Frjáls verslun - 01.10.1998, Blaðsíða 70
'nrií,
MvcWi
Jón Garðar Ógmundsson, sölu- og verkefnisstjóri, og Gunnar Páll Þórisson, framkvæmdastjóri Landsteina DK í Arósum. Stórar verslanir eru
helstu viðskiþtavinir þeirra.
FUUGANDIBYR
GunnarPáll Þórisson framkvæmdastjóri ogjón Garðar
Ögmundsson sölustjóri Landsteina í Danmörku.
„Samningurinn við Tele Danmark var stökkpallurinn“.
□ etta hefur gengið eins og í sögu.
Veltan verður ekki undir 100 millj-
ónum, sennilega nokkuð meiri,
og á næsta ári verður hún um 300 milljón-
ir ef áætlanir ganga eftir. Fjöldi starfsmann
hefur tvöfaldast. Og við erum rétt að
byrja,“ segja þeir Gunnar Páll Þórisson,
framkvæmdastjóri Landsteina DK í Arós-
um í Danmörku, og Jón Garðar Ögmunds-
son sölustjóri. Fyrir ættfræðinga má geta
að Jón Garðar er tengdasonur Jóhannesar
í Bóitus.
Það var íslenska fyrirtækið Landsteinar
International, sem er með starfsemi í fjór-
um löndum, sem setti á miðju árinu 1997
upp fyrirtækið Landsteina DK í Arósum í
Danmörku. Fyrirtækið hefur fengið fljúg-
TEXTI: BENEDIKT SIGURÐSSON, KAUPMANNAHÖFN
70
andi byr á sínu fyrsta ári. Á vissan hátt eru
Landsteinamenn komnir í hring með starf-
seminni í Árósum. Aðalsöluvaran er við-
skipta- og upplýsingakerfið Navision Fin-
ancial sem framleitt er af Navision
Software í Danmörku. Kerfið er hannað til
viðbótar á Islandi og það er einmitt sú út-
færsla sem flutt er út til Danmerkur og
Landsteinar DK í Árósum selja.
Gunnar Páll Þórisson er framkvæmda-
stjóri Landsteina í Danmörku.
„Samkeppnishæfni okkar felst í því að
við beinum lausnum, þekkingu og reynslu
okkar að þeim viðskiptavinum sem gefa
okkur góða arðsemi. Við höfum sérhæft
okkur í lausnum fyrir smásöluverslun og
einbeitum okkur að stærri aðilum, einkan-
lega keðjum með margar verslanir."
Gunnar Páll segir að þessa Iausn, sem
Landsteinar hafi þróað, hafi vantað í smá-
söluna, og því hafi hún náð svo miklum
vinsældum. Með kerfinu er hægt að stýra
frá höfuðstöðvum öllum upplýsingum til
verslananna og þaðan sjálfvirkt beint í af-
greiðslukassana. Síðan sér kerfið um að
sækja sjálfvirkt allar söluupplýsingar frá af-
greiðslukössunum. Stjórnendur, bæði í
verslununum og á höfuðstöðvunum, geta
t.d. fýlgst með því hvaða vörur seljast best
og hvar þær seljast best, þeir geta haldið
utan um birgðabókhaldið og lylgst með
fjárhagnum svo eitthvað sé nefnt.
Landsteinar hafa einbeitt sér að því að
ná í stóra viðskiptavini með margar versl-
anir. Gunnar Páll segir að það hafi verið
stefna fýrirtækisins strax í upphafi, því þar
sé eftir langmestu að slægjast. Það taki
hins vegar sinn tíma að semja við þessi
stóru fýrirtæki. Þeir samningar sem nú
þegar eru í höfn skýra að miklu leyti góð-
an framgang Landsteina í Danmörku.
Tvö af allra stærstu fýrirtækjum Dan-
merkur, danska símafélagið TeleDanmark
og DSB, danska járnbrautarfélagið, nota
kerfi Landsteina fyrir allan sinn verslunar-
rekstur. TeleDanmark rekur tæplega 60