Frjáls verslun - 01.01.1998, Blaðsíða 33
FORSÍÐUEFNI
lætur þá fá sundlaugina á silfurfati. Auðvitað eru ekki allir
ánægðir. Eg væri alveg til í að gera svona samning við Laugar-
dalslaugina, þeir sæu um reksturinn og ég fengi helminginn af
andvirði kortanna.”
WORLD CLASS ER UNDIRSTAÐAN
Umtalsverðar árstíðasveifiur eru í aðsókn fólks að líkams-
ræktarstöðvum en Björn segir að það fari þó minnkandi. Bestu
tímabilin á árinu eru tvö. Annað nær frá janúar og fram til loka
apríl. Hitt byrjar í september og nær til loka nóvember. Miðað
við tölur World Class fer aðsóknin á daufustu tímunum á sumr-
in niður í 70% af því sem hún er mest. „Þetta er orðið stærri hlut-
ur í lífi fólks en áður var. Hingað sækja menn bæði æfingar og
einnig félagsskap.”
Björn hefur séð um rekstur skemmtistaða eins og fram er
komið en segist sáralítið eða ekkert hafa tekið þátt í öðrum
rekstri. Þó hefur hann örlítið tekið á innflutningi á vörum, tækj-
um og fatnaði tengdum líkamsrækt.
„Mitt áhugamál er líkamsrækt og World Class er sá grunnur
sem ég byggi á og mitt nafn tengist. Þess vegna hef ég alltaf lagt
áherslu á að sinna því og geri það áfram. Eg er með góða starfs-
menn sem sjá um veitingareksturinn fyrir mig.
Veitingareksturinn veltir meira en líkamsræktin en ég sé um
World Class. Eg hef verið með hagnað af World Class tvö síð-
ustu árin en það er ekki neitt sjálfgefið.” 33
Elías Níelsson í Mætti segir að aukin samkeppni hafi dregið
úr þjónustu stöðvanna.
Elías Níelsson í Mætti:
ERUM AÐ DREPA HVER ANNAN
ér finnst samkeppni alveg sjálfsögð og af hinu góða. Það
breytir ekki því að sú verðsamkeppni, sem undanfarið ár
hefur staðið milli líkamsræktarstöðva, mun drepa ein-
hveijar stöðvanna ef ekkert breytist. Mér sýnist að þetta muni
koma niður á þeirri þjónustu sem stöðvarnar veita og hefur þegar
^IAKGBSI
SKHN
Jakob's Fine Furs • Jakob Ámason
Miðtúni 2 • 230 Keflavík • Sími & fax: 421 f66l
þér tíma og líttu a
óviðjaínanlegt úrval a£ W*ða
loðslíinnsUápum og jö'WUu:
Jakob s Fine Furs er í samstarfi
við mjög þekktan feldskera í
Grikklandi sem hannar
glæsilegar loðskinnskápur sem
náð hafa miklum vinsældum
á íslandi. Loðskinnin eru
einnig seld í
Bandaríkjunum, Skandinavíu,
Grikklandi og Hong Kong.
33