Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1998, Page 44

Frjáls verslun - 01.10.1998, Page 44
SKOÐUN Katrín Olga Jóhannesdótt- ir rekstrarhagfrœðingur vill lækka verð á áfengi og draga þannig úr heima- bruggi og smygli sem nem- ur allt að 2 milljörðum á markaðsverði. Hún telur að verðlækkun áfengis dragi að erlenda ferðamenn og stórbæti vínmenninguna! SKODUN: Katrín Olga Jóhannesdóttir eimsmynd íslendinga hefur breyst mikið á þessari öld og mikil þróun hefur orðið í hinum ýmsu þáttum samfélagsins. I viðskipta- háttum hafa Islendingar gengið í gegn- um ýmislegt, s.s. haftabúskap með dönsku einokunarversluninni og rekst- ur hins opinbera á íyrirtækjum t.d. „rík- ismjólkurbúðum", Ríkisskip o.fl. Þetta fyrirkomulag var komið til vegna hefða og þess að heimsmynd þjóðarinnar var önnur en hún er nú. Islensk þjóð siglir nú hraðbyri inn í 21. öldina, það er fram- sækni í þjóðfélaginu, fjöldamörgum gömlum höftum hefur verið aflétt, fyrir- tæki á sviði hátækni blómstra, menntun- arstig er hærra og þjóðin orðin alþjóð- legri. En á einu sviði viðskiptahátta við- gangast ennþá venjur hafta og fýrir- hyggju, þ.e. í áfengismálum. Því miður hefur lítið verið um málefnalega um- ræðu á því sviði og ákveðið forboð ríkt í þeim málum. Auðvelt er að viðhalda nú- verandi uppbyggingu kerfisins með rök- um um óbeislaða drykkju ef raskað væri við því kerfi. Ætlunin er hér að draga fram nokkr- ar staðreyndir í áfengismálum Islend- inga og í kjölfar þeirra að rýna nánar ofan í þær. Afum 980 krónum, sem bjórkiþþan kostar, fara um 700 krónur í ríkissjóð. Framleið- endur fá 180 krónur og ÁTVR fær 100 krónur jyrir að selja vöruna. AÐGENGI ■ ALMENNT Ef skoðað er aðgengi að áfengi á Is- landi má segja að það sé óhindrað ef keypt er áfengi af veitingahúsi eða hót- eli. Þessir aðilar þurfa að vfsu að fá vin- veitingaleyfi, sem fæst í flestum tilfellum án vandkvæða. En ef kosið er að kaupa vín í smásölu horfir málið öðruvísi við. I fyrsta lagi þarf samþykki sveitastjórnar að gefnu áliti byggingar- og skipulagsnefndar (þetta er þó framför þar sem áður þurfti samþykki í kosningum). Þegar sveita- stjórn hefur samþykkt útsölu áfengis - þá fer málið til stjórnar ATVR sem gerir tillögu tíl ljármálaráðuneytisins um opn- un útsölustaðar. Nú hafa 5 sveitarfélög sent formleg tilmæli tíl ATVR um opnun áfengisútsölu og vitað er um 4 sveitarfé- lög sem samþykkt hafa áfengisútsölu án þess að hafa sent formlega beiðni tíl ÁTVR Þess utan liggur lýrir ákvörðun hjá ÁTVR um að opna tvær nýjar áfeng- isverslanir. Opnunarlími verslana ÁTVR fylgir ekki opnunartíma annarra verslana í landinu. Þar hefur þó orðið framför með því að lengja opnunartíma á föstudögum til kl. 19.00 og að hafa opið á milli 10.00 og 14.00 á laugardögum. Hér er ekki nægilega hugað að þjónustu við viðskiptavini og spyrja má hvort áfengi sé ekki eins og hver önnur neysluvara sem ættí að vera að- gengileg á þeim timum sem neyt- andinn kaupir inn þá vöru. AÐGENGI - REYKJAVÍK I Reykjavík og nágrenni eru nú 8 útsölustaðir. Á þessu svæði búa rúmlega 160 þúsund manns þannig að hver útsölustaður þjón- ar 20 þúsund manns — er það við- undandi? Á sama markaðssvæði eru 40 lyfjaverslanir, svo einhver dæmi séu tekin. Á helmingi út- sölustaða áfengis er útsalan tengd annarri neysluvöru. Annars stað- ar er staðsetningin lítið tengd markaðnum, s.s. nýleg verslun ÁTVR í Kópavogi sem er í bak- húsi við stóra verslunarmiðstöð. AÐGENGI -LANDSBYGGD Þegar aðgengi að smásölu áfengis er skoðað fer landsbyggðin halloka. Ibúar landsbyggðarinnar, sem ekki hafa áfeng- isútsölu í sinni heimabyggð eða f ná- grenni hennar, þurfa að panta áfengi frá 44

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.