Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1998, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.10.1998, Blaðsíða 6
RITSTJORNARGREIN HEIMA ER BEST? Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, sagði í fréttaviðtali fyrir nokkrum dögum að fimmtán þúsundasti Akureyringurinn væri í hættu. Hann átti við að bæjarbúum hefði fækkað - og að þeir væru núna aðeins 15.004 talsins. Ef fram fer sem horfir yrðu þeir innan skamms færri en fimmtán þúsund. Fækkun Akureyringa endurspeglar það sem er að gerast á allri landsbyggðinni; straumurinn lifgur suður á mölina, á höfúðborgarsvæð- ið, og borin von virðist að ná upp fjölgun íbúa úti á landi. A síðustu tíu árum hefúr fólki fækkað um tvö þúsund á landsbyggð- inni, úr 110 þúsund í 108 þúsund manns - margir kynnu raunar að halda að fækkun- in væri meiri - en fjölgað um 22 þúsund á höfúðborgarsvæðinu; Reylqavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafúarfirði og Mosfellsbæ. Það er þar sem þjóðinni fjölgar! Það gerir málið flókið að straumurinn suður orsakast ekki af atvinnuleysi heima fyrir hefdur af kröftug- um áhuga landsbyggðarfólks á lifiiaðarhátt- um höfúðborgarbúa sem búa við betri þjón- ustu, fjölbreyttara atvinnulif og mildara veðurfar á vetuma. Þetta gerir það að verkum að fólksflóttinn verður hvorki haminn með handafli stjórnmálamanna né miðstýringu fjár- magns út á land! Þegar fólk ffytur vegna þess að það telur grasið grænna annars staðar leysast slíkir kraftar úr læðingi að flaumurinn verður ekki stíflaður - nema þá í besta falli tímabundið. Þess vegna eiga stjórnmálamenn ekki að streit- ast á móti. Þeir hafa eðlilega varið nokkru fé í vegi, sam- göngur og þjónustu úti á landsbyggðinni, sem og í höfúð- borginni, og um árabil aðstoðuðu þeir sum fyrirtæki úti á landi við að halda uppi atvinnu. En allt kemur fyrir ekki, öfl- in sem toga suður eru heimahaganum sterkari. Þegar svo er komið er einfaldlega ekki á færi nokkurs stjórnmálamanns að ætla að spyma við og segja „að það gangi ekki að öll þjóðin búi á suð-vesturhominu.“ Hvaða stjórnmálamaður ætlar að ákveða hverjir búi á höfuðborgarsvæðinu og hverjir ekki?! Hvaða stjórnmálamaður ætlar að stýra þvi hvar fólk býr, hvar það vinnur og hvar það fjárfestir?! Vinnuafl og fjár- magn eru hjól atvinnulífsins, framleiðsluþættirnir. Best fer á að leyfa þeim að snúast að vild á hvaða vegum sem er en beina þeim ekki inn á ákveðnar brautir með múrum, vega- tálmum, fimm ára áætíunum og byggðastefiium. Búsetan í landinu verður að finna sér sinn jafnvægis- punkt - hver sem hann kann að vera! Auðvitað telst það sérstakt að ekki skuli búa á milli 30 til 40 þúsund manns á Akur- eyri í stað þess að bærinn berjist við fækkun íbúa - og að fimmtán þúsundasti íbúinn sé í hættu. Atvinnulíf er með blóma í bænum, sem og menning og listir. Kvóti fyrir tugi milljarða hefúr færst norður til tveggja af þekktustu sjávarútvegsfyrirtælqum landsins, Samherja og UA. Bærinn er mesti skólabær landsins utan Reykjavíkur, með fornfrægt menntasetur, MA, sem og afar sterkan verk- menntaskóla og öflugan háskóla. Bæjar- stæðið er eitthvert það fegursta hér á landi. Ifyfffiðin er rótgróin. Öflugt sjúkrahús er á staðnum. Iþróttalíf er til fyrirmyndar. Sam- göngur við höfuðborgina hafa stórbatnað með bættum vegi um Óxnadal, í Skagafirði og göngum und- ir Hvalfjörð. Flugsamgöngur eru góðar. Síðast en ekki síst búa margir kraftmiklir athafúamenn í bænum, eins og Sam- heijabræður, Agústssynir sem reka Höld, UA-menn og stjómendur KEA. Þetta dugir samt ekki til. Fyrir þrjátíu árum voru Akureyringar rúmlega 10 þúsund talsins - nú eru þeir um 15 þúsund. Og hvað með Austfirðinga? Þar eru tvö af allra sterkustu sjávarútvegsfyrirtælqum landsins, at- vinna næg og héruð blómleg. Engu að síður fækkar Aust- firðingum eins og öðrum landsbyggðarmönnum. Vissulega leggst byggð aldrei af úti á landi. Minnstu þorpin eru þó í augljósri hættu. Best væri að byggðin þjappaðist í stóra byggðakjarna í kringum Isafjörð, Akureyri og Egilsstaði. En á meðan áhugi fólks er ekki á sliku er ekkert við því að segja; allra síst eiga stjórnmálamenn að streitast á móti og reyna að stýra búsetu. Það verður að vera vilji og þörf fólks og fyrirtækja að halda úti byggð. Jón G. Hauksson ISSN 1017-3544 Stofnuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál - 59. árgangur RTTSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson - AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir - BLAÐAMAÐUR: Páll Ásgeir Ásgeirsson - LJÓSMYNDARAR: Geir Ólafsson og Kristín Bogadóttir - UMBROT: Ágústa Ragnarsdóttir. - ÚTGEFANDI: Talnakönnun hf. - RTTSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA: Borgartúni 23,105 Reykjavík, sími: 561-7575, fax: 561-8646 -ÁSKRIFrARVERÐ: 3.315 kr. fyrir 6.-11. tbl. - 10% lægra áskriftarverð ef greitt er með kreditkorti. - LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. nema bókin 100 stærstu sem er á 1.995,- - DRF.TFTNG: Talnakönnun, hf„ sími 561 7575 - FILMUVINNA, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentsmiðjan Gralik hf. - LTTGREININGAR: Prentmyndastofan hf. - Öll réttindi áskilin varðandi efrii og myndir. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.