Frjáls verslun - 01.01.1998, Blaðsíða 69
Tíu aflahæstu laxveiðiárnar 1996 ■ Tíu aflahæstu laxveiðiárnar 1997
Nafn ár: Fjöldi' veiddra Nafn ár: Fjöldi veiddra I
Norðurá Langá laxa 1964 1517 H Rangárnar Norðurá laxa 2960 1902 H
Grímsá og Tunguá 1484 1 Þverá 1635 ET
Þverá og Kjarrá 1381 >< Grímsá og Tunguá 1571 *<
Laxá í Leirársveit 1368 Langá 1368 5' -'i
Rangárnar 1298 S.«i) R-c Laxá í Aðaldal 1200 ~ fD R-c
Elliðaár 1211 œo- ■o 55. O o> Laxá í Kjós 1200 (fl? O “■
Laxá í Aðaldal 1047 < g. Laxá í Dölum 800 ~ O)
Laxá í Dölum 1032 öiio O: Laxá í Leirársveit 720 0,(0 eS* Q> rv
Hofsá og Sunnudalsá 826 o« — P’r Laxá á Ásum 713 a| p>£;
KOMANDISUMAR
Öala á veiðileyfum í laxveiðiám landsins fyrir komandi sumar er
langt komin. Bæði erlendi markaðurinn og sá íslenski eru líflegri
en undanfarin ár. Menn telja von á uppsveiflu í þessari atvinnu-
grein,” segir Böðvar Sigvaldason, bóndi á Barði í Miðfirði, formaður
Landssambands veiðifélaga.
Hann segir að verð á veiðileyfum hafi hækkað mjög mismikið en að
hækkanir séu að mestu í takt við almennar verðbreytingar. „Undangengin
ár hafa verið veiðileyfishöfum erfið,” segir Böðvar og bætir við að ástæð-
urnar séu minnkandi laxagengd í Norður-Atlantshafi og samkeppni frá
Rússlandi.
Þess má geta að veiði á Atlantshafslaxi er nú ijórðungur af því sem var
á árunum 1970 til 1980.
Fjöldi stangveiddra laxa á Islandi 1974-1997
■ L ■ I 29.000
n n I! Meðaltal L! “í.\
I I II I I I II rrn nii iiii i i i 1 1 1 n i i i i mn i i i
50000
40000
30000
20000
10000
1974 1976 1978 1980 1982 1984 1986
Heimild: Veiðimálastofnun.
1988 1990 1992 1994 1996
Tölur fyrir 1997 eru bráöabirgöartölur.
Stangaveiðin var um 29 þúsund laxar á síðasta sumri, samkvæmt bráðabirgðartöl-
um Veiðimálastofnunar. Það var svipuð veiði og sumarið 1996.
þeim tilgangi að kynna útlendingum land-
ið og laxveiðina. Ritstjórum, blaðamönn-
um, ljósmyndurum og myndatökumönn-
um hefur verið boðið til landsins. Heim-
sóknir þessar hafa skilað umfiöllun í virt-
um tímaritum og aukið eftirspurn, að sögn
Einars. Þar hafa margir þekktir menn
komið við sögu og væntanleg er grein frá
Jack Hemingway, sonarsyni skáldsins.
Landssambandið er einnig með heima-
síðu á Internetinu í smíðum en þar eiga
stangveiðimenn að hafa aðgang að öllum
helstu upplýsingum. Einstakir leigutakar,
svo sem Þröstur Elliðason og Arni Bald-
ursson, hafa líka sinnt markaðsmálum er-
lendis fyrir sín svæði.
„Stöðugt þarf þó að kynna laxveiðina út-
lendingum vegna þess að gamlir veiði-
menn falla frá. Algengt er að útlendingarn-
ir komi í hópum og þegar forystumannsins
nýtur ekki lengur við láta hinir ekki sjá
sig,“ segir Einar.
En árnar eru ekki bara ætlaðar útlend-
ingum. Talið er að íslenskum laxveiði-
mönnum haíi Jjölgað og tölur um félaga-
aukningu í stangveiðifélögum gefa vís-
bendingu um það. Félagsvísindastofnun
gerði könnun á fjölda stangveiðimanna
árið 1980 og kom fram að fimmtungur
landsmanna stundaði stangveiði í ein-
hverjum mæli. Engin nýrri könnun er til-
tæk en þó er talið fullvíst að enn stærra
hlutfall þjóðarinnar dýfi færi í á eða vatn.
Arlegur er veiðidagur fjölskyldunnar sem
öllum er boðið til og möguleikar á ódýrari
veiðisvæðum eru nú fleiri en áður. A sumr-
in má sjá veiðistangir í farangri flestra
ferðamanna, þótt veiðitúr sé ekki mark-
miðið í sjálfu sér.
EiGENDUR 0G LEIGUTAKAR
Þar sem landslög segja að ekki megi
skilja veiðiréttinn frá landi eru landeigend-
ur eigendur veiðiréttar. Þeir geta hins
vegar leigt hann til annarra, leigutaka eins
og þeir kallast. Leigutakar gera tilboð í árn-
ar og sjá síðan um að leigja þær áfram til
stangveiðimanna. Töluverð festa virðist
vera á þessum markaði og algengt að
sömu aðilar leigi ána svo árum skiptir. Þeir
sem þekkja til markaðarins segja að eig-
endur hlaupi ekki eftir nýjum og hærri til-
boðum heldur þyki öruggara að leigja
ábyggilegum aðilurn sem þeir þekkja til. Ef
nýir aðilar eiga ekki sjálfir fé verða þeir að
hafa sterka bakhjaria sem ganga í ábyrgð-
ir. Það er ekki upphæðin sem skiptir meg-
inmáli heldur öryggið. Milli eigenda og
leigutaka er oftar en ekki ákveðið heiðurs-
mannasamkomulag. Sagt er að útlending-
ar standi á bak við nokkra leigutaka og
hafa sumir kveðið svo fast að orði að þær
ár séu í „eigu“ útlendinganna.
Með því að leigja ána leigutökum losna
bændurnir sjálfir við það umstang sem fylg-
ir þvi að selja veiðileyíin og markaðssetn-
ingu. Það hvíli á leigutakanum að selja eftir
að eigandinn hafi fengið sitt. Skipta má
veiðileyfishöfum í þrennt: Bændur, sem
eiga rétt að ám, leigutaka, sem hafa að at-
vinnu að framleigja leyfi, og stangveiðifélög
sem taka á á leigu fyrir félagsmenn sem
kaupa síðan leyfin í gegnum félagið. SD