Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1998, Blaðsíða 73

Frjáls verslun - 01.01.1998, Blaðsíða 73
nefndir tíl „merkisstaða” eða „at- hyglisverðra útsýnisstaða”. Til er al- þjóðlegt merki sem sett er upp á slíkum stöðum og minnir á órofa bandspotta með fjórum lykkjum. Einar Garibaldi hefur dregið saman eða „brottnumið” níu slík merki, hengt þau upp á vegg og gefið þeim nöfn: Eyjaljallajökull, Snæfellsjökull og svo framvegis. Nema hvað merk- in eru einnig tíleinkuð ákveðnum listmálurum, og þá rennur upp fyrir áhorfanda að „merkisstaðirnir”, sem þarna er vísað tíl, eru í raun hvergi tíl nema í frægum málverk- um. Eitt skiltíð vísar tíl dæmis á Gullfjöll Svavars Guðnasonar og annað heitir Án títíls og er tíleinkað Þórarni B. Þorlákssyni. Einari Gari- balda er væntanlega spurn: Hvernig breytíst staður í „athyglisverðan út- sýnisstað”, má líta á „stað”, eins og hann birtist í málverki, sem hluta af landafræðinni eins og íýrirmyndina, og er hægt að kalla upp ímynd tíltek- ins „staðar” með stöðluðu tákni? Sjálfsagt hangir eitthvað fleira á spýtu (eða skiltí) listamannsins, ef ég þekki hann rétt. I Gerðarsafni var loks sýning sem einnig vaktí upp ótal spurning- ar, ekki síst um fyrirbærið „menn- ingarlandslag”. Þar var á ferðinni Kjartan Olason, stórtækur lista- maður og djúpt hugsandi með „sneiðar úr minni þjóðarinnar”, svo vitnað sé í sýningarskrá. Þar stað- næmdist ég við feiknstóra mynd- tvennu sem ber heitíð Saga, þar sem skeytt er saman málaðri mynd af Snorralaug í Reykholti og mynd af Hótel Sögu, fortíð og nútíð, sem renna saman í ískyggilegt tímaleysi fýrir sjónum okkar. Sagan eins og hún birtíst í lauginni kallar á söguna eins og hún er virkjuð í þágu ferða- mennsku og nútímabílífis. í lauginni sátu forfeður vorir og létu þreytuna líða úr þreyttum limum, voru kanns- ki með mjaðarkönnu á laugarbarm- inum, í hótelinu baða sig stressaðir nútímamenn og hafa viskíglösin við hendina. A báðum þessum „griða- stöðum” liggja menn jafn vel við höggi. Viðhorf Kjartans til sögunnar einkennist af eins konar glaðhlakka- legri svartsýni. SS Stjörnu^jöf Jóns Viðars Þjóðleikhús Fiðlarinn á þakinu. * * • Þó að aðalleikararnir séu fullungir og tónlistarflutningur minni í sniðum en á fyrri sýningu verksins, njóta sagan og söngvarnir sín þó svo vel, að áhorf- endur hafa streymt í leikhúsið frá því í vor. Grandavegur 7. ** Snotur umgerð og tónlist, sem er á köflum áhrifasterk, breyta ekki því, að það er einhver holur tónn í öllu saman og hringlið á milli lífs og dauða orkar þreytandi til lengdar. Ætli Kjartan Ragnarsson hafi nokkuð gert upp við sig, hvað hann vildi segja með sýningunni? Hamlet * Eina stjarnan fer tíl Hilmis Snæs, sem stendur sig vel, þó að Hamlet sjálfur verði nánast aukapersóna í ruglingslegri sýningu, sem er ofhlaðin leikstjórnarhugdettum án tengsla við verk Shakespeares. (Sjá dóm bls. 76). Yndisfríð og ófreskjan. * * * Prýðilega unnin sýning sem óhætt er að mæla með, þó að skrímslið veki fremur bros en ótta, a.m.k. hjá eldri börnum, og „Yndisfríð“ sýnist aldrei í mikilli hættu. (Sjá dóm bls. 79). Borgarleikhúsið Feður og synir. * * • Þrátt fýrir nokkra galla athyglisverðasta sýning á íslensku leik- sviði um þessar mundir og tímabært mótvægi við þær leikstjórnaruppákomur sem Þjóöleik- húsið hefur helst státað af síðustu misseri. (Sjá dóm bls. 75). Feitir menn í pilsum. * * Póstmódernísk mannakjötsveisla eftír nýjustu uppskrift frá Bandaríkjunum. Leikur og leikstjórn með ágætum, fagmennskan er að sækja í sig veðrið í Borgarleikhúsinu. (Sjá dóm bls. 74). Galdrakarlinn í Oz. * * • Frábær dansaatriði Kenn Oldfields eru það besta í fremur þyngslalegri sviðsetningu Borgarleikhússins á þessu klassíska barnaverki. (Sjá dóm bls. 78). Loftkastalinn Fjögur hjörtu. * * Sálfræðin ristír ekki djúpt í frumraun Ólafs Jóhanns Ólafssonar fýr- ir leiksvið og stílblanda verksins á raunsæi og fantasíu nær ekki að verða trúverðug. En text- inn er lipurlega saminn og leikararnir fjórir skila sínu nokkurn veginn eins vel og frekast er kostur. Dágóð kvöldskemmtun. (Sjá dóm bls. 77). Bugsy Malone. Við sleppum stjörnugjöf fyrir sýningu sem er borin uppi af börnum og unglingum, en fagmannlega unnin að öðru leyti en því, að margir leikenda hefðu þurft að fá tilsögn í framsögn og textameðferð. (Sjá dóm bls. 77). Leikfélag Akureyrar Á ferð með frú Daisy. * * • Hugljúf saga, sem á sér sammannlega skírskotun þrátt fyrir djúpar rætur i bandarískum jarðvegi. Sigurveig Jónsdóttír hefúr sjaldan notíð sín betur en sem frú Daisy. (Sjá dóm bls. 75). Hermóður og Háðvör Síðasti bærinn í dalnum. * * * Hinn kröftugi hafhfirski leikhópur rær á þjóðleg mið í fyrstu barnasýningu sinni með ágætum árangri. Óskandi, að hann fái haldið starfi sínu áfram enn um sinn. (Sjá dóm bls. 78). Stjörnugjöf Jóns Viðars Jónssonar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.