Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1998, Blaðsíða 54

Frjáls verslun - 01.10.1998, Blaðsíða 54
Benedikt Karlsson, tölvu- og tæknistjóri. Lúðvíg Sveinsson Jjármálastjóri. Viðskiptanetið innleiðir nýja kynslóð greiðslukorta iðskiptanetið hf. í Síðumúla 27 er um þessar mundir að taka í notkun nýtt bankakerfi samfara uppsetningu á nýju posakerfi sem byggir á snjallkortum (smart cards). Nýja kerfið kemur til með að halda utan um alla umsýslu og uppgjör á vörubanka Viðskiptanetsins. Snjallkortin krefjast sérstakra posa, sem hlotið hafa nafnið snjallar, og verða þeir í byrjun settir upp hjá um þrjú hundruð fyr- irtækjum, sem eiga aðild að Viðskiptanetinu, að sögn þeirra Lúðvígs Sveinssonar fjármálastjóra og Benedikts Karlssonar, tölvu- og tæknistjóra VN. „Við höfum hugsað okkur að skipta alveg yfir í þessa tækni enda hefur það verið vilji okkar lengi að komast inn á posakerfið en það hefur gengið erfiðlega. Við fórum því þá leið að semja við þýskan aðila, Giesecke & Devrient, sem framleiðir bæði kort og posa. Kerfið verður sett upp í desember og janúar. Snjallarnir virka fyrir öll kort á markaðnum svo að viðskiptaaðili VN getur skipt út þeim posa sem hann er með og notað snjall í stað- inn. Hingað til hefur orðið að hringja inn til VN eftir heimildarnúmeri í hvert sinn sem við- skipti hafa átt sér stað." Kortið heldur utan um viðskiptin Kosturinn við nýja snjallkortakerfið er að það heldur utan um öll viðskipti. Um leið og kortinu er rennt í posann færast viðskiptin sjálfkrafa milli reikninga kaupanda og selj- anda. Viðskiptanetið átti fimm ára starfsafmæli í maí síðastliðnum. Aðilar að netinu, sem eru víðsvegar í viðskiptalífinu, eru í dag um 900 talsins. Viðskiptin eiga sér þó aðallega stað á fyrirtækjamarkaði en ekki milli einstaklinga. „Viðskiptin eru fyrirtækjunum því hag- stæðari sem breytilegi kostnaðurinn í rekstri þeirra er lægri. Við leggjum áherslu á að fyr- irtækin noti Viðskiptanetið sem valkost í greiðslumiðlun og brýnum fyrir mönnum að stunda ekki viðskiptin einvörðungu með þess- um hætti. Safnist inneignir á reikninga fyrir- tækjanna ráðleggjum við þeim að bíða þartil jöfnuður milli kaupa og sölu næst á ný. Mark- miðið er að auka sölu og styrkja lausafjár- stöðu fyrirtækjanna sem geta með þessu móti keypt vörur sem þau greiða síðan fyrir með eigin vörum strax eða síðar.” Koma á viðskiptum og kynna fyrirtækin Starfsmenn Viðskiptanetsins vinna dag- lega að því að kynna nýja markhópa fyrir að- ilum VN og koma á nýjum viðskiptum. Fimm þjónustufulltrúar eru stöðugt við símann og Veltuaukning hefur verið mikil. öEmŒmmm 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.