Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1998, Qupperneq 50

Frjáls verslun - 01.01.1998, Qupperneq 50
að, sem við mun- um taka fyrir á M ráðstefnunni, er framtíðin og staða Islands í samfélagi þjóðanna. Yfir- skriftin verður: „Horft til framtíðar - Island í samfé- lagi þjóðanna á nýrri öld.” Við veljum þetta efni í ljósi þess að þróun á alþjóða- vettvangi er bæði hröð um þessar mundir og hefur mjög mikilvæga þýðingu fyrir þróun atvinnu- og efnahagslífs hér á landi,” sagði Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnun- ar og formaður afmælis- nefndar Félags viðskipta- og hagfræðinga. Félagið heldur upp á 60 ára afmæli sitt með veglegri ráð- stefnu á Grand Hótel í Reykjavík þann 13. febrú- ar næstkomandi frá kl. 13- 19. „Breytingin í átt til al- þjóðavæðingar er hröð. Alþjóðasamningar og efnahagslegur samruni þjóða eru taldir móta hag- þróun í heiminum á næstu árum og færa heimsbú- skapinn jafnt og þétt nær því að verða eitt hagkerfi sem í öllum aðalatriðum lýtur sömu lögmálum. Þar eru þær miklu breytingar sem eru að gerast á vett- vangi alþjóðasamninga, alþjóðaljármála og síðast en ekki síst örar tækni- framfarir í kjölfar upplýs- ingatækninnar. Eg held að þarna verði tekið á þeim þáttum sem munu í hvað ríkustum mæli móta umhverfi okkar í efna- hags- og atvinnumálum á næstu árum,” sagði Þórð- ur um ráðstefnuna. ÁFRAMHALDANDI ÞRÓUN Þórður segir alveg ljóst að á síðustu 5-10 árum Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofhunar, er formaður afmælisnefndar Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Fé- lagið heldur afmælishátið sína á Grand Hótel. FV-mynd Geir Ólafsson. Afmæhsraöstefna viöskiþtafrœöinga: ISLANDI SAMFELAGI ÞJOÐANNA hafi breytingar á vettvangi alþjóðaefnahagsmála ver- ið örari en áður. „I raun þarf ekki annað en að benda á tvennt í því sam- bandi. I fyrsta lagi hrun Sovétríkjanna sem gjör- breytti efnahags- og at- vinnuumhverfi og efna- hagslífi í heiminum og hratt af stað þeirri eflingu markaðsbúskapar sem í raun hefur átt sér stað alls staðar í heiminum. I öðru lagi þær öru tæknibreytingar sem orð- ið hafa á upplýsingaöld, notkun internetsins, tölva og slíkrar tækni sem, gefa færi á ýmsu sem fyrir nokkrum árum stóð mönnum ekki til boða. Flestir telja að það verði framhald á þessari þróun.” HEIMSFRÆGUR FYRIRLESARI Jeffrey D. Sachs, pró- fessor og forstjóri Alþjóða- stofnunar Harvard háskól- ans, er sérstakur gestur ráðstefnunnar. Sachs er einn virtasti hagfræðing- urinn í heiminum í dag og einnig talinn á meðal þeirra áhrifamestu. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að segja að hann sé einn umsvifamesti og áhrifamesti efnahagsráð- gjafi sem sögur fara af. Sachs hefur sérhæft sig í alþjóðaefnahagsmálum og er líklega þekktastur fyrir þátttöku sína í efnahags- ráðgjöf við Austur-Evrópu- ríkin, við að koma þar á markaðsbúskap, og fyrir aðstoð sína vegna fjár- málakreppunnar í Asíu. Hann er einnig vel þekkt- ur fyrir skrif sín um efna- hagslíf í þessum ríkjum. Þórður segir Jeffrey Sachs ætla að ljalla um Einn virtasti kagfræöingur heimsins, Jeffrey D. Sachs, prófessor viö Harvard háskól- ann, Jjallar um hagvöxt i heiminum og lítur sérstaklega til Islands í þeim efnum. 50
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.