Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1998, Blaðsíða 77

Frjáls verslun - 01.01.1998, Blaðsíða 77
lirtirð mennin? ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ. Úrleik- ritinu Hamlet sem var jólafrumsýning leikhússins. Frá vinstri: Þrúður Vilhjálmsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, sem leikur Hamlet, Tinna Gunn- laugs-dóttir og Ingvar E. Sigurðsson. Mynd: Grímur Bjarnason. greinilega stigið honum til höfuðs, en vonandi á hann eftir að ná áttum fyrr en síðar. Það verður þó ekki fyrr en honum hefur skilist, að hlutverk leikstjórans er að reyna að skynja hjartslátt persónanna, verksins sjálfs, eins og hann ómaði fyrir eyrum skáldsins, og aðstoða leikendur við að nema þann hjartslátt og endurskapa í návígi við áhorfendur. Hann verður einnig að skilja, að hann sjálfur veit ekki alla hluti og stundum getur ungum mönnum verið nauðsynlegt að leita til sér fróðari manna. Hvernig væri svo, Stefán Baldursson, að kalla til leikstjóra með lágmarksþekkingu á Shakespeare, næst þegar þú tekur verk eftir hann til flutnings í Þjóðleikhúsinu? HD Godot í stofiidrama Fjögur hjörtu eftir Ólaf Jóhann Ólafsson í Loftkastalanum * * Leikstjórn: Hallur Helgason Leikmynd: Sigurjón Jóhannsson Leikendur: Rúrik Haraldsson, Bessi Bjarnason, Árni Tryggvason og Gunnar Eyjólfsson Ætti maður að reyna að finna einhvern rauðan þráð í þessari skelfilegu sýningu, myndi hann líklega helst snúast um þá félaga, Kládíus kóng og Pólóníus ráðgjafa, og þá pólitísku spillingu sem þeir eru sokknir í. Það eru allir óskaplega vondir og spilltir hér, eins og Baltasar hafi ekki áttað sig á þeim reginmun sem er á Shakespeare og John Ford, sem hann stjórnaði með minnisverð- um árangri í fyrra. Svo að dæmi sé tekið, hefur hann ekki sett sig úr færi að henda sumum bestu köflunum úr hlutverki Pólóníus- ar, þeim sem lúta að föðurlegum tilfinningum hans, en samskipti feðra og barna eru, sem kunnugt er, eitt meginþema leiksins. Ymsir hafa orðið til að vegsama leikmynd og búninga, eins og þau séu sjálfstæð myndverk án tengsla við það sem fram fer á sviðinu; ég hafði fyrir mitt leyti meiri áhyggjur af leikendum, sem eiga á köflum fullt í fangi með að fóta sig á sleipu kopargólfinu og veitir örugglega ekki af góðu steypibaði eftir að hafa velst um í sandhrúgunni. I leikriti Shakespeares eru ástæðurnar fyrir vanda Hamlets, hinu margffæga hiki hans, að verulegu leyti trúarlegar. Shakespe- are liföi í landi, þar sem kaþólsku kirkjunni hafði nýlega verið rutt úr vegi, og sama máli gegnir auðsæilega um Hamlet. Af orðum draugsins má skilja, að hann sé staddur í hreinsunareldinum. En hreinsunareldurinn var ekki til samkvæmt boðun prótestanta, sem kenna að menn fari annaðhvort til himna eða heljar strax eftir lík- amsdauðann. Sé svo, er eðlilegast að álykta, að draugurinn sé dul- búinn ári úr helvíti, sendur til að tæla Hamlet til falls, og það gerir Hamlet fullum fetum. Inní þessi heilabrot fléttast síðan þunglyndi Hamlets og flóknar tilfinningar, einkum gagnvart móðurinni, Ófel- íu, og föðurnum, sem sálfræðilega þenkjandi bókmenntaskýrendur hafa löngum gert sér mat úr. Það væri út í hött að hafa uppi ítarlega gagnrýni á frammi- stöðu einstakra leikenda í sviðsetningu sem þessari. Þó að sá góði leikari, Hilmir Snær Guðnason, vinni hér engan leiksigur, stendur hann sig ótrúlega vel. Það er nánast sorglegt að hugsa til þess, hvað hann hefði getað gert undir vitrænni leikstjórn. Ingvar E. Sigurðsson hefur upp á síðkastið verið að festast í undarlegum leikstælum, skrækum rómi, kippum og hnykkjum, sem hann þyrfti að hrista af sér sem fyrst, þó að trúlega þurfi hann til þess hjálp góðs leikstjóra. Erlingur Gíslason, sem fékk að halda upp á fjörutíu ára leikafmæli í tætlun- um af hlutverki Pólóníusar, var í vonlausri aðstöðu að gera nokkuð sérstakt úr því. Baltasar Kormákur sýndi með sýningum sínum á Latabæ og Leitt hún skyldi vera skækja, að hann býr yfir ýmsum kostum góðs leikstjóra, sem íslenskt leikhús þarf nú mjög á að halda. Velgengnin hefur etta er nokkuð sérkennilegt leikrit. Það er engu líkara en Ibsen, Tsjekhov og Samuel Beckett hafi allir mætt á svæð- ið og tekið þátt í getnaði barnsins. Þarna eru falin leyndar- mál að hætti Ibsens. Sérhver hinna fjögurra spilafélaga, sem leikurinn snýst um, lifir í eigin sorgaheimi, eins og ekki er fátítt hjá Tsjek- hov, og fær m.a.s. að lýsa honum í einræðu. Svo eru karlarnir alltaf að bíða eftir þeim fimmta, sem á að skipta meginmáli fyrir samloð- un hópsins, en er lög- lega forfallaður. Rpr'lraltc Leikhúsannáll í ársbyrjun 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.