Frjáls verslun - 01.01.1998, Blaðsíða 18
FJARMAL
Búnaðarbanki
Uognmolla! Það er orðið sem flestir nota þegar rætt er um
sölu á ríkisbönkunum eða sameiningu þeirra við aðra
banka. Astæðan fyrir lognmollunni? Það vantar stefnu frá
stjórnvöldum um sölu Landsbankans og Búnaðarbankans. Engu að
síður ættu menn að doka við; þrátt fyrir lognmollu á yfirborðinu
kraumar undir og til stórtíðinda gæti dregið - þegar á þessu ári. Talið
er sennilegt að kjuðanum í biljarð bankanna verði beint að Lands-
bankanum og honum skotið í átt að „öðrum kúlum’’ á borðinu. Inn-
an Landsbankans eru komin fram sterk öfl sem hafa áhuga á að
hraða einkavæðingu bankans - og þau líta ekki síst til Islandsbanka.
Það gæti hins vegar orðið erfitt að leggja þær kúlur saman.
Telja verður líklegt að innan íslandsbanka verði sterk fyrir-
staða við að sameinast Landsbankanum - einna helst vegna kaup-
anna á helmingnum í VIS á síðasta ári. Löngu er hins vegar vitað
um áhuga íslandsbankamanna á að stilla kúlum saman við Búnað-
arbankann - og er vert að minna á nýlega samvinnu þessara
tveggja banka i Samlifs-málinu. Þar keyptu þeir, ásamt fimm
stærstu lífeyrissjóðunum, 60% hlut í Samlífi af Sjóvá-AImennum og
Tryggingamiðstöðinni en þau áttu félagið að fullu áður. Ýmsir eru
á þeirri skoðun að þarna sé kominn vísir að sameiningu banka - og
nýrri blokk í viðskiptalífinu sem keppi við Landsbankann og VÍS.
En málið er hins vegar ekki alveg svona einfalt. Það eru sömu
eigendur að Landsbankanum og Búnaðarbankanum; nefnilega
Fjárfestingarbankinn
Verður kjuðanum beint að Landsbankanum og honum skot-
ið saman við annan banka - eða aðra banka - þegar á þessu
ári? Kominn er fram vilji innan bankans um að fara hraðar í
einkavæðingu hans - og fullyrt er að Landsbankamenn vilji
helst skjóta kúlunni að íslandsbanka.
KJUÐANUM BEINT AÐ
Flestir telja algera lognmollu í sameiningarmálum bankanna. Til stórtíöinda gæti þó
ríkið. Og komi fram vilji innan stjórnarflokkanna
um að sameina frekar Landsbanka og íslands-
banka en Búnaðarbanka og Islandsbanka er aug-
ljóslega ljón á veginum fýrir íslandsbankamenn
séu þeir í sameiningarhug við Búnaðarbanka.
Viðsemjendur þeirra eru nefnilega þeir sömu í báðum tilvikum;
ríkisstjórn Islands. Kergja í málinu gæti þýtt eftirfarandi gagnvart
Islandsbankamönnum: Þið fáið ekki Búnaðarbankann vegna þess
að þið viljið ekki tala við okkur um Landsbankann!
Flestir eru á því að ríkisstjórnin hafi valið sér hraða snigilsins í
sölu ríkisbankanna og sé algerlega stefnulaus í málinu. Jafnframt
eru þau rök nefnd að mjög erfitt verði fyrir stjórnina að skipta um
gír fyrr en eftir Alþingiskosningar á næsta ári Hvers vegna? Jú,
sameining banka hefur aðeins einn tilgang; að hagræða. Hagræð-
ing merkir að segja upp fólki og fækka útibúum. Og þora stjórn-
málamenn að gefa út ávísun á uppsagnir þegar stutt er í kosning-
ar? Varla! Aldrei skyldi þó segja aldrei! Allir eru sammála um að ís-
lenskt bankakerfi sé of dýrt í rekstri, auk þess sem bankarnir séu
of smáir til að þjóna stærstu fyrirtækjum landsins. Síðast en ekki
síst: Fólkið er komið fram úr Finni Ingólfssyni og öðrum stjórn-
málamönnum í sölu bankanna. Eftir að þeir voru gerðir að hluta-
félögum vilja um 70% selja ríkisbankana, samkvæmt skoðana-
könnunum. Miðað við þá niðurstöðu gæti það hreinlega orðið
FV-MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON
kosningamál - og til vinsælda fallið - að hafa hreyft
við málinu af alvöru.
Ríkisbankarnir eru þrír; Landsbankinn, Búnað-
arbankinn og Fjárfestingarbanki atvinnulífsins.
Heimild er til að auka hlutafé hinna fyrstnefhdu um
35% á þessu ári - og þegar hefur verið afráðið að selja 10% af þeirri
aukningu til starfsmanna bankanna og lífeyrissjóða starfsmann-
anna. Sú sala gefur vísbendingu um verð á bönkunum. En það
verður þó aldrei annað en vísbending því þegar bönkum er skotið
saman í einn vinnst við það hagræðing sem hækkar verðið. Með
öðrum orðum; ríkisstjórnin fær mest fýrir bankana með því að
sameina þá öðrum. Enda er það reynslan erlendis. Takið einnig
eftir að Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra hefur heimild til að
selja 49% í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins og er það yfirlýst
markmið að sú sala fari fram. Finnur ætlar hins vegar ekki að láta
einkavæðingarnefnd sjá um söluna, til dæmis með útboðum, held-
ur ætlar hann að stýra henni sjálfur. Ekki er nokkur vafi á að til-
koma Fjárfestingarbanka atvinnulífsins og Nýsköpunarsjóðs at-
vinnulífsins hefur hleypt nýju blóði í umræður um sameiningu og
sölu ríkisbankanna. Bjarni Armansson, framkvæmdastjóri Fjár-
festingarbankans, hefurýtt við bankastjórum Landsbanka, Búnað-
arbanka og Islandsbanka. Hann er í miklu harðari samkeppni við
þá en þeir gerðu ráð fyrir í upphafi.
FRÉTTASKÝRING
Jón G. Hauksson
18