Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1998, Qupperneq 78

Frjáls verslun - 01.01.1998, Qupperneq 78
LOFTKASTALINN. Ur leikritinu Fjögur hjörtu eftir Olafjóhann Olafsson. Frá vinstri: Arni Tryggvason og Bessi Bjarnason í hlutverkum sínum hér, fjarstaddur máttarvaldur sem aldrei birtist í eigin persónu, en alltaf er von á tíl að bjarga við málunum. Ólafur Jóhann Olafsson nær ekki að gera þessa blöndu raunsæisdrama og absúrdleiks, ef það er þá rétta orðið - Beckett vildi víst aldrei láta kenna sig við við absúrdisma fremur en aðra skóla - ýkja sannfærandi. Til þess eru innviðir verks hans of veik- ir. Þannig verða hinar sálfræðilegu forsendur fyrir því ofurvaldi, sem hinn fjarstaddi skólabróðir á að hafa yfir hugum spilafélag- anna, aldrei skýrar og skiljanlegar. Hafi höfundur í alvöru hugs- að sér, að fjarvist skólabróðurins væri tengd trúarkreppu nútíma- mannsins, hinum margumrædda dauða Guðs, eins og Pétur Már Ólafsson ýjar að í leikskrárgrein, er erfitt að verjast þeirri hugsun, að hann hafi lent í skakkri jarðarför. Það er ástæðulaust að setja á langar tölur um sviðsetningu, leik eða ytri frágang; þar var allt var unnið af snyrtimennsku, sem sjaldan kom að neinu leyti á óvart. Arni og Rúrik voru óaðfinn- anlegir, Bessi og Gunnar að mestu leyti líka. Bessi má þó alltaf gæta sín svolítíð í meðferð textans, og sem leikstjóri hefði ég á stöku stað beðið hann um að draga frekar úr væmni prestsins en hnykkja á henni. Sömuleiðis hefði ég beðið Gunnar um að losa ekki um bindishnútínn á svona tilþrifamikinn hátt, þegar hið ljóta leyndarmál doktors Snorra er dregið fram í dagsljósið. Það varð einhvern veginn tíl að minna á, hvað dramað stendur allt á veik- um grunni. Þó að Ólafur Jóhann hafi hér ekki sannað sig sem mikið leik- skáldsefni, er þessi sýning dágóð kvöldskemmtun. Höfundur hefur kynnt sér vel formkröfur þeirra leikrita, sem voru mest í tísku á seinni hluta síðustu aldar og nokkuð ffarn eftír þessari, samtölin renna lipurlega áfram og talsvert er um glens, sem tekst stundum allvel, stundum miður. En á sviði Lxiftkastalans nýtur verkið þess umfram allt að vera í höndum leikenda, sem kunna að notfæra sér þá kostí, sem í boði eru, svo vel, að á öllu betra verður tæpast kosið. Að lokum dálítið P.S. Að einu leyti markar þessi sýning tíma- mót, sem e.t.v. er við hæíi að vekja athygli á hér í Frjálsri verslun. Það mun sem sé ekki hafa gerst áður, svo að vitað sé, að íslenskur höfundur hafi kostað sjálfur sýningu á leikriti eftir sig, eins og kom fram í sjónvarpsþættí nýlega, að Ólafur Jóhann hefði gert hér. Fróðlegt verður að fýlgjast með því, hvort hann heldur áfram á þessari braut, jafnvel með því að styðja við bakið á öðrum lista- mönnum, sem hann hefur trú á. Það yrði þá ekki í fyrsta sinn, sem framsýnir og góðviljaðir Sáraflamenn leggja listunum lið. S5 ...........Iisiir inpiiiiiii?...................... Barnaipip' í þorrabyrjun Leikfélag Reykjavíkur: Galdrakarlinn í Oz. * * • Leikgerð byggð á kvikmyndahandriti John Kanes eftir sögu Frank Baum Leikstjóri og dansahöfundur: Ken Oldfield. Hermóður og Háðvör í Haftiarflarðarleikhúsinu: Síðasti bærinn í dalnum. * * * Leikstjóri: Hilmar Jónsson Þjóðleikhúsið: Yndisíríð og ófreskjan eftir Laurence Boswell. * * * Leikstjóri: Kolbrún Halldórsdóttír Loftkastalinn: Bugsy Malone eítír Alan Parker Leikstjóri: Baltasar Kormákur 0arnafólk þarf ekki að kvarta undan því, að leikhúsin geri ekki vel við yngstu kynslóðina nú í þorrabyrjun. Það er mikið framboð á barnasýningum á höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir og hvergi kastað tíl höndum. Hins veg- ar kann það að vera nokkurt tímanna tákn, að öll eru verkin áður kunn af hvíta tjaldinu. Bugsy Malone í Loftkastalanum er þannig endurgerð frægrar kvikmyndar og Galdrakarlinn í Oz er byggður á Hollywood-myndinni eftír hinni upphaflegu sögu. Flestír af eldri kynslóð muna víst myndina eftír Síðasta bænum í dalnum og ekki er langt síðan ævintýrið um þá fögru og skrim- slið var endurvakið í vinsælli Disney-mynd. Mikið hljómaði annars hið íslenska heiti þeirrar myndar, Fríða og dýrið, betur en hið óþjála Yndisfrið og ófreskjan. En kannski hefur Þjóðleik- húsið ekki mátt nota það heiti vegna einhverrar reglna um flutn- ingsrétt. Hér skal nú stuttlega vikið að þessum sýningum og rétt að byrja hjá L.R., sem reið á vaðið með Galdrakarlinum í Oz í haust. Sýningin er stór í sniðum, leikmynd ábúðamikil, búning- ar glæsilegir og mikið lagt í ýmis áhrifabrögð, sem orkuðu þó sum heldur þyngslalega. Af leikendum stóð Margrét Helga Jóhannsdóttir sig best, hún fór létt með að gera vondu norn- ina ógnvekjandi. Annars var leikur ekki nema rétt í meðallagi, svo að jafhvel flögraði að manni, að leikstjórinn, sem einnig samdi og æfði dansana, hefði lagt mun meiri rækt við dansara en leikendur. En það hefur þá skilað sér í dansatriðunum, því að þau eru einhver hin glæsilegustu sem sést hafa í íslenskri barnasýningu. Sagan sjálf hélt hug barnanna föngnum í bæði skiptin sem leikdómari sá sýninguna. I Þjóðleikhúsinu ræður einfaldleikinn ríkjum í sviðsetningu Kolbrúnar Halldórsdóttur á bresku leikriti eftír fyrrnefndu æv- Leikhúsannáll í árshyrjun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.