Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1998, Blaðsíða 44

Frjáls verslun - 01.01.1998, Blaðsíða 44
Friðrik er mikill áhugamaður um fótbolta og spilar tvisvar í viku með valinkunn- um hópum í KR-heimilinu. Hér sést hann í hópi sveittra félaga. vera að skattkerfið samræmdi skattheimtu þannig að umboðsmönnum og fleiri starfs- mönnum dagblaða, sem verið höíðu skatt- ffjálsir árum saman, var nú gert að greiða skatt. Sú ákvörðun stóð, enda túlkun gild- andi laga. Þannig var í raun ekki hróflað við upphaflegri áætlun skattkerfisins. Sumir hafa orðið til þess að telja sögu- sagnir eins og þetta merki um metnaðar- leysi Friðriks meðan aðrir segja að þetta sýni raunsæi hans og sálarstyrk að hann skuli geta staðið í skugga foringjans jafn lengi og raun ber vitni. Sumir kunningjar Friðriks segja að skýringin sé mun einfald- leiki ráðherrans sem hefur barist árum saman innan kerfisins, sem hann treystir aldrei fullkomlega, við hin steinrunnu Framsóknaröfl. I þeim veruleika segja menn að Friðrik hafi aldrei misst sjónar á sinni fornu hugsjón, Báknið burt, og hafi með þrautseigju og dugnaði náð miklum árangri í því að einfalda og straumlínu- laga ríkisbáknið. Stjórnunarstíl Friðriks er lýst svo að hann sé skipulagður og treysti sam- starfsmönnum sínum vel og feli þeim óhikað flókin verkefni. Starfsfólk í ráðu- neytinu hefur góðan aðgang að honum LITLU BLAÐBURÐARDRENGIRNIR Rauðhausinn seldi aukablöðin því hann var góður sölumaður en Friðrik rukkaði því hann var minni og átti betra með að heilla húsmæðurnar sem héldu stundum fast um budduna. Félagi Friðriks í útburðinum var Jóhannes Jónsson sem í dag er kaupmaður í Bónus. Enn er verkaskiptingin áþekk: Jóhannes selur en Friðrik rukkar. ari og nærtækari. Friðrik sé einfaldlega lat- ur lífsnautnamaður sem sé ekki rekinn áífam af brennandi persónulegum metnaði og valdalöngun heldur vilji njóta lífsins og finnist hann hafa það alveg nógu gott þó að hann sé ef til vill ekki á allra hæsta tindi. HVAÐA BÁKN? Aðrir samstarfsmenn Friðriks í ráðu- neytinu segja að í þessum efnum sé veru- leikinn í raun tvískiptur. Annars vegar sé sá einfaldi veruleiki sem birtist í vitund almennings og kristallast ef til vill í skop- myndum Sigmunds þar sem Davíð slær á puttana á Friðrik. Hins vegar sé veru- og lögfræðingar, deildarstjórar og aðrir eigi með honurn tíða fundi. Þetta segja innanbúðarmenn að sé mikill munur frá sumum fyrirrennurum hans sem töluðu aðeins við ráðuneytisstjóra og skrifstofu- stjóra. Sú skoðun heyrist reyndar að stundum hafi Friðrik tapað á því að láta undirmönnum sínum eftir of mikil völd því embættismenn fari stundum of mikið eigin leiðir. Sumir segja að Friðrik hafi of lítið sinnt um ímynd sína sem stjórnmála- manns í óvægnu ijölmiðlaumhverfi og gjaldi þess nú þar sem ímynd hans sé ekki eins sterk og efni standi til. Hann sé ■■■■■■■■■■ NÆRMYND ótrauður, góður hægrimaður og hverfi hann af vettvangi stjórnmálanna og ger- ist forstjóri Landsvirkjunar muni Sjálf- stæðisflokkurinn þokast enn lengra að miðju vegna náinnar sambúðar og sam- starfs við Framsóknarmenn. Þessi skoð- un gengur reyndar á skjön við þá stað- reynd að þegar Friðrik var að hasla sér völl innan flokksins voru hann og félagar hans á köflum taldir of fijálslyndir fýrir Eimreiðarklíkuna sem síðan náði völd- um í flokknum og fylkti sér um Davíð Oddsson. Aðrir fullyrða að tími Friðriks sé liðinn og það verði flokknum til góðs ef hann standi upp fyrir yngri manni. HVAÐA KONUR? Fjölskyldumál Friðriks hafa verið nokkuð flóknari en gengur og gerist. Hann er tvígiftur, á samtals sex börn og stækkandi hóp barnabarna. Fyrri kona hans var Helga Jóakimsdóttir, dóttir Jóakims Pálssonar útgerðarjöfurs vestur í Hnífsdal og Gabrielu Jóhannsdóttur. Vegna þeirra fjölskyldutengsla vann Frið- rik mörg sumur í Hraðfrystihúsinu í Hnífsdal sem framkvæmdastjóri og aflaði sér dýrmætrar reynslu af undirstöðuat- vinnuvegi þjóðarinnar. Friðrik og Helga áttu þrjár dætur saman. Þær heita Aslaug María, f. 1969, sálfræðingur, Gabríela Kristín, f. 1971, myndlistarmaður og Helga Guðrún f. 1981. Fóstursonur Friðriks, sonur Helgu, er Jóakim Hlynur Reynisson, f. 1961, raf- magnsverkfræðingur. Seinni kona Friðriks er dr. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, dósent í mann- fræði við HÍ. Hún er f. 1952, dóttir Krist- mundar Jónssonar verslunarmanns í Reykjavík og Sigríðar Júlíusdóttur. Krist- mundur hefur í áratugi átt og rekið arð- bærasta veitingastað Islands, miðað við stærð, en það er pylsuvagninn við Tryggvagötu. Friðrik og Sigríður eiga saman eina dóttur, Sigríði, f. 1994, en þau eiga einnig þau sameiginlegu tengsl við Isafjörð að eins og Friðrik var Sigríður gift Isfirðingi en fyrri maður hennar var Hjálmar Ragn- arsson tónskáld. Fyrir utan þetta átti Friðrik tvö börn fyrir hjónabönd. Það eru Stefán, f. 1963, viðskiptafræðingur, útgerðarstjóri hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum, og Halldór, f. 1967, sjómaður. Móðir Stefáns er Guðbjörg Kristinsdóttir og móðir Hall- dórs er Asta B. Gunnarsdóttir. 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.