Frjáls verslun - 01.01.1998, Blaðsíða 68
LAXVEIÐI
Árni Baldursson, sem er þekktur leigutaki
laxveiðiáa, fær hér koss frá dóttur sinni um
sumarnótt. Árni er með Laugardalsá og
Langadalsá í Djúpi á leigu.
LEIGUTAKAR
Árni Baldursson:
Laugardalsá og Langadalsá í Djúpi.
Þröstur Elliðason:
Rangárnar, Breiðdalsá, Hvolsá og Staðar-
hálsá í Dölum.
Stangveiðifélag Reykjavíkur:
Norðurá, Hítará, Sogið, Stóra-Laxá í Hrepp-
um, Krossá og Fáskrúð.
Brynjólfur Markússon:
Laxá í Dölum og Víðidalsá.
Einar Sigfússon og Óttar Yngvarson:
Hafijarðará.
Asgeir Heiðar:
Laxá í Kjós.
Jón Steinar Gunnlaugsson,
Asgeir Þór Arnason og fl. lögfræðingar:
Svartá í Húnavatnssýslu.
Jón Ólafsson og Jón Yngvarsson (Sporður):
Þverá í Borgarfirði.
Pétur Pétursson (Kjötbúr Péturs):
Vatnsdalsá.
Bændur (veiðiréttareigendur):
Laxá í Leirársveit, Miðfjarðará í Miðfirði,
Grímsá í Borgarfirði og Laxá á Asum.
LAXVEIÐIN ER
LANDKYNNING
Ujölmargir blaðamenn og Ijósmyndarar koma árlega til íslands til að
fjalla um landið og laxveiðina. Það skilar sér í fleiri erlendum ferða-
mönnum.
Óbeinar tekjur þjóðarinnar af laxveiði eru miklar. Þar er átt við tekjur af
komu erlendra ferðamanna sem hafa heillast af landinu eftir að hafa lesið
greinar um laxveiði og náttúru landsins. Enda er það svo að fjölmargir blaða-
menn og ljósmyndarar koma á hveiju ári hingað til lands til að fjalla um land-
ið og laxveiðina. Og flýgur fiskisaga - um land og þjóð.
Þótt það hljómi ef til vill undarlega voru það útlendingar sem byrjuðu á
laxveiði á Islandi sem sporti. Það var um miðja síðustu öld. íslendingar litu á
þeim tíma ekki á laxveiði sem sport heldur sem hlunnindi bænda sem stund-
uðu netaveiðar. Raunar þóttu útlendingar í þá daga nokkuð skrýtnir að leggja
stangaveiði á sig í von um fisk.
Það var ekki fýrr en efdr síðari heimsstyrjöldina að Islendingar hófu lax-
veiðar sem íþrótt og dægradvöl; sport.
MARKAÐSSÓKN
Landssamband veiðifélaga var stofnað árið 1958 og eru 160-170 veiðifélög
á landinu innan þess. Það munu vera öfl veiðifélög því skylduaðild hefúr ver-
ið frá árinu 1994. Að sögn Einars Hannessonar, sem veitir Landssambandinu
forstöðu, ríkir mikil samkeppni milli einstakra veiðifélaga. Fátt sé látið uppi
um gang sölunnar fyrir komandi sumar og menn haldi spilunum að sér. Horf-
ur á sölu komandi sumar séu hins vegar taldar góðar og talað sé um aukna
ásókn útlendinga.
Þrátt fyrir virka samkeppni ríkir víðtækt samstarf meðal veiðifélaganna í
markaðsmálum. Nýverið gaf Landssambandið út möppu með lausum blöð-
um á ensku. Gefriar eru almennar upplýsingar um laxveiði á íslandi og síðan
leggja nokkur veiðifélög upplýsingablöð um einstakar ár í möppuna. Lands-
samband veiðifélaga hefur verið í samstarfi við Flugleiðir og Ferðamálaráð í
Fjölmargir erlendir blaðamenn og ljósmyndarar koma árlega til íslands
vegna laxveiðinnar. Hér er erlent tökulið á bökkum Ytri-Rangár. Boð er-
lendra blaðamanna er liður I sölu á íslenskum laxveiðiám.