Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1998, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.01.1998, Blaðsíða 29
FORSÍÐUEFNI □ etta er markaður þar sem hart er barist um hylli kúnnans. Líkams- ræktarstöðvarnar beijast upp á líf og dauða með afsláttarkortum, nýjum tækjum, einkatímum, lokuðum timum, einkabjálfurum og ótal gylliboðum. Síðustu tvö ár hefur verðsamkeppni þvingað stöðvar til að skera niður þjónustu, fækka starfs- fólki og draga saman seglin. Fullyrt er að allar stærstu stöðvarnar séu reknar með tapi og beðið sé þess að blaðran springi og einhver stígi fyrsta skreíið til hækk- unar á ný frekar en að verða gjaldþrota. Segja má að í hverri stöð sé fastur kjarni gesta, sem mætir reglulega næstum allt árið, en í hópi hinna er flóð og fjara. I upphafi árs fyllast allar stöðvar út úr dyrum og aðsóknin er aldrei meiri en f janúar og febrúar. Þetta er tími refsinga og meinlætis hjá þeim sem telja sig hafa farið yfir kjörþyngdarstrikið um hátíðir jóla og áramóta. Þetta er einnig tími lokkandi gylliboða og tækifæra til sérstakra fitubrennsluátaka í lokuðum hópum. Þegar fer að líða á mars dregur úr aðsókn, hún færist aftur í það sem fastagestir kalla eðlilegt horf. Síðan ris önnur bylgja á vor- dögum þegar marga fysir að laga línurnar áður en sumarið krefst þess að menn sporti sig í nærskornum fatnaði ef ekki beinlínis fá- klæddir. Það átak stendur langleiðina fram undir sumarfrí í lok júní en þá hverfa menn grannir og stæltir á vit grísa- og grillveislna sumarsins. Næst flykkjast menn að lóðum og bekkjum þegar langt er liðið á haust og tími mikilla heitstrenginga um nýtt og betra líf þennan vetur dynur yfir. Það er lyft, togað, stigið og teygt allt fram á aðventuna þegar flestir hverfa úr tækjasölunum og sökkva sér í jólaundirbúning, smákökubakstur og glöggdrykkju. Þangað til að janúar rennur upp á ný og aðsóknin fer vaxandi. Erfitt er að átta sig á því hvernig stærstu líkamsræktarstöðv- arnar skipta markaðnum á milli sín. Þó mun óhætt að fullyrða að mælt í fjölda gesta séu World Class, Stúdíó Ágústu og Hrafns og Máttur stærstu stöðvarnar. Samkvæmt útreikningum Frjálsrar verslunar má reikna með að um 18.000 manns á Reykjavíkursvæðinu stundi líkamsrækt með reglulegum hætti í æfingasölum allt árið. Skipting þriggja stærstu stöðvanna er með þeim hætti að World Class er með 5.300 virk kort, Máttur með um 3.000 og Stúdíó Ágústu og Hrafns með um 2.300. Þetta eru samanlagt tæplega 11 þúsund kort. Þetta þýð- ir að þessar þijár stöðvar ráða yfir um 58% af markaðnum. Rétt er að taka fram að hér er átt við þá sem stunda líkamsræktarstöðvar með reglulegum hætti og kaupa þjónustu af þeim. Eflaust er ann- ar jafn fjölmennur hópur sem skokkar, hjólar, syndir, er í leikfimi í einkatimum í leigðum íþróttasölum, stundar kraftgöngu eða gönguskíði eða gerir Mullers æfingar heima hjá sér. World Class rekur tvær stöðvar, eina í Reykjavík og aðra á Ak- ureyri (en World Class fékk styrk frá Byggðastofnun til að opna stöðina), Máttur rekur þijár stöðvar í Reykjavík og Ágústa og Hrafn reka eina stöð í Reykjavík en lokuðu um áramót stöð sem þau hölðu rekið á 42% Akureyri um nokkurra mánaða skeið. Helstu líkamsræktarstöðvar, miðað við fjölda gesta, aðrar en þær þijár sem nefnd- ar eru hér á undan væru þá: Sundlaug Kópavogs, Betrunarhúsið, Ræktin, Þokka- bót, Baðhús Lindu R, Planet Pulse, Vegg- sport og Gym 80. Mismunandi er hve mörg gild kort eru í gagni á hverjum stað. Sund- laug Kópavogs er með 1700 kort, margir hinna á bilinu 800-1000 og þaðan af minna allt niður í 300400 hundruð. Tölur um veltu stærstu líkamsræktarstöðv- anna liggja ekki alveg á lausu en Máttur velti um 84 milljónum árið 1996 og mun það vera svipað árið 1997. World Class velti um 100 milljónum á síðasta ári. Við samanburð er rétt að hafa í huga að hægt er að nota ýmsa mælikvarða. Miðað við veltu er t.d. Planet Pulse miklu stærri en aðrar, en minni ef miðað er við fjölda gesta. Síðan er misjafht eft- ir stöðvum hve margir koma reglulega af þeim sem eiga gilt kort. Samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar eyð- ir vísitölufjölskyldan 8.500 krónum á ári í líkams- rækt eins og þá sem fjallað er um hér. Tekjur lík- Áætlaður heildarQöldi sem stunda æfingastöðvar á höfuðborgarsvæðinu eru 18.000 manns. TEXTI Páll Ásgeir Ásgeirsson 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.