Frjáls verslun - 01.01.1998, Blaðsíða 76
LEIKFÉLAG AKUREYRAR.
Úr leikritinu Á ferð með frú Daisy sem nú er sýnt fyrir norðan.
Sigurveig Jónsdóttir leikur frú Daisy og stendur sig einkar vel.
Mynd: Páll A. Pálsson.
sjálfa sig og umhverfi sitt. Önnur hlið sögunnar lýtur að sam-
skiptaháttum kynþáttanna í hinu ameríska ijölþjóðasamfélagi, og
þarf enga „staðfærslu" til að skilja, hvað þar er á ferð.
Sigurveig Jónsdóttir er frú Daisy og skilar hlutverkinu prýði-
lega. Sigurveig er ágæt leikkona, þó að hún hafi ekki útlit eða
rödd með sér, eins og stundum er sagt; hún býr engu að síður yfir
sterkri sviðsnærveru og ég hef oft dáðst að því, hvað hún hefur
góða „replikku". Hún er best í kómíkinni, en fer þó létt með að
leika á alvarlegri og þýðari strengi, ef því er að skipta. Hvort tveg-
gja þarfhún að gera hér, og tekst með miklum ágætum. Það kem-
ur ekki á óvart, að kollegi vor á Financial Times hafi veitt henni
meiri eftirtekt en öðrum í bíómynd Djöflaeyjunnar.
Þráinn Karlsson leikur hinn hörundsdökka bílstjóra, Hoke,
sem ráðinn er til að keyra frú Daisy. Þráinn var á einhvern hátt
ekki í essinu sínu, leikur hans of þunglamalegur framan af, svo
að aldursbreytingarnar þau tuttugu og fimm ár, sem leikurinn
spannar, urðu ekki nógu skýrar. Freistandi er að skrifa þetta á
reikning leikstjórans; það er ótrúlegt, að hann hafi ekki getað
fengið jafn traustan leikara og Þráin tíl að leika af meiri hressileik.
(Fá leikstjórar L.A., sem eru langoftast aðkomumenn, annars að-
stöðu til að fýlgjast með því hvernig sýningar þeirra þróast, eins
og á að vera sjálfsögð regla í atvinnuleikhúsi?) Aðalsteinn
Bergdal var í fremur vanþakklátu hlutverki sonarins; framan af
var stundum eins og hann væri eitthvað annars hugar - í samtöl-
unum við Hoke - en þegar fram í sóttí náði hann sér á strik.
....................................... ......................*
Leikurinn byggist upp á stuttum atriðum, sem hvarfla á milli
ýmissa staða, innan og utan húss, sumra í bíl. Sviðslausn Hlínar
Gunnarsdóttur er falin í skermum, sem skotið er fram og aftur,
svo að sviðsmenn hafa í nógu að snúast allan tímann. Þó hefðu
skiptíngarnar vafalítíð orðið mun liprari með hjálp ljósabreytínga
og einfaldari sviðsmyndar, sem var óþarflega natúralisk í stofuat-
riðunum. Þá voru atriðin milli Hokes og frú Daisy í bílnum stað-
sett full aftarlega á sviðinu; þau hefðu náð mun betur tíl áhorf-
enda framar á þvi, en voru greinilega færð inn í baksviðið af tíl-
litssemi við skermana. Að sjálfsögðu á leikmyndin að þjóna leikn-
um, ekki öfugt.
Þó að þetfa val á viðfangsefni getí ekki talist djarflegt og svið-
setningin hefði getað orðið betri, þarf LA ekkert að biðjast af-
sökunar á leiknum. Skírskotun hans nær út yfir öll landamæri,
og maður þarf ekki að vera orðinn neitt gegnsósa af ameríkanís-
eringu tíl að kunna vel mannlegri hlýju hans, blandaðri húmor og
hófstílltri tílfinningasemi. Og enginn er svikinn af ferð í leikhús-
ið, þegar burðarhlutverkið er i jafn góðum höndum og hér er
raunin. S3
Hamlet án Hamlets
Þýðing: Helgi Hálfdanarson
Hamlet eftir William Shakespeare í Þjóðleikhúsinu *
Leikstjóri: Baltasar Kormákur
Leikmynd og búningar: Vyutas Narbutas
vað gerir ungur leikstjóri sem fær að setja á svið eitt fræg-
asta og margbrotnasta verk heimsbókmenntanna og
ákveður að nota tækifærið tíl að sýna hversu frumlegur
hann sé? Hann getur t.d. strikað burt upphaf leiksins, sem
flestir munu sammála um, að sé eitt hið snjallasta í öllum leikbók-
menntunum, og byrjað i staðinn á löngu ræðuhaldi. Síðan liggur
beint við að rugla dramatiska framvindu verksins með því að um-
snúa svo einu helsta lykilatriði þess, þegar afturgenginn faðir
Hamlets prins birtist syni sínum og skipar honum að hefna
morðs síns, að það sem á eftír fer verði illskiljanlegt. Þá getur
hann gert eitthvað allt annað úr ýmsum helstu persónunum en
lesa má úr textanum, eins og hann sjálfur og aðrir aðstandendur
sýningarinnar hafa útlistað rækilega í viðtölum að undanförnu og
óþarft er að endurtaka hér.
Baltasar Kormákur hefur einnig lýst yfir því, að hann láti sér
textameðferð í léttu rúmi liggja, og kemur engum á óvart, sem
séð hefur sýninguna. Stundum er leikendum þannig á sviðið
skipað, að erfitt er að heyra til þeirra; í sviðsmiðju er aukinheld-
ur stór sandhrúga, sem lokar af þann stað, hvaðan leikendur eiga
að öðru jöfnu best með að ná til áhorfenda. Þó þjónaði hrúgan
ekki sýnilegum tilgangi fýrr en í lokaatriði, þegar hún varð að
gröf Ófelíu (nema ef telja eigi með hlutverk hennar sem lostabeð-
ur Kládíusar og Geirþrúðar). Verkið er svo niðurskorið, að sum
mögnuðustu atriðin, t.d. leiksýningin sem afhjúpar sekt Kládíus-
ar kóngs, verða hvorki fugl né fiskur. En reyndar leiðir af þeim
skilningi, sem leikstjórinn hefur gert að sínum, að draugurinn sé
einungis hugarfóstur Hamlets - svo sem einnig hefur verið ræki-
lega útlistað - að spurningin um sök Kládíusar, einn aðalspennu-
valdur verksins sjálfs, verður hér í raun og veru aukaatriði.
Leikhúsannáll í ársbyrjnn
76