Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1998, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.01.1998, Blaðsíða 20
leg velta íslandsbanka og Búnaðarbanka árið 1996 var tæplega 15 milljarðar á móti rúmlega 11 milljarða króna veltu Landsbankans. Innan íslandsbanka er meiri áhugi á að sameinast Búnaðar- banka og telja þeir að Lands- bankinn sé orðinn of mikill Framsóknarflokksbanki ekki síst efdr kaupin á helm- ingnum í VÍS á síðasta ári. Þeir hinir sömu segja að ekki gangi að sameina einkageir- ann við samvinnuhreyfmg- una - tvær blokkir sem takist á af alefli á markaðnum. Þótt eignaraðild að íslandsbanka sé dreifð eru augljóslega meiri tengsl hluthafa við Sjóvá-Almennar og einka- geirann en samvinnuhreyfinguna. Telja verður fullvíst að það gengi ekki þegjandi og hljóðalaust fyrir sig í hluthafahópi íslandsbanka ef gengið yrði til viðræðna við ríkið um að sameinast Landsbankanum. En kúlurnar eru fleiri á biljarðborði bankanna. Þar koma spari- sjóðirnir við sögu. Hvernig verða þeir sameinaðir hlutafélagabanka? Tæknilega er ekki auðvelt að sjá það gerast nema að þeim, 31 tals- ins, verði fyrst breytt í eitt hlutafélag. Það er ekki auðveld leið. Hveij- ir eiga sparisjóðina? Því er ekki auðsvarað. Stofnendur þeirra? Nei. Fé þeirra er stofnfé en ekki hlutafé - og höndlað þannig innan spari- sjóðanna. í raun eiga sparisjóðirnir sig sjálfir. Þeir eru sjálfseignar- stoihanir sem samkvæmt lögum eru reknir í nánu sambandi við sveitarfélögin í landinu. í lögum segir að ef sparisjóðirnir verði leyst- ir upp skuli ráðstafa eigin fé þeirra - að frádregnu uppreiknuðu stofn- fé - til menningar- og líknarmála. Vitað er að innan sparisjóðanna er FJÁRMÁL áhugi á að kaupa hlut í Fjár- festingarbanka atvinnulífs- ins. Gangi eitthvað slíkt eftir á þessu ári gætu menn aug- ljóslega séð fyrir sér að þess- ar einingar rynnu einhvern veginn saman, þ.e. að spari- sjóðirnir keyptu Fjárfesting- arbankann, hugsanlega í kompaníi með erlendum banka. Þar með væru þeir hugsanlega komnir með for- kaupsrétt að öllum bankan- um. Sameinuðust Islands- banki og Búnaðarbanki yrði Landsbankinn eftir á sviðinu og liti á aðra möguleika. Vissulega kæmi til greina fyrir hann að sameinast Fjárfestingarbanka atvinnu- lífsins. Þar koma raunar sterkir hagsmunir saman. Báðir þessir bankar eru með hlutfallslega mikil lán til sjávarútvegsins. Þessi sam- runi væri auðvitað nokkur afturkippur í einkavæðingunni - og erfið- ara yrði að finna kaupendur að svo stórum sameinuðum ríkisbanka en ef þeir væru seldir í sitt hvoru lagi. Ekki er útilokað að pólitískur vilji skyti upp kollinum um að ríkið ætti hinn stóra sameinaðan banka áfram - og héldi sig því áfram á bankamarkaðnum. Til skamms tíma var sú skoðun ríkjandi innan Framsóknarflokksins að það væri styrkur fyrir íslenskt bankakerfi að hafa öflugan ríkis- banka. Ef Landsbankinn og Fjárfestingarbankinn yrðu sameinaðir þá liggur í augum uppi að sparisjóðirnir sætu einir eftir á sviðinu með sárt ennið. Að lokum þetta! Fólkið er komið fram úr stjórnmálamönnunum varðandi sölu ríkisbankanna. Það hlýtur að flýta sölu þeirra. S3 Valur Valsson, bankastjóri íslandsbanka. Nýlega skýrði hann firá þvi að bankinn hefði hagnast um rúman 1 milljarð á síðasta ári. Sú hagræðing sem hefúr tekist innan bankans hefur gert hann verðmeiri en áður - og ekki dregur það verð bankans niður ef Landsbankinn vill sameinast honum, eins og fullyrt er. EYKUR LÍKUR Á SÖLU! 1. Aukinn áhugi innan Sjálfstæðisflokksins um að fara hraðar í einka- væðingu rikisbankanna; selja þá. Meðal annars er horft til samruna eina einkabankans, íslandsbanka, og Landsbankans. Eftir samruna yrðu hlutabréf rikisins í hinum nýja banka seld. 2. Breyting í skoðanakönnunum. Fólkið er komið fram úr Finni Ing- ólfssyni og ríkisstjórninni. í skoðanakönnunum fyrir ári vildu 30% selja ríkisbankana. Núna vilja 70% selja þá. Stjórnmálamenn gætu séð hag í því að gera söluna að kosningamáli - a.m.k. er auðveldara að verja þau sjónarmið. 3. Augljós hagræðing. íslenskt bankakeríi er of dýrt og einingar litl- ar miðað við erlenda keppinauta. Fullyrt er að hægt sé að fækka um 1 þúsund manns í bankakerfinu. Hafi hver og einn um 2 milljónir í árslaun þýddi þetta sparnað upp á 2 milljarða á ári. 4. í öllum bönkum er áhugi á samruna. Menn sjá fram á að það þarf að hagræða. Sagt hefúr verið að vilji sé allt sem þurfi. 5. Raunvextir eru hærri á íslandi en í nágrannalöndunum. Það íþyngir bæði atvinnulífinu og einstaklingum. Til að hægt sé að lækka vexti þarf að draga úr kostnaði í bankakerfinu. Það markmið næst best með því að sameina banka. DREGUR UR LÍKUM Á SÖLU! 1. Vandræðin eru þau að hver banki vill yfirtaka annan. Enginn vill gefa eftir í þeim efnum. Það kemur í veg fyrir sameiningar. 2. Stjórnmálamenn eru gefnir fyrir hrossakaup. I áratugi hafa þeir haldið sterkt í völd sín í bönkunum. Er líklegt að þeir vilji láta þau af hendi og selja ríkisbankana? 3. Stjórnin er stefnulaus. Margir telja að stjórnmálamenn skipti ekki um gír í sölu ríkisbankanna fyrr en í fyrsta lagi eftir kosningar á næsta ári. Og sumir spá því að ekkert gerist í þessum málum fýrr en eftir fimm ár í fyrsta lagi. 4. Líklegt má telja að innan íslandsbanka, eina einkabankans, sé fyr- irstaða gagnvart því að sameinast Landsbankanum - sem hóf á síðasta ári samstarf við VÍS eftir umdeild kaup á helmingnum í því félagi. Hlut- hafahópur íslandsbanka stendur nær Sjóvá-Almennum og Trygginga- miðstöðinni en VIS. 5. Eru einhverjir til sem eiga fiármagn afgangs til að kaupa Lands- bankann, Búnaðarbankann og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins á verði sem ríkið sættir sig við? 6. Síðast en ekki síst! Þarf nokkuð að fækka bönkum á íslandi? Dregur það ekki bara úr samkeppninni? 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.