælisárinu. Við verðum þar bæði
með opinn vef íyrir almenning þar sem er að finna almennar upp-
lýsingar um félagið og einnig sérstakt félagssvæði þar sem lykil-
orð þarf til þess að hafa aðgang. Þar eru ýmsar nytsamar upplýs-
ingar fyrir félagsmenn eins og kjarakannanir, félagatal o.fl. Við
verðum líka með sérstakt stjórnarsvæði fyrir fólk sem starfar í
hinum ýmsu nefndum félagsins þar sem er hægt að lesa allar
fundargerðir o.fl. Félagið vill leggja sig frarn við að veita félags-
mönnum hagnýtar upplýsingar og ráðgjöf, enda er talsvert leitað
til okkar. Allt er þetta í samræmi við þá þróun sem orðið hefur
bæði hér á landi og erlendis og er liður í því að aðlaga Félag við-
skiptafræðinga og hagfræðinga að breyttum tímum og nýjum
kröfum,” sagði Kristján. 33
VARLA ATVINNULEYSI EN VAXANDI LAUNAMUNUR
Ólíklegt er ab atvinnuleysi blasi við viöskiptafræöingum. Hins vegar er hugsanlegt aö meö tímanum aukist launamunur á milli
þeirra, sem ekki hafa lokið framhaldsnámi á háskólastigi, og hinna sem hafa sérhæft sig. Þeir síöarnefndu veröa alltaf eftirsóttir.
49